Spænsku blöðin fara hamförum í umfjöllun sinni um klúður Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2010 13:30 Cristiano Ronaldo gat ekki leynt vonbrigðum sínum. Mynd/AFP Leikmenn Real Madrid hafa væntanlega sleppt því að líta í spænsku blöðin í morgun enda fór svo að spænsku blaðamennirnir fóru hamförum í harðorðri umfjöllun sinni það að dýrasta lið heims skyldi enn einu sinni detta út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Úr leik, bless meistarar, bless Pellegrini," sagði í fyrirsögn Marca sem er söluhæsta íþróttablaðið á Spáni. „Þetta er það sama ár eftir ár. Þeir hvítu féllu úr leik eftir að hafa mistekist að nýta frábær færi í fyrri hálfleik. Skiptingar Lyon í hálfleik breyttu leiknum, Higuain var enn óheppinn í Evrópu og Kaka komst aldrei í gang," sagði ennfremur í Marca. „Stórslys. Real Madrid gat ekki einu sinni unnið Lyon á Bernabeu," stóð á forsíðu AS sem er annað stórt íþróttablað í Madrid. Blaðamenn AS skrifuðu líka um martröð Real og að Lyon hefði átti skilið að fara áfram. „Fótbolti hefur engan verðmiða," var fyrirsögnin í El Pais og þar var farið ofan í það að Real Madrid eyddi 250 milljónum evra í leikmenn fyrir tímabilið til þess að gulltryggja það að liðið yrði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Bernabeu. El Pais endar grein sína á þessum orðum: „Fótboltatitlar eru ekki keyptir þeir eru unnir." Barcelona-blöðin El Mundo Deportivo og Sport voru bæði með sömu fyrirsögn. „KO" eða „Rotaðir" sem er vísun í hugtakið í hnefaleikum. „Madrid verður ekki í úrslitaleiknum á Bernabeu, verkefni Florentino klikkaði og liðið datt út úr 16 liða úrslitum sjötta árið í röð," sagði í El Mundo Deportivo. „Stóru mistökin" sagði á forsíðu Sport og undir voru myndir af þeim Perez, Pellegrini, Ronaldo og Kaka og hver og einn fékk stutta en grimma umsögn. „Florentino, niðurbrotinn. Búinn að kasta 300 milljónum fyrir borð." „Pellegrini, dauðadæmdur. Bernabeu vill að hann verði rekinn." „Cristiano, niðurlægður. Hann lofaði öllum titlum en hefur þegar tapað tveimur." „Kaka, næsta vandamál. Hann yfirgaf völlinn hraunandi yfir þjálfarann." Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Sjá meira
Leikmenn Real Madrid hafa væntanlega sleppt því að líta í spænsku blöðin í morgun enda fór svo að spænsku blaðamennirnir fóru hamförum í harðorðri umfjöllun sinni það að dýrasta lið heims skyldi enn einu sinni detta út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Úr leik, bless meistarar, bless Pellegrini," sagði í fyrirsögn Marca sem er söluhæsta íþróttablaðið á Spáni. „Þetta er það sama ár eftir ár. Þeir hvítu féllu úr leik eftir að hafa mistekist að nýta frábær færi í fyrri hálfleik. Skiptingar Lyon í hálfleik breyttu leiknum, Higuain var enn óheppinn í Evrópu og Kaka komst aldrei í gang," sagði ennfremur í Marca. „Stórslys. Real Madrid gat ekki einu sinni unnið Lyon á Bernabeu," stóð á forsíðu AS sem er annað stórt íþróttablað í Madrid. Blaðamenn AS skrifuðu líka um martröð Real og að Lyon hefði átti skilið að fara áfram. „Fótbolti hefur engan verðmiða," var fyrirsögnin í El Pais og þar var farið ofan í það að Real Madrid eyddi 250 milljónum evra í leikmenn fyrir tímabilið til þess að gulltryggja það að liðið yrði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Bernabeu. El Pais endar grein sína á þessum orðum: „Fótboltatitlar eru ekki keyptir þeir eru unnir." Barcelona-blöðin El Mundo Deportivo og Sport voru bæði með sömu fyrirsögn. „KO" eða „Rotaðir" sem er vísun í hugtakið í hnefaleikum. „Madrid verður ekki í úrslitaleiknum á Bernabeu, verkefni Florentino klikkaði og liðið datt út úr 16 liða úrslitum sjötta árið í röð," sagði í El Mundo Deportivo. „Stóru mistökin" sagði á forsíðu Sport og undir voru myndir af þeim Perez, Pellegrini, Ronaldo og Kaka og hver og einn fékk stutta en grimma umsögn. „Florentino, niðurbrotinn. Búinn að kasta 300 milljónum fyrir borð." „Pellegrini, dauðadæmdur. Bernabeu vill að hann verði rekinn." „Cristiano, niðurlægður. Hann lofaði öllum titlum en hefur þegar tapað tveimur." „Kaka, næsta vandamál. Hann yfirgaf völlinn hraunandi yfir þjálfarann."
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Sjá meira