Utan vallar: Rétt ákvörðun hjá stjórn KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. september 2010 08:00 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Ákvörðun stjórnar KSÍ að veita U-21 árs liðinu forgang á undan A-landsliðinu að leikmönnum er einstök og sitt sýnist hverjum um hana. Reyndar virðist mér fleiri styðja hana og ég er í þeim hópi. Ég er á því að KSÍ hafi tekið hárrétta ákvörðun aldrei þessu vant. Strákarnir í þessu U-21 árs liði er einhver besti hópur sem hefur komið upp í karlaboltanum lengi og það þarf að hlúa vel að þeim. Valið að þessu sinni stendur á milli einstaks tækifæris, sem er að komast á lokamót EM, eða spila næsta tilgangslausan leik með A-liðinu. Mitt álit er að strákarnir græði mun meira á þessum tveimur leikjum og ef þeim tekst ætlunarverk sitt fá þeir í ofanálag reynslu sem er ómetanleg. Mér fannst þetta því alltaf borðleggjandi ákvörðun miðað við núverandi stöðu. Því má heldur ekki gleyma að ákvörðunin segir meira en mörg orð um stöðu Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara. Ólafur hefur ekki náð neinum árangri með landsliðið og aðeins unnið einn alvöru leik á þremur árum í starfi. Sú staðreynd að liðið missteig sig enn eina ferðina í upphafi núverandi undankeppni, og í raun eyðilagði alla möguleika sína á að gera nokkurn skapaðan hlut, auðveldaði ákvörðun stjórnar KSÍ. Ólafur getur því að mörgu leyti kennt sjálfum sér um. Ólafur gæti hæglega litið á málið sem svo að verið sé að vaða yfir hann á skítugum skónum. Auðvitað er verið að gera það að vissu leyti en hann veit, eins og allir, að hann er ekki í sterkri stöðu til þess að þenja sig. Hann ákveður því að þegja þunnu hljóði um málið. Ef einhver árangur hefði náðst í þeim leikjum þá væri allt annað upp á teningnum. Þá efa ég að stjórnin hefði tekið þessa ákvörðun. Hún er örugglega ekki léttvæg því með þessari ákvörðun er í raun verið að gjaldfella A-landsliðið og þjálfarann. Ólafur er aftur á móti ekki að ná nokkrum árangri og því er hann réttilega settur á bekkinn að þessu sinni. Það er von mín að strákarnir klári dæmið og fari alla leið. Að komast á Evrópumót með aðeins átta þjóðum er einstakur árangur og segir meira en mörg orð um hversu gott þetta U-21 árs lið okkar er. KSÍ þarf að vanda til verka á næstu árum og sjá til þess að hlúð verði á réttan hátt að þessum strákum svo þeir geti lyft A-landsliðinu á þann stall sem það á að vera á. Þessir strákar hafa alla burði til þess að lyfta þessu landsliði á hærra plan en það hefur áður náð. Ef það takmark á að nást þarf líka hæfan mann í brúna. Mun hæfari en þann sem þar er fyrir því hann einfaldlega virðist ekki ráða við starfið. Það ber árangur síðustu þriggja ára vitni um. KSÍ steig jákvætt skref í rétta átt með þessari ákvörðun og það er von mín að því lánist að taka fleiri slíkar ákvarðanir á næstu misserum. Íslenski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Ákvörðun stjórnar KSÍ að veita U-21 árs liðinu forgang á undan A-landsliðinu að leikmönnum er einstök og sitt sýnist hverjum um hana. Reyndar virðist mér fleiri styðja hana og ég er í þeim hópi. Ég er á því að KSÍ hafi tekið hárrétta ákvörðun aldrei þessu vant. Strákarnir í þessu U-21 árs liði er einhver besti hópur sem hefur komið upp í karlaboltanum lengi og það þarf að hlúa vel að þeim. Valið að þessu sinni stendur á milli einstaks tækifæris, sem er að komast á lokamót EM, eða spila næsta tilgangslausan leik með A-liðinu. Mitt álit er að strákarnir græði mun meira á þessum tveimur leikjum og ef þeim tekst ætlunarverk sitt fá þeir í ofanálag reynslu sem er ómetanleg. Mér fannst þetta því alltaf borðleggjandi ákvörðun miðað við núverandi stöðu. Því má heldur ekki gleyma að ákvörðunin segir meira en mörg orð um stöðu Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara. Ólafur hefur ekki náð neinum árangri með landsliðið og aðeins unnið einn alvöru leik á þremur árum í starfi. Sú staðreynd að liðið missteig sig enn eina ferðina í upphafi núverandi undankeppni, og í raun eyðilagði alla möguleika sína á að gera nokkurn skapaðan hlut, auðveldaði ákvörðun stjórnar KSÍ. Ólafur getur því að mörgu leyti kennt sjálfum sér um. Ólafur gæti hæglega litið á málið sem svo að verið sé að vaða yfir hann á skítugum skónum. Auðvitað er verið að gera það að vissu leyti en hann veit, eins og allir, að hann er ekki í sterkri stöðu til þess að þenja sig. Hann ákveður því að þegja þunnu hljóði um málið. Ef einhver árangur hefði náðst í þeim leikjum þá væri allt annað upp á teningnum. Þá efa ég að stjórnin hefði tekið þessa ákvörðun. Hún er örugglega ekki léttvæg því með þessari ákvörðun er í raun verið að gjaldfella A-landsliðið og þjálfarann. Ólafur er aftur á móti ekki að ná nokkrum árangri og því er hann réttilega settur á bekkinn að þessu sinni. Það er von mín að strákarnir klári dæmið og fari alla leið. Að komast á Evrópumót með aðeins átta þjóðum er einstakur árangur og segir meira en mörg orð um hversu gott þetta U-21 árs lið okkar er. KSÍ þarf að vanda til verka á næstu árum og sjá til þess að hlúð verði á réttan hátt að þessum strákum svo þeir geti lyft A-landsliðinu á þann stall sem það á að vera á. Þessir strákar hafa alla burði til þess að lyfta þessu landsliði á hærra plan en það hefur áður náð. Ef það takmark á að nást þarf líka hæfan mann í brúna. Mun hæfari en þann sem þar er fyrir því hann einfaldlega virðist ekki ráða við starfið. Það ber árangur síðustu þriggja ára vitni um. KSÍ steig jákvætt skref í rétta átt með þessari ákvörðun og það er von mín að því lánist að taka fleiri slíkar ákvarðanir á næstu misserum.
Íslenski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira