Þjóðin á listaverkin í bönkunum Svavar Gestsson skrifar 19. júlí 2010 06:00 Þegar bankarnir voru einkavæddir fengu kaupendur þeirra mörg hlunnindin fyrir ekki neitt. Þetta gerðist reyndar ekki aðeins með bankana. Þannig er sagt að Sementsverksmiðja ríkisins hafi átt jörð sem fylgdi þegar verksmiðjan var einkavædd. Fyrsta verk hinna nýju eigenda var að hluta jörðina niður í sumarbústaðalönd og selja. Andvirði sumarbústaðalóðanna á að hafa dugað fyrir því sem borgað var fyrir verksmiðjuna. Þannig æddi einkavæðingin áfram eins og skriðdrekar í stríði eða eins og engisprettuher. Einkavæðingin skeytti hvorki um skömm né heiður. Svo mikið lá á að koma eignunum án hirðis í hendur græðginnar að aldrei var spurt um neitt annað en debet og kredit og illa það eins og fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þegar bankarnir voru einkavæddir fylgdu þeim hundruð listaverka og þau voru ekki metin á einseyring við sölu bankanna. Þjóðin átti reyndar listaverkin í raun því hún átti bankana. Það var ekkert tekið fram um listaverkin sérstaklega. Það var og er bannað að láta af hendi eigur ríkisins nema með sérstökum lögum. Það er því hægt að halda því fram að ríkið eigi verkin af því að þau hafi ekki verið látið af hendi með löglegum hætti. Þess vegna er allt annað fráleitt en það að ríkið eignist verkin núna og að líta ber þannig á að ríkið, það er þjóðin, eigi verkin. Skilanefndirnar eru engar listaverkasjoppur. Þjóðin á verkin. Eðlilegast væri að Listasafn Íslands tæki öll verkin undir sína umsjá. Síðan á Listasafn Íslands að taka það af verkunum sem safnið þarf til þess að tryggja heildaryfirsýn yfir íslenska myndlist. Það sem þá er eftir á að selja á uppboði til ágóða fyrir íslenska myndlist. Þetta er svona einfalt. Það er fáránlegt að taka öðru vísi á málinu. Nú hefur menntamálaráðherra tryggt ríkinu forgangsaðgang að verkum þessum í sjö ár. Það er frábært. Þau sjö ár á að nota til þess að merkja þjóðinni þessi verk. Auk þess er það því miður svo að verk þessi í svo stórum stíl geta ekki skipt sköpum fyrir afkomu kröfuhafanna sem sagðir eru eiga bankanna. Og ef í nauðir rekur má taka verkin eignarnámi með lögum í þágu þjóðarinnar. Það hefur áður verið gert; Hótel Borg var tekin eignarnámi á stríðsárunum. Við höfum átt í efnahagslegu stríði. Rökin eru þau sömu nú og þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Þegar bankarnir voru einkavæddir fengu kaupendur þeirra mörg hlunnindin fyrir ekki neitt. Þetta gerðist reyndar ekki aðeins með bankana. Þannig er sagt að Sementsverksmiðja ríkisins hafi átt jörð sem fylgdi þegar verksmiðjan var einkavædd. Fyrsta verk hinna nýju eigenda var að hluta jörðina niður í sumarbústaðalönd og selja. Andvirði sumarbústaðalóðanna á að hafa dugað fyrir því sem borgað var fyrir verksmiðjuna. Þannig æddi einkavæðingin áfram eins og skriðdrekar í stríði eða eins og engisprettuher. Einkavæðingin skeytti hvorki um skömm né heiður. Svo mikið lá á að koma eignunum án hirðis í hendur græðginnar að aldrei var spurt um neitt annað en debet og kredit og illa það eins og fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þegar bankarnir voru einkavæddir fylgdu þeim hundruð listaverka og þau voru ekki metin á einseyring við sölu bankanna. Þjóðin átti reyndar listaverkin í raun því hún átti bankana. Það var ekkert tekið fram um listaverkin sérstaklega. Það var og er bannað að láta af hendi eigur ríkisins nema með sérstökum lögum. Það er því hægt að halda því fram að ríkið eigi verkin af því að þau hafi ekki verið látið af hendi með löglegum hætti. Þess vegna er allt annað fráleitt en það að ríkið eignist verkin núna og að líta ber þannig á að ríkið, það er þjóðin, eigi verkin. Skilanefndirnar eru engar listaverkasjoppur. Þjóðin á verkin. Eðlilegast væri að Listasafn Íslands tæki öll verkin undir sína umsjá. Síðan á Listasafn Íslands að taka það af verkunum sem safnið þarf til þess að tryggja heildaryfirsýn yfir íslenska myndlist. Það sem þá er eftir á að selja á uppboði til ágóða fyrir íslenska myndlist. Þetta er svona einfalt. Það er fáránlegt að taka öðru vísi á málinu. Nú hefur menntamálaráðherra tryggt ríkinu forgangsaðgang að verkum þessum í sjö ár. Það er frábært. Þau sjö ár á að nota til þess að merkja þjóðinni þessi verk. Auk þess er það því miður svo að verk þessi í svo stórum stíl geta ekki skipt sköpum fyrir afkomu kröfuhafanna sem sagðir eru eiga bankanna. Og ef í nauðir rekur má taka verkin eignarnámi með lögum í þágu þjóðarinnar. Það hefur áður verið gert; Hótel Borg var tekin eignarnámi á stríðsárunum. Við höfum átt í efnahagslegu stríði. Rökin eru þau sömu nú og þá.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun