Íslensku jólasveinarnir þrettán 17. desember 2010 08:00 Íslensku jólasveinar sem við þekkjum í dag eru þrettán talsins. Þeir eru Stekkjarstaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottaskefill, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir. Íslensku jólasveinarnir eru öldungis óskyldir hinum alþjóðlega rauðklædda Santa Claus sem er kominn af dýrlingnum Nikulási biskupi, verndara barna og sæfarenda í kaþólskum sið. Þeir eru af kyni trölla og voru upphaflega barnafælur. Þeir eru synir þeirra allra verstu illvætta sem til eru á Íslandi, Grýlu og Leppalúða. Fyrsta ritaða heimildin þar sem minnst er á jólasveinana er frá 17. öld en það er Grýlukvæði séra Stefáns Ólafssonar frá Vallanesi. Þar segir um þau skötuhjú Grýlu og Leppalúða: Börnin eiga þau bæði saman brjósthörð og þrá, af þeim eru jólasveinar, börn þekkja þá. Af þeim eru jólasveinar jötnar á hæð, öll er þessi illskuþjóðin ungbörnum skæð. Flest börn myndu sjálfsagt vilja forðast þá jólasveina sem hér er minnst á enda var það svo að jólasveinarnir voru upphaflega, líkt og Grýla og Leppalúði eru enn, barnafælur sem foreldrar notuðu til að hræða börn sín til hlýðni. Yfirvöldum hefur greinilega ekki litist á blikuna vegna þess að með Húsagatilskipun frá árinu 1746 var tekið fram að bannað væri að hræða börn með óvættum á borð við jólasveinana. Hvort sem það var Húsagatilskipuninni fyrir að þakka eða einhverju öðru tóku jólasveinarnir að mildast með árunum og hættu að vera börnum lífshættulegir, þó þeir væru enn hrekkjóttir þjófar. Þegar líða tók á 20. öldina urðu hinir íslensku jólasveinar fyrir miklum áhrifum frá erlendum starfsbræðrum sínum bæði varðandi hegðun og tísku. Þeir fóru að taka upp á því til hátíðabrigða að klæða sig upp í rauð spariföt í líkingu við þau sem sjást á hinum alþjóðlega Santa Claus og dönskum jólanissum. Þá fóru þeir einnig að vera góðir við börn og gefa þeim gjafir í skó. Þrátt fyrir að hafa orðið fyrir erlendum áhrifum héldu jólasveinarnir þó alltaf í séríslensk einkenni sín á borð við nöfnin, búsetuna í fjöllunum og fjöldann, en eins og flestir vita er ekki aðeins einn jólasveinn á Íslandi heldur eru þeir þrettán talsins. Stekkjastaur.Þjóðminjasafnið Stekkjarstaur Fyrsti jólasveinninn. Kemur til byggða 12. desember. Áður fyrr reyndi hann oft að sjúga ærnar í fjárhúsunum hjá bændum en var með staurfætur svo það gekk heldur erfiðlega. Stekkjarstaur kom fyrstur, stinnur eins og tré. Hann laumaðist í fjárhúsin og lék á bóndans fé. Hann vildi sjúga ærnar, - þá varð þeim ekki um sel, því greyið hafði staurfætur, - það gekk nú ekki vel. Giljagaur.Þjóðminjasafnið Giljagaur Kemur til byggða 13. desember. Áður en mjaltavélar komu til sögu var hann vanur að laumast inn í fjós og stela froðu ofan af mjólkurfötum. Giljagaur var annar, með gráa hausinn sinn. - Hann skreið ofan úr gili og skauzt í fjósið inn. Hann faldi sig í básunum og froðunni stal, meðan fjósakonan átti við fjósamanninn tal. Stúfur.Þjóðminjasafnið Stúfur Jólasveinninn sem kemur til byggða 14. desember heitir Stúfur og er heldur lágur til hnésins. Hann er líka stundum kallaður Pönnuskefill, því í gamla daga reyndi hann að hnupla matarögnum af steikarpönnunni. Stúfur hét sá þriðji, stubburinn sá. Hann krækti sér í pönnu, þegar kostur var á. Hann hljóp með hana í burtu og hirti agnirnar, sem brunnu stundum fastar við barminn hér og þar. Þvörusleikir.Þjóðminjasafnið Þvörusleikir Þann 15. desember kemur Þvörusleikir ofan af fjöllum. Mjór eins og girðingarstaur og þótti ekkert betra en að sleikja þvörur sem notaðar voru til að hræra í og skafa potta með. Sá fjórði, Þvörusleikir, var fjarskalega mjór. Og ósköp varð hann glaður, þegar eldabuskan fór. Þá þaut hann eins og elding og þvöruna greip, og hélt með báðum höndum, því hún var stundum sleip. Pottaskefill.Þjóðminjasafnið Pottaskefill Kemur til byggða 16. desember. Hirti óhreinu pottana úr eldhúsinu og skóf þá að innan með puttunum. Þeir þurftu engan þvott eftir þá meðferð. Sá fimmti, Pottaskefill, var skrítið kuldastrá. - Þegar börnin fengu skófir hann barði dyrnar á. Þau ruku' upp, til að gá að hvort gestur væri á ferð. Þá flýtti 'ann sér að pottinum og fékk sér góðan verð. Askasleikir.Þjóðminjasafnið Askasleikir Kemur til byggða 17. desember. Í gamla daga át fólk matinn sinn upp úr öskum sem stundum voru geymdir undir rúmi eða á gólfinu. Askasleikir faldi sig stundum undir rúmi og ef einhver setti askinn sinn á gólfið þá greip hann askinn og sleikti allt innan úr honum. Sá sjötti, Askasleikir, var alveg dæmalaus. - Hann fram undan rúmunum rak sinn ljóta haus. Þegar fólkið setti askana fyrir kött og hund, hann slunginn var að ná þeim og sleikja á ýmsa lund. Hurðaskellir.Þjóðminjasafnið Hurðaskellir Hurðaskellir kemur í bæinn þann 18. desember. Hann gekk alltaf skelfing harkalega um og skellti hurðum svo fólk hafði varla svefnfrið. Sjöundi var Hurðaskellir, - sá var nokkuð klúr, ef fólkið vildi í rökkrinu fá sér væran dúr. Hann var ekki sérlega hnugginn yfir því, þó harkalega marraði hjörunum í. Skyrgámur.Þjóðminjasafnið Skyrgámur 19. desember er von á jólasveini sem heitir Skyrgámur eða Skyrjarmur, af því að honum þótti svo gott skyr að hann stalst inn í búrið og hámaði í sig skyrið upp úr keraldi. Skyrjarmur, sá áttundi, var skelfilegt naut. Hann hlemminn o'n af sánum með hnefanum braut. Svo hámaði hann í sig og yfir matnum gein, unz stóð hann á blístri og stundi og hrein. Bjúgnakrækir.Þjóðminjasafnið Bjúgnakrækir Bjúgnakræki má búast við 20. desember. Honum þótti best að borða bjúgu og pylsur og stal þeim hvar sem hann komst í færi. Níundi var Bjúgnakrækir, brögðóttur og snar. Hann hentist upp í rjáfrin og hnuplaði þar. Á eldhúsbita sat hann í sóti og reyk og át þar hangið bjúga, sem engan sveik. Gluggagægir.Þjóðminjasafnið Gluggagægir 21. desember kemur hann Gluggagægir. Hann var ekki eins matgráðugur og sumir bræður hans, en skelfing forvitinn að gægjast á glugga og jafnvel að stela leikföngum sem honum leist vel á. Tíundi var Gluggagægir, grályndur mann, sem laumaðist á skjáinn og leit inn um hann. Ef eitthvað var þar inni álitlegt að sjá, hann oftast nær seinna í það reyndi að ná. Hurðaskellir.Þjóðminjasafnið Gáttaþefur 22. desember má búast við Gáttaþef sem þekkist á því að hann er með alveg svakalega stórt nef. Honum fannst alltaf óskaplega góð laufabrauðs- og kökulyktin þegar verið var að baka fyrir jólin og reyndi hann að hnupla einni og einni köku. 22. desember var líka stundum kallaður hlakkandi því þá voru börnin farin að hlakka svo mikið til jólanna. Ellefti var Gáttaþefur, - aldrei fékk sá kvef, og hafði þó svo hlálegt og heljarstórt nef. Hann ilm af laufabrauði upp á heiðar fann, og léttur, eins og reykur, á lyktina rann. Ketkrókur.Þjóðminjasafnið Ketkrókur Á Þorláksmessu, 23. desember, kemur Ketkrókur, sem er svo sólginn í ket. Í gamla daga rak hann langan krókstaf niður um eldhússtrompinn og krækti sér í hangiketslæri sem héngu uppi í rjáfrinu eða hangiketsbita upp úr pottinum en þá var hangiketið soðið á Þorláksmessu. Ketkrókur, sá tólfti, kunni á ýmsu lag. - Hann þrammaði í sveitina á Þorláksmessudag. Hann krækti sér í tutlu, þegar kostur var á. En stundum reyndist stuttur stauturinn hans þá. Kertasníkir.Þjóðminjasafnið Kertasníkir Kertasníkir kemur á aðfangadag, 24. desember. Í eldgamla daga voru kertin skærustu ljós sem fólk gat fengið. En þau voru svo sjaldgæf og dýrmæt að mesta gleði barnanna á jólunum var að fá sitt eigið kerti. Og aumingja Kertasníki langaði líka að eignast kerti. Þrettándi var Kertasníkir, - þá var tíðin köld, ef ekki kom hann síðastur á aðfangadagskvöld. Hann elti litlu börnin, sem brostu, glöð og fín, og trítluðu um bæinn með tólgarkertin sín. Heimild: Þjóðminjasafnið. Jólasveinarnir Menning Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Sykurlausar sörur hinna lötu Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Málar listaverk á laufabrauð: Fallegustu kökurnar geymdar í áraraðir Jól Leit hafin að best skreytta húsinu á Íslandi Jól Segir engin jól án sörubaksturs Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Íslensku jólasveinar sem við þekkjum í dag eru þrettán talsins. Þeir eru Stekkjarstaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottaskefill, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir. Íslensku jólasveinarnir eru öldungis óskyldir hinum alþjóðlega rauðklædda Santa Claus sem er kominn af dýrlingnum Nikulási biskupi, verndara barna og sæfarenda í kaþólskum sið. Þeir eru af kyni trölla og voru upphaflega barnafælur. Þeir eru synir þeirra allra verstu illvætta sem til eru á Íslandi, Grýlu og Leppalúða. Fyrsta ritaða heimildin þar sem minnst er á jólasveinana er frá 17. öld en það er Grýlukvæði séra Stefáns Ólafssonar frá Vallanesi. Þar segir um þau skötuhjú Grýlu og Leppalúða: Börnin eiga þau bæði saman brjósthörð og þrá, af þeim eru jólasveinar, börn þekkja þá. Af þeim eru jólasveinar jötnar á hæð, öll er þessi illskuþjóðin ungbörnum skæð. Flest börn myndu sjálfsagt vilja forðast þá jólasveina sem hér er minnst á enda var það svo að jólasveinarnir voru upphaflega, líkt og Grýla og Leppalúði eru enn, barnafælur sem foreldrar notuðu til að hræða börn sín til hlýðni. Yfirvöldum hefur greinilega ekki litist á blikuna vegna þess að með Húsagatilskipun frá árinu 1746 var tekið fram að bannað væri að hræða börn með óvættum á borð við jólasveinana. Hvort sem það var Húsagatilskipuninni fyrir að þakka eða einhverju öðru tóku jólasveinarnir að mildast með árunum og hættu að vera börnum lífshættulegir, þó þeir væru enn hrekkjóttir þjófar. Þegar líða tók á 20. öldina urðu hinir íslensku jólasveinar fyrir miklum áhrifum frá erlendum starfsbræðrum sínum bæði varðandi hegðun og tísku. Þeir fóru að taka upp á því til hátíðabrigða að klæða sig upp í rauð spariföt í líkingu við þau sem sjást á hinum alþjóðlega Santa Claus og dönskum jólanissum. Þá fóru þeir einnig að vera góðir við börn og gefa þeim gjafir í skó. Þrátt fyrir að hafa orðið fyrir erlendum áhrifum héldu jólasveinarnir þó alltaf í séríslensk einkenni sín á borð við nöfnin, búsetuna í fjöllunum og fjöldann, en eins og flestir vita er ekki aðeins einn jólasveinn á Íslandi heldur eru þeir þrettán talsins. Stekkjastaur.Þjóðminjasafnið Stekkjarstaur Fyrsti jólasveinninn. Kemur til byggða 12. desember. Áður fyrr reyndi hann oft að sjúga ærnar í fjárhúsunum hjá bændum en var með staurfætur svo það gekk heldur erfiðlega. Stekkjarstaur kom fyrstur, stinnur eins og tré. Hann laumaðist í fjárhúsin og lék á bóndans fé. Hann vildi sjúga ærnar, - þá varð þeim ekki um sel, því greyið hafði staurfætur, - það gekk nú ekki vel. Giljagaur.Þjóðminjasafnið Giljagaur Kemur til byggða 13. desember. Áður en mjaltavélar komu til sögu var hann vanur að laumast inn í fjós og stela froðu ofan af mjólkurfötum. Giljagaur var annar, með gráa hausinn sinn. - Hann skreið ofan úr gili og skauzt í fjósið inn. Hann faldi sig í básunum og froðunni stal, meðan fjósakonan átti við fjósamanninn tal. Stúfur.Þjóðminjasafnið Stúfur Jólasveinninn sem kemur til byggða 14. desember heitir Stúfur og er heldur lágur til hnésins. Hann er líka stundum kallaður Pönnuskefill, því í gamla daga reyndi hann að hnupla matarögnum af steikarpönnunni. Stúfur hét sá þriðji, stubburinn sá. Hann krækti sér í pönnu, þegar kostur var á. Hann hljóp með hana í burtu og hirti agnirnar, sem brunnu stundum fastar við barminn hér og þar. Þvörusleikir.Þjóðminjasafnið Þvörusleikir Þann 15. desember kemur Þvörusleikir ofan af fjöllum. Mjór eins og girðingarstaur og þótti ekkert betra en að sleikja þvörur sem notaðar voru til að hræra í og skafa potta með. Sá fjórði, Þvörusleikir, var fjarskalega mjór. Og ósköp varð hann glaður, þegar eldabuskan fór. Þá þaut hann eins og elding og þvöruna greip, og hélt með báðum höndum, því hún var stundum sleip. Pottaskefill.Þjóðminjasafnið Pottaskefill Kemur til byggða 16. desember. Hirti óhreinu pottana úr eldhúsinu og skóf þá að innan með puttunum. Þeir þurftu engan þvott eftir þá meðferð. Sá fimmti, Pottaskefill, var skrítið kuldastrá. - Þegar börnin fengu skófir hann barði dyrnar á. Þau ruku' upp, til að gá að hvort gestur væri á ferð. Þá flýtti 'ann sér að pottinum og fékk sér góðan verð. Askasleikir.Þjóðminjasafnið Askasleikir Kemur til byggða 17. desember. Í gamla daga át fólk matinn sinn upp úr öskum sem stundum voru geymdir undir rúmi eða á gólfinu. Askasleikir faldi sig stundum undir rúmi og ef einhver setti askinn sinn á gólfið þá greip hann askinn og sleikti allt innan úr honum. Sá sjötti, Askasleikir, var alveg dæmalaus. - Hann fram undan rúmunum rak sinn ljóta haus. Þegar fólkið setti askana fyrir kött og hund, hann slunginn var að ná þeim og sleikja á ýmsa lund. Hurðaskellir.Þjóðminjasafnið Hurðaskellir Hurðaskellir kemur í bæinn þann 18. desember. Hann gekk alltaf skelfing harkalega um og skellti hurðum svo fólk hafði varla svefnfrið. Sjöundi var Hurðaskellir, - sá var nokkuð klúr, ef fólkið vildi í rökkrinu fá sér væran dúr. Hann var ekki sérlega hnugginn yfir því, þó harkalega marraði hjörunum í. Skyrgámur.Þjóðminjasafnið Skyrgámur 19. desember er von á jólasveini sem heitir Skyrgámur eða Skyrjarmur, af því að honum þótti svo gott skyr að hann stalst inn í búrið og hámaði í sig skyrið upp úr keraldi. Skyrjarmur, sá áttundi, var skelfilegt naut. Hann hlemminn o'n af sánum með hnefanum braut. Svo hámaði hann í sig og yfir matnum gein, unz stóð hann á blístri og stundi og hrein. Bjúgnakrækir.Þjóðminjasafnið Bjúgnakrækir Bjúgnakræki má búast við 20. desember. Honum þótti best að borða bjúgu og pylsur og stal þeim hvar sem hann komst í færi. Níundi var Bjúgnakrækir, brögðóttur og snar. Hann hentist upp í rjáfrin og hnuplaði þar. Á eldhúsbita sat hann í sóti og reyk og át þar hangið bjúga, sem engan sveik. Gluggagægir.Þjóðminjasafnið Gluggagægir 21. desember kemur hann Gluggagægir. Hann var ekki eins matgráðugur og sumir bræður hans, en skelfing forvitinn að gægjast á glugga og jafnvel að stela leikföngum sem honum leist vel á. Tíundi var Gluggagægir, grályndur mann, sem laumaðist á skjáinn og leit inn um hann. Ef eitthvað var þar inni álitlegt að sjá, hann oftast nær seinna í það reyndi að ná. Hurðaskellir.Þjóðminjasafnið Gáttaþefur 22. desember má búast við Gáttaþef sem þekkist á því að hann er með alveg svakalega stórt nef. Honum fannst alltaf óskaplega góð laufabrauðs- og kökulyktin þegar verið var að baka fyrir jólin og reyndi hann að hnupla einni og einni köku. 22. desember var líka stundum kallaður hlakkandi því þá voru börnin farin að hlakka svo mikið til jólanna. Ellefti var Gáttaþefur, - aldrei fékk sá kvef, og hafði þó svo hlálegt og heljarstórt nef. Hann ilm af laufabrauði upp á heiðar fann, og léttur, eins og reykur, á lyktina rann. Ketkrókur.Þjóðminjasafnið Ketkrókur Á Þorláksmessu, 23. desember, kemur Ketkrókur, sem er svo sólginn í ket. Í gamla daga rak hann langan krókstaf niður um eldhússtrompinn og krækti sér í hangiketslæri sem héngu uppi í rjáfrinu eða hangiketsbita upp úr pottinum en þá var hangiketið soðið á Þorláksmessu. Ketkrókur, sá tólfti, kunni á ýmsu lag. - Hann þrammaði í sveitina á Þorláksmessudag. Hann krækti sér í tutlu, þegar kostur var á. En stundum reyndist stuttur stauturinn hans þá. Kertasníkir.Þjóðminjasafnið Kertasníkir Kertasníkir kemur á aðfangadag, 24. desember. Í eldgamla daga voru kertin skærustu ljós sem fólk gat fengið. En þau voru svo sjaldgæf og dýrmæt að mesta gleði barnanna á jólunum var að fá sitt eigið kerti. Og aumingja Kertasníki langaði líka að eignast kerti. Þrettándi var Kertasníkir, - þá var tíðin köld, ef ekki kom hann síðastur á aðfangadagskvöld. Hann elti litlu börnin, sem brostu, glöð og fín, og trítluðu um bæinn með tólgarkertin sín. Heimild: Þjóðminjasafnið.
Jólasveinarnir Menning Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Sykurlausar sörur hinna lötu Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Málar listaverk á laufabrauð: Fallegustu kökurnar geymdar í áraraðir Jól Leit hafin að best skreytta húsinu á Íslandi Jól Segir engin jól án sörubaksturs Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira