ESB fyrirvararnir halda ekki! 19. ágúst 2010 06:00 Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur hefur skrifað greinar í Fréttablaðið að undanförnu um Evrópusambandið. Eða öllu heldur, hann hefur skrifað greinar um þá sem skrifa um Evrópusambandið. Og niðurstaða hans er að þeir sem eru andvígir því að Ísland gangi í ESB fari með fleipur, séu haldnir órum eða segi tröllasögur. Það staðhæfir þessi ágæti rithöfundur sem í hinu orðinu kallar eftir málefnalegri umræðu, segir að „óskandi væri að umræðan um ESB snerist um málefni.“ Síðasta grein hans heitir Vinstri græn og Evrópusambandið og fjallar aðallega um meint „raus“ Ögmundar Jónassonar. „Raus“ heitir það þegar andstæðingar ESB aðildar færa rök fyrir máli sínu. Í ágætri grein hafði Ögmundur rakið hvernig áhersla á markaðsvæðingu almannþjónustunnar hefði færst í vöxt samkvæmt tilskipunum frá Brussel, sótt hefði verið að samningsréttarkerfum launafólks og stefnumótun innan Evrópusambandsins færi í vaxandi mæli fram í dómssölum: „Þetta virðist mér vera að gerast“ skrifar ÖJ, „á vettvangi ESB: Aukin framsókn markaðsaflanna inn í lendur sem áður voru alfarið á vegum ríkis og sveitarfélaga og síðan hitt að dómstólar eru sífellt að verða meira stefnumótandi í málum sem eru í eðli sínu pólitísk, eða m.ö.o. lýðræðisleg úrlausnarefni, og snúa að skipulagi samfélagsins. Þetta vekur spurningar um hvort og hve lengi fyrirvarar sem kann að verða samið um halda gagnvart jafnræðisreglum sem dómstólar horfa jafnan til. Þegar jafnræðið snýr að markaðnum hafa félagslegir þættir oftar en ekki þurft að víkja fyrir kröfu um hömlulaus markaðsviðskipti.” Hér er vikið að grundvallarmáli. Halda fyrirvarar sem nú kann að verða samið um? Ekki minni maður en Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, segir svo ekki vera. Á sameiginlegum fréttamannafundi 27. júlí sl. með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, lýsti stækkunarstjóri ESB því yfir að það væri „ekki hægt að fá neinar varanlegar undanþágur frá lögum ESB,“ aðeins tímabundna aðlögun. Þegar í ofanálag bætist aukið vægi dómstólanna sem Ögmundur Jónasson vísar til, er veruleg ástæða til að velta fyrir sér hvort hugsanlegir ávinningar við samningaborð séu til að treysta á. Svo virðist ekki vera samkvæmt því sem best verður séð. Sér Guðmundur Andri aðra fleti sem ég kem ekki auga á hvað þetta snertir? Hvernig væri að hann léti af skætingsskrifum og hæfi málefnalega umræðu, til dæmis um þetta atriði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Skoðanir Skoðun Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur hefur skrifað greinar í Fréttablaðið að undanförnu um Evrópusambandið. Eða öllu heldur, hann hefur skrifað greinar um þá sem skrifa um Evrópusambandið. Og niðurstaða hans er að þeir sem eru andvígir því að Ísland gangi í ESB fari með fleipur, séu haldnir órum eða segi tröllasögur. Það staðhæfir þessi ágæti rithöfundur sem í hinu orðinu kallar eftir málefnalegri umræðu, segir að „óskandi væri að umræðan um ESB snerist um málefni.“ Síðasta grein hans heitir Vinstri græn og Evrópusambandið og fjallar aðallega um meint „raus“ Ögmundar Jónassonar. „Raus“ heitir það þegar andstæðingar ESB aðildar færa rök fyrir máli sínu. Í ágætri grein hafði Ögmundur rakið hvernig áhersla á markaðsvæðingu almannþjónustunnar hefði færst í vöxt samkvæmt tilskipunum frá Brussel, sótt hefði verið að samningsréttarkerfum launafólks og stefnumótun innan Evrópusambandsins færi í vaxandi mæli fram í dómssölum: „Þetta virðist mér vera að gerast“ skrifar ÖJ, „á vettvangi ESB: Aukin framsókn markaðsaflanna inn í lendur sem áður voru alfarið á vegum ríkis og sveitarfélaga og síðan hitt að dómstólar eru sífellt að verða meira stefnumótandi í málum sem eru í eðli sínu pólitísk, eða m.ö.o. lýðræðisleg úrlausnarefni, og snúa að skipulagi samfélagsins. Þetta vekur spurningar um hvort og hve lengi fyrirvarar sem kann að verða samið um halda gagnvart jafnræðisreglum sem dómstólar horfa jafnan til. Þegar jafnræðið snýr að markaðnum hafa félagslegir þættir oftar en ekki þurft að víkja fyrir kröfu um hömlulaus markaðsviðskipti.” Hér er vikið að grundvallarmáli. Halda fyrirvarar sem nú kann að verða samið um? Ekki minni maður en Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, segir svo ekki vera. Á sameiginlegum fréttamannafundi 27. júlí sl. með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, lýsti stækkunarstjóri ESB því yfir að það væri „ekki hægt að fá neinar varanlegar undanþágur frá lögum ESB,“ aðeins tímabundna aðlögun. Þegar í ofanálag bætist aukið vægi dómstólanna sem Ögmundur Jónasson vísar til, er veruleg ástæða til að velta fyrir sér hvort hugsanlegir ávinningar við samningaborð séu til að treysta á. Svo virðist ekki vera samkvæmt því sem best verður séð. Sér Guðmundur Andri aðra fleti sem ég kem ekki auga á hvað þetta snertir? Hvernig væri að hann léti af skætingsskrifum og hæfi málefnalega umræðu, til dæmis um þetta atriði?
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun