Fjórir snyrtipinnar: Á meðan bíllinn bíður 12. nóvember 2010 15:45 Þorbjörn er hrifinn af vestum og aðsniðnum jakkafötum. Fréttablaðið/Valli Margt getur orðið til þess að menn verða seinir fyrir þegar búið er að mæla sér mót. Hver mínúta er því dýrmæt ef útlitið á að vera í lagi. Fréttablaðið fékk fjóra annálaða snyrtipinna til að segja frá því hvernig þeir myndu verja tíu dýrmætum mínútum í að taka sig til, meðan leigubíllinn biði fyrir utan.Tímaþröng ekki nægjanleg afsökunÞorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2, segir góðan klæðaburð snúast um virðingu fyrir náunganum og sjálfum sér. „Tímaþröng er engin afsökun fyrir því að vera illa til fara,“ segir Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2. „Mark Twain sagði að fötin sköpuðu manninn því nakið fólk hefði lítil eða engin áhrif í samfélaginu. Það var rétt hjá honum. Það skiptir í raun og veru ekki máli þótt tíminn sé naumur, það er engin afsökun fyrir því að vera illa til fara, enda eru karlmenn yfirleitt snöggir að hafa sig til."Sjálfur segist Þorbjörn ekki þurfa mikið meira en fimm mínútur í að taka sig til áður en hann fer út. „Maður klæðir sig vel ekki síst til að sýna náunganum virðingu, maður færi til dæmis aldrei illa til hafður í matarboð til ættingja sinna. Ef manni líður vel í fallegum fötum, þá hættir maður sjálfur að veita þeim athygli, og getur farið að hugsa um eitthvað annað sem skiptir meira máli." Þorbjörn er með klassískan stíl og er hrifinn af vestum og aðsniðnum jakkafötum. „Af þeim jakkafötum sem ég er með í notkun núna er ég með þrenn „three-piece" jakkaföt. Vestið getur líka gengið við flottar gallabuxur. Ef maður vill vera flottur í vesti en ekki of uppstrílaður þá sleppir maður bindinu og hefur eina til tvær tölur fráhnepptar á skyrtunni."- jmaFlott hár og hálstau gera gæfumuninnÓtrúlegt en satt þá þarf Guðmundur aðeins fáeinar mínútur til að líta út eins og fyrirsæta úr tískublaði. Fréttablaðið/ValliFatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson þarf ekki langan tíma til að líta út eins og breskur aðalsmaður. Guðmundur er starfsmaður í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar og snyrtimennskan uppmáluð. Hann þykir ávallt vera óaðfinnanlega til fara, minnir stundum eilítið á breskan lávarð. Inntur út í hvort aðeins tíu mínútur dygðu til að dressa sig upp fyrir kvöldið er hann ekki lengi til svars.„Ég myndi líklegast greiða mér, fara í fallega skyrtu og setja upp hálstau," svarar hann hress í bragði og bætir við eftir stutta umhugsun: „Svo fengi ég mér eitt skot af Prins Póló og svo annað af Supertramp. Þá er G. Jör mættur á svæðið," segir hann og telur ekki meira þurfa til að líta vel út áður en haldið er út á lífið.- rveHristir sig og sleppir brókArnar Grant á ekki í vandræðum með að gera sig tilbúinn á innan við tíu mínútum. Fréttablaðið/ValliEf einkaþjálfarinn Arnar Grant hefði allan tíma í heimi til að taka sig til fyrir djammið myndi hann í mesta lagi taka sér þrjátíu mínútur. Hann segir tíu mínútur vel geta dugað.„Ef maður er þokkalega vel klipptur þarf ekki mikið lengri tíma," segir hann og lýsir því hvernig hann myndi bera sig að ef hann hefði einungis tíu mínútur til að taka sig til fyrir rúnt í bænum:„Ég myndi byrja á því að stökkva í sturtu. Það tekur tvær mínútur. Til að flýta fyrir myndi ég hrista mig eins og hundarnir á eftir og spara þannig tímann sem fer í að nota handklæði. Að því loknu myndi ég setja svitalyktareyði undir hendurnar og gel í hárið. Það tekur samtals tvær mínútur og fara ein og hálf í hárið. Ef mér skyldi hins vegar mistakast með hárið þyrfti ég að skola úr því og byrja aftur.Því næst myndi ég hoppa í síðerma skyrtu. Ég er alltaf tilbúinn með straujaðar skyrtur inni í skáp. Ég myndi hins vegar ekki hafa tíma til að hneppa henni mikið en það er bara kúl. Ég myndi síðan fara í gallabuxur en gleyma viljandi að fara í brók - svona til að spara tíma. Síðan færi ég í sokka og strigaskó í fínni kantinum og gripi með mér jakka í stíl við veðrið. Ég held að á heildina séu þetta ekki mikið meira en sjö mínútur en ef ég væri að fara eitthvað aðeins fínna myndi ég setja á mig bindi sem þýðir ein og hálf mínúta til viðbótar." - veKalt vatnsglas á leiðinni útÞað tekur Teit ekki nema fimm mínútur að taka sig til. Fréttablaðið/ValliTeitur Þorkelsson kemur miklu í verk á tíu mínútum. Hann nær jafnvel að slappa aðeins af áður en hann rýkur af stað.„Af þessum tíu mínútum fara fimm í ýmislegt, afslöppun og kalt vatnsglas, jafnvel tannburstun. Líklega eru fötin önnur fimm mínútna aðgerð: Svört eða hvít skyrta, svartur jakki og bindið um hálsinn. Má alltaf grípa til þess ef aðstæður krefja. Þetta virkar við allt, gallabuxur og meira að segja ljósar stuttbuxur, neongræna sokka og götuskó. Stuttbuxnaútgáfan vekur alltaf kátínu. Svo er það bara „franskur þvottur" og út ég fer, til í hvað sem er." -rat Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Margt getur orðið til þess að menn verða seinir fyrir þegar búið er að mæla sér mót. Hver mínúta er því dýrmæt ef útlitið á að vera í lagi. Fréttablaðið fékk fjóra annálaða snyrtipinna til að segja frá því hvernig þeir myndu verja tíu dýrmætum mínútum í að taka sig til, meðan leigubíllinn biði fyrir utan.Tímaþröng ekki nægjanleg afsökunÞorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2, segir góðan klæðaburð snúast um virðingu fyrir náunganum og sjálfum sér. „Tímaþröng er engin afsökun fyrir því að vera illa til fara,“ segir Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2. „Mark Twain sagði að fötin sköpuðu manninn því nakið fólk hefði lítil eða engin áhrif í samfélaginu. Það var rétt hjá honum. Það skiptir í raun og veru ekki máli þótt tíminn sé naumur, það er engin afsökun fyrir því að vera illa til fara, enda eru karlmenn yfirleitt snöggir að hafa sig til."Sjálfur segist Þorbjörn ekki þurfa mikið meira en fimm mínútur í að taka sig til áður en hann fer út. „Maður klæðir sig vel ekki síst til að sýna náunganum virðingu, maður færi til dæmis aldrei illa til hafður í matarboð til ættingja sinna. Ef manni líður vel í fallegum fötum, þá hættir maður sjálfur að veita þeim athygli, og getur farið að hugsa um eitthvað annað sem skiptir meira máli." Þorbjörn er með klassískan stíl og er hrifinn af vestum og aðsniðnum jakkafötum. „Af þeim jakkafötum sem ég er með í notkun núna er ég með þrenn „three-piece" jakkaföt. Vestið getur líka gengið við flottar gallabuxur. Ef maður vill vera flottur í vesti en ekki of uppstrílaður þá sleppir maður bindinu og hefur eina til tvær tölur fráhnepptar á skyrtunni."- jmaFlott hár og hálstau gera gæfumuninnÓtrúlegt en satt þá þarf Guðmundur aðeins fáeinar mínútur til að líta út eins og fyrirsæta úr tískublaði. Fréttablaðið/ValliFatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson þarf ekki langan tíma til að líta út eins og breskur aðalsmaður. Guðmundur er starfsmaður í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar og snyrtimennskan uppmáluð. Hann þykir ávallt vera óaðfinnanlega til fara, minnir stundum eilítið á breskan lávarð. Inntur út í hvort aðeins tíu mínútur dygðu til að dressa sig upp fyrir kvöldið er hann ekki lengi til svars.„Ég myndi líklegast greiða mér, fara í fallega skyrtu og setja upp hálstau," svarar hann hress í bragði og bætir við eftir stutta umhugsun: „Svo fengi ég mér eitt skot af Prins Póló og svo annað af Supertramp. Þá er G. Jör mættur á svæðið," segir hann og telur ekki meira þurfa til að líta vel út áður en haldið er út á lífið.- rveHristir sig og sleppir brókArnar Grant á ekki í vandræðum með að gera sig tilbúinn á innan við tíu mínútum. Fréttablaðið/ValliEf einkaþjálfarinn Arnar Grant hefði allan tíma í heimi til að taka sig til fyrir djammið myndi hann í mesta lagi taka sér þrjátíu mínútur. Hann segir tíu mínútur vel geta dugað.„Ef maður er þokkalega vel klipptur þarf ekki mikið lengri tíma," segir hann og lýsir því hvernig hann myndi bera sig að ef hann hefði einungis tíu mínútur til að taka sig til fyrir rúnt í bænum:„Ég myndi byrja á því að stökkva í sturtu. Það tekur tvær mínútur. Til að flýta fyrir myndi ég hrista mig eins og hundarnir á eftir og spara þannig tímann sem fer í að nota handklæði. Að því loknu myndi ég setja svitalyktareyði undir hendurnar og gel í hárið. Það tekur samtals tvær mínútur og fara ein og hálf í hárið. Ef mér skyldi hins vegar mistakast með hárið þyrfti ég að skola úr því og byrja aftur.Því næst myndi ég hoppa í síðerma skyrtu. Ég er alltaf tilbúinn með straujaðar skyrtur inni í skáp. Ég myndi hins vegar ekki hafa tíma til að hneppa henni mikið en það er bara kúl. Ég myndi síðan fara í gallabuxur en gleyma viljandi að fara í brók - svona til að spara tíma. Síðan færi ég í sokka og strigaskó í fínni kantinum og gripi með mér jakka í stíl við veðrið. Ég held að á heildina séu þetta ekki mikið meira en sjö mínútur en ef ég væri að fara eitthvað aðeins fínna myndi ég setja á mig bindi sem þýðir ein og hálf mínúta til viðbótar." - veKalt vatnsglas á leiðinni útÞað tekur Teit ekki nema fimm mínútur að taka sig til. Fréttablaðið/ValliTeitur Þorkelsson kemur miklu í verk á tíu mínútum. Hann nær jafnvel að slappa aðeins af áður en hann rýkur af stað.„Af þessum tíu mínútum fara fimm í ýmislegt, afslöppun og kalt vatnsglas, jafnvel tannburstun. Líklega eru fötin önnur fimm mínútna aðgerð: Svört eða hvít skyrta, svartur jakki og bindið um hálsinn. Má alltaf grípa til þess ef aðstæður krefja. Þetta virkar við allt, gallabuxur og meira að segja ljósar stuttbuxur, neongræna sokka og götuskó. Stuttbuxnaútgáfan vekur alltaf kátínu. Svo er það bara „franskur þvottur" og út ég fer, til í hvað sem er." -rat
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira