Smíðaði fyrir Veru Wang 4. nóvember 2010 20:00 Orri Finnbogason. „Ég sæki minn innblástur í náttúruna, út í garð þar sem ég tíni laufblöð, blóm og annan gróður og smíða svo eftir þeim á mismunandi stigi þurrkunar. Þarf ekkert að leita lengra þar sem þessir fallegu hlutir eru þarna á jörðinnni," segir Orri Finnbogason gullsmiður. Hann er farinn að hanna og smíða skartgripi undir merkinu Orri Finn Design og hefur fengið góðar undirtektir.Tíska og hönnun hafa verið Orra hugleikin alveg frá því hann man eftir sér. Áhuginn leiddi til þess að hann afréð að verða gullsmiður en vegna þess hversu illa gekk að komast á samning á Íslandi ákvað hann að freista gæfunnar og flytjast til New York árið 1995.Orri Finnbogason hefur unnið fyrir stór nöfn í tískubransanum.„Þar komst ég loks inn á stofu sem sérhæfði sig í demantaísetningu og smíði og var settur í hlutverk svokallaðs „runner" áður en ég fékk eitthvað að smíða; þvældist stundum um borgina með vasa fulla af rándýrum demöntum og skarti," rifjar hann upp og getur þess að smám saman hafi hann fengið að fikra sig yfir í smíði og demantaísetningu. Hann hefur meðal annars unnið verkefni fyrir skartgripafyrirtækið Tiffany"s og heimsfræga tískuhönnuði á borð við Veru Wang.Orri bjó og starfaði að mestu leyti í New York í fimmtán ár, með stuttu hléi þó þegar hann sneri heim og dvaldi hér í stutta stund til að ljúka námi. Í New York hannaði hann og seldi eigin skartgripi.Skartgripirnar hafa vakið athygli fyrir fallegt handbragð og skemmtilega liti.Á síðasta ári flutti hann svo heim til Íslands og er nú eins og áður sagði farinn að selja gripina hérlendis. „Ég byrjaði bara á því að stofna Facebook-síðu undir Orri Finn Design og fékk góðar viðtökur," segir hann, og það eru orð að sönnu þar sem hann hefur eignast yfir 3.000 aðdáendur og skartið því augljóslega ekki síður vinsælt meðal Íslendinga en erlendra tískurisa. Það er nú fáanlegt í Kraumi og hjá Jens í Kringlunni. [email protected] Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Ég sæki minn innblástur í náttúruna, út í garð þar sem ég tíni laufblöð, blóm og annan gróður og smíða svo eftir þeim á mismunandi stigi þurrkunar. Þarf ekkert að leita lengra þar sem þessir fallegu hlutir eru þarna á jörðinnni," segir Orri Finnbogason gullsmiður. Hann er farinn að hanna og smíða skartgripi undir merkinu Orri Finn Design og hefur fengið góðar undirtektir.Tíska og hönnun hafa verið Orra hugleikin alveg frá því hann man eftir sér. Áhuginn leiddi til þess að hann afréð að verða gullsmiður en vegna þess hversu illa gekk að komast á samning á Íslandi ákvað hann að freista gæfunnar og flytjast til New York árið 1995.Orri Finnbogason hefur unnið fyrir stór nöfn í tískubransanum.„Þar komst ég loks inn á stofu sem sérhæfði sig í demantaísetningu og smíði og var settur í hlutverk svokallaðs „runner" áður en ég fékk eitthvað að smíða; þvældist stundum um borgina með vasa fulla af rándýrum demöntum og skarti," rifjar hann upp og getur þess að smám saman hafi hann fengið að fikra sig yfir í smíði og demantaísetningu. Hann hefur meðal annars unnið verkefni fyrir skartgripafyrirtækið Tiffany"s og heimsfræga tískuhönnuði á borð við Veru Wang.Orri bjó og starfaði að mestu leyti í New York í fimmtán ár, með stuttu hléi þó þegar hann sneri heim og dvaldi hér í stutta stund til að ljúka námi. Í New York hannaði hann og seldi eigin skartgripi.Skartgripirnar hafa vakið athygli fyrir fallegt handbragð og skemmtilega liti.Á síðasta ári flutti hann svo heim til Íslands og er nú eins og áður sagði farinn að selja gripina hérlendis. „Ég byrjaði bara á því að stofna Facebook-síðu undir Orri Finn Design og fékk góðar viðtökur," segir hann, og það eru orð að sönnu þar sem hann hefur eignast yfir 3.000 aðdáendur og skartið því augljóslega ekki síður vinsælt meðal Íslendinga en erlendra tískurisa. Það er nú fáanlegt í Kraumi og hjá Jens í Kringlunni. [email protected]
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira