Grétar Mar Jónsson: Ríkisstjórnin í gildru LÍÚ 3. maí 2010 09:12 Ríkisstjórn Íslands er að ganga í gildru LÍÚ varðandi veiðiráðgjöf í þorski og öðrum tegundum. LÍÚ er með meirihluta í stjórn Hafró, þeir eiga þar þrjá fulltrúa af fimm og hafa alltaf ráðið því sem þeir hafa viljað ráða hjá stofnuninni.LÍÚ hefur ávallt lagt blessun sína yfir togararallið, þótt það sé almennt talið illa til þess fallið að mæla stærð fiskistofna.Togararallið í ár er eins og pantað fyrir LÍÚ, sem vill ekki láta auka aflaheimildir í þorski af ótta við að það yrði gert með sama og með skötuselskvótann; að ríkið úthluti ekki til LÍÚ- manna heldur leigi aukakvótann beint út. Skipstjórnarmenn um allt land eru sammála um það að það sé óhætt að veiða meira af þorski en nú er gert. Margir telja að aukning um 100-150 þúsund tonn myndi ekki skaða stofninn. Samkvæmt gögnum Hafró væri þorskstofninn enn að stækka, þó svo að til kæmi 50.000 tonna aukning í veiðum.Það þarf að endurskoða öll vinnubrögð Hafró. Það þarf að fá erlenda fiskifræðinga, sem hafa rannsakað fiskgengd í Barentshafi, til að gera úttekt á Íslandsmiðum með sömu aðferðafræði og notuð er þar. Í Barentshafi hefur verið veitt umfram tillögur vísindamanna í áratugi, án þess að það hafi haft áhrif á stofnstærð, nema ef síður væri.Það hefur alltaf vakið furðu mína síðan það var staðfest að það eru margir þorskstofnar á Íslandsmiðum að menn skuli treysta sér út frá vísindalegum forsendum að úthluta einni heildartölu í alla þessa stofna. Segir það mér margt um vinnubrögð Hafró. Það er líka með ólíkindum að svokallaðir vísindamenn skuli úthluta kvóta í tonnum án tillits til meðalþyngdar á veiddum fiski.Það þarf að innleiða nýja hugsun og ný vinnubrögð hjá Hafró. Vinnubrögð Hafró geta vart talist vera vísindaleg, heldur virðast þau til þess fallin að þjóna sérhagsmunum frekar en heildarhagsmunum þjóðarinnar.Það er full ástæða til þess að stofna rannsóknarnefnd til að fara yfir vinnubrögð Hafró og tengsl stofnunarinnar við LÍÚ. Almenningur verður að geta treyst því að stofnanir ríkisins séu ekki undir valdi sérhagsmunahópa sem hafa það eitt að markmiði að tryggja eigin hagsmuni á kostnað heildarhagsmuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands er að ganga í gildru LÍÚ varðandi veiðiráðgjöf í þorski og öðrum tegundum. LÍÚ er með meirihluta í stjórn Hafró, þeir eiga þar þrjá fulltrúa af fimm og hafa alltaf ráðið því sem þeir hafa viljað ráða hjá stofnuninni.LÍÚ hefur ávallt lagt blessun sína yfir togararallið, þótt það sé almennt talið illa til þess fallið að mæla stærð fiskistofna.Togararallið í ár er eins og pantað fyrir LÍÚ, sem vill ekki láta auka aflaheimildir í þorski af ótta við að það yrði gert með sama og með skötuselskvótann; að ríkið úthluti ekki til LÍÚ- manna heldur leigi aukakvótann beint út. Skipstjórnarmenn um allt land eru sammála um það að það sé óhætt að veiða meira af þorski en nú er gert. Margir telja að aukning um 100-150 þúsund tonn myndi ekki skaða stofninn. Samkvæmt gögnum Hafró væri þorskstofninn enn að stækka, þó svo að til kæmi 50.000 tonna aukning í veiðum.Það þarf að endurskoða öll vinnubrögð Hafró. Það þarf að fá erlenda fiskifræðinga, sem hafa rannsakað fiskgengd í Barentshafi, til að gera úttekt á Íslandsmiðum með sömu aðferðafræði og notuð er þar. Í Barentshafi hefur verið veitt umfram tillögur vísindamanna í áratugi, án þess að það hafi haft áhrif á stofnstærð, nema ef síður væri.Það hefur alltaf vakið furðu mína síðan það var staðfest að það eru margir þorskstofnar á Íslandsmiðum að menn skuli treysta sér út frá vísindalegum forsendum að úthluta einni heildartölu í alla þessa stofna. Segir það mér margt um vinnubrögð Hafró. Það er líka með ólíkindum að svokallaðir vísindamenn skuli úthluta kvóta í tonnum án tillits til meðalþyngdar á veiddum fiski.Það þarf að innleiða nýja hugsun og ný vinnubrögð hjá Hafró. Vinnubrögð Hafró geta vart talist vera vísindaleg, heldur virðast þau til þess fallin að þjóna sérhagsmunum frekar en heildarhagsmunum þjóðarinnar.Það er full ástæða til þess að stofna rannsóknarnefnd til að fara yfir vinnubrögð Hafró og tengsl stofnunarinnar við LÍÚ. Almenningur verður að geta treyst því að stofnanir ríkisins séu ekki undir valdi sérhagsmunahópa sem hafa það eitt að markmiði að tryggja eigin hagsmuni á kostnað heildarhagsmuna.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun