Er fækkun þingmanna raunhæf? Haukur Arnþórsson skrifar 22. nóvember 2010 11:59 Í grein í www.visir.is þann 17. nóv. s.l. fjallaði prófessor dr Þorvaldur Gylfason um fækkun alþingismanna og er það í framhaldi af fyrri ábendingum hans í sömu átt. Hann nefnir til sögunnar skoðanir Gylfa Þ. Gíslasonar og Ólafs Jóhannessonar frá 1946 um að fjöldi þingmanna geti verið 33 (Gylfi) eða 40 (Ólafur). Þorvaldur virðist telja að mæta megi áhrifum af fækkun þingmanna nú með auknum kröfum til þeirra sem sitji á Alþingi. Þorvaldur bendir á að með fækkun þingmanna megi „spara fé og lyfta Alþingi". Því oftar sem þessi mótsagnakennda skoðun Þorvaldar er birt í Fréttablaðinu eða á www.visir.is, því meira undrast maður að jafn virtur skólamaður og hann er skuli ekki hirða um að gera lesendum grein fyrir áhrifsmódelinu sem að baki skrifum hans býr og þeim skólakenningum sem skýra staðhæfingar hans. Eða hvernig má það vera að fækkun alþingismanna um allt að helming geti lyft Alþingi? Slík fullyrðing þarfnast greinargóðra skýringa. Ábendingar Gylfa Þ. Gíslasonar og Ólafs Jóhannessonar eru frá tíma þegar starfsemi Alþingis var með allt öðru sniði en nú er og umfang verkefna þess ósambærilegt. Af þessum ástæðum og fleirum verður ekki fjallað um þær, einungis bent á að einar og sér eru þær ekki mikið leiðarljós fyrir Alþingi í dag. Sú mynd af störfum Alþingis sem blasir við þjóðinni í sjónvarpi er á margan hátt villandi. Ýmislegt sem fram fer getur kastað rýrð á virðingu Alþingis og hvatt til laklegra vinnubragða. Starfsemi þingdeildarinnar er frjálsleg og ekki er tímasetning á viðburðum. Andsvör orka oft tvímælis, þau geta kippt fótunum undan góðum og vönduðum ræðum alþingismanna með einni hnitmiðaðri og ósanngjarnri athugasemd. Því er rétt að minna á að starfsemi Alþingis er að litlu leyti sýnileg almenningi. Mikið af hinum eiginlegu störfum Alþingis fer fram í nefndum þess. Þær eru 12 og nefndasæti eru 119, þannig að margir alþingismenn sitja í mörgum nefndum og eru það einkum stjórnarliðar. Þetta kerfi getur tæpast verið minna en það er. Í því efni gildir ekki endilega að lítil þjóð þurfi minna nefndastarf en stærri. Vissulega getur reglusetning í Danmörk verið eitthvað flóknari en á Íslandi, en samkvæmt vefjum þjóðþinga þessara ríkja er unninn tímafjöldi í nefndakerfi Alþingis innan við helmingur miðað við Folketinget. Og þá hlýtur maður að spyrja sig hvort íslenskir þingmenn hugsi tvöfalt hraðar en danskir. Ef taka á alvarlega hugmyndir um fækkun þingmanna verður að gera grein fyrir því hvaða áhrif það gæti haft á gæði starfa á Alþingi og afköst þess og hvernig það rækir hlutverk sitt í samfélaginu. Í þessu efni þarf að tilgreina leiðir, því máli skiptir hvort nefndum er einfaldlega fækkað, sem minnkar afköst hlutfallslega eða hvort nefndarmönnum er fækkað, sem minnkar afköst eftir flóknara módeli. Þá skiptir fundalengd og fundatíðni máli. Til greina kemur að rannsaka hvernig má ná sem mestri nýtingu út úr óvenjulega fámennu nefndakerfi og er bent á rannsóknaraðferðir leikjafræðinnar. Það að ráðherrar sitji ekki á þingi mun styrkja nefndakerfið, því þá fjölgar stjórnarliðum á Alþingi, það myndi einkum draga úr tíðni þess að einstakir þingmenn sitji í þremur nefndum. Alþingi hefur sjaldan verið óvinsælla en nú og það kann að vera auðsótt mál hjá almenningi að lækka kostnað við þinghaldið, hvort sem það er raunhæft eða æskilegt. Fækkun alþingismanna um allt að helming er stórmál og virðist ganga gegn útbreiddum sjónarmiðum um að styrkja þurfi störf löggjafarvaldsins. Því verður Þorvaldur Gylfason að gera grein fyrir því hvaða áhrif fækkunin getur haft á störf þingsins og ekki síst hvernig nefndastarfi þess verður háttað þegar fækkunartillögur hans hafa verið framkvæmdar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Í grein í www.visir.is þann 17. nóv. s.l. fjallaði prófessor dr Þorvaldur Gylfason um fækkun alþingismanna og er það í framhaldi af fyrri ábendingum hans í sömu átt. Hann nefnir til sögunnar skoðanir Gylfa Þ. Gíslasonar og Ólafs Jóhannessonar frá 1946 um að fjöldi þingmanna geti verið 33 (Gylfi) eða 40 (Ólafur). Þorvaldur virðist telja að mæta megi áhrifum af fækkun þingmanna nú með auknum kröfum til þeirra sem sitji á Alþingi. Þorvaldur bendir á að með fækkun þingmanna megi „spara fé og lyfta Alþingi". Því oftar sem þessi mótsagnakennda skoðun Þorvaldar er birt í Fréttablaðinu eða á www.visir.is, því meira undrast maður að jafn virtur skólamaður og hann er skuli ekki hirða um að gera lesendum grein fyrir áhrifsmódelinu sem að baki skrifum hans býr og þeim skólakenningum sem skýra staðhæfingar hans. Eða hvernig má það vera að fækkun alþingismanna um allt að helming geti lyft Alþingi? Slík fullyrðing þarfnast greinargóðra skýringa. Ábendingar Gylfa Þ. Gíslasonar og Ólafs Jóhannessonar eru frá tíma þegar starfsemi Alþingis var með allt öðru sniði en nú er og umfang verkefna þess ósambærilegt. Af þessum ástæðum og fleirum verður ekki fjallað um þær, einungis bent á að einar og sér eru þær ekki mikið leiðarljós fyrir Alþingi í dag. Sú mynd af störfum Alþingis sem blasir við þjóðinni í sjónvarpi er á margan hátt villandi. Ýmislegt sem fram fer getur kastað rýrð á virðingu Alþingis og hvatt til laklegra vinnubragða. Starfsemi þingdeildarinnar er frjálsleg og ekki er tímasetning á viðburðum. Andsvör orka oft tvímælis, þau geta kippt fótunum undan góðum og vönduðum ræðum alþingismanna með einni hnitmiðaðri og ósanngjarnri athugasemd. Því er rétt að minna á að starfsemi Alþingis er að litlu leyti sýnileg almenningi. Mikið af hinum eiginlegu störfum Alþingis fer fram í nefndum þess. Þær eru 12 og nefndasæti eru 119, þannig að margir alþingismenn sitja í mörgum nefndum og eru það einkum stjórnarliðar. Þetta kerfi getur tæpast verið minna en það er. Í því efni gildir ekki endilega að lítil þjóð þurfi minna nefndastarf en stærri. Vissulega getur reglusetning í Danmörk verið eitthvað flóknari en á Íslandi, en samkvæmt vefjum þjóðþinga þessara ríkja er unninn tímafjöldi í nefndakerfi Alþingis innan við helmingur miðað við Folketinget. Og þá hlýtur maður að spyrja sig hvort íslenskir þingmenn hugsi tvöfalt hraðar en danskir. Ef taka á alvarlega hugmyndir um fækkun þingmanna verður að gera grein fyrir því hvaða áhrif það gæti haft á gæði starfa á Alþingi og afköst þess og hvernig það rækir hlutverk sitt í samfélaginu. Í þessu efni þarf að tilgreina leiðir, því máli skiptir hvort nefndum er einfaldlega fækkað, sem minnkar afköst hlutfallslega eða hvort nefndarmönnum er fækkað, sem minnkar afköst eftir flóknara módeli. Þá skiptir fundalengd og fundatíðni máli. Til greina kemur að rannsaka hvernig má ná sem mestri nýtingu út úr óvenjulega fámennu nefndakerfi og er bent á rannsóknaraðferðir leikjafræðinnar. Það að ráðherrar sitji ekki á þingi mun styrkja nefndakerfið, því þá fjölgar stjórnarliðum á Alþingi, það myndi einkum draga úr tíðni þess að einstakir þingmenn sitji í þremur nefndum. Alþingi hefur sjaldan verið óvinsælla en nú og það kann að vera auðsótt mál hjá almenningi að lækka kostnað við þinghaldið, hvort sem það er raunhæft eða æskilegt. Fækkun alþingismanna um allt að helming er stórmál og virðist ganga gegn útbreiddum sjónarmiðum um að styrkja þurfi störf löggjafarvaldsins. Því verður Þorvaldur Gylfason að gera grein fyrir því hvaða áhrif fækkunin getur haft á störf þingsins og ekki síst hvernig nefndastarfi þess verður háttað þegar fækkunartillögur hans hafa verið framkvæmdar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun