Umfjöllun: Afturelding hafði betur í nýliðaslagnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. október 2010 20:58 Það var ótrúleg stemning í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi er heimamenn mættu Aftureldingu í nýliðaslag N1-deildar karla í kvöld. Svo fór að gestirnir höfðu betur, 26-24, í leik sem einkenndist fyrst og fremst að gríðarlega mikilli baráttu og á köflum miklum æsingi, bæði innan vallar sem og á áhorfendapöllunum. Jafnræði var með liðunum þar til að Hafþór Einarsson, markvörður Aftureldingar, lokaði markinu í um tíu mínútur í lok fyrri hálfleiks og gestirnir náðu að breyta stöðunni úr 7-6 í 7-11. En Selfyssingar náðu að skora tvö mikilvæg mörk á lokamínútu fyrri hálfleiks og laga þannig aðeins stöðuna áður en hálfleikurinn var flautaður af. Heimamenn tóku sig þó saman í andlitinu og bættu sig mikið, bæði í sókn og vörn, í síðari hálfleik og tóku völdin í leiknum. Á fimmtán mínútna kafla skoruðu þeir tíu mörk gegn þremur og höfðu þægilega forystu, 20-17, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. En þá virtist allt riðlast hjá Selfyssingum. Gestirnir fóru að skjóta grimmt að utan og komust í forystu með því að skora fjögur mörk í röð. Þeir nýttu sér meðbyrinn og náðu að sigla fram úr á lokamínútunum. Leikurinn var spennandi þar til á síðustu tveimur mínútunum er heimamenn misstu endanlega öll tök á leiknum og gestirnir tryggðu sér sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Hafþór sýndi frábær tilþrif í fyrri hálfleik en það dró undan honum í þeim síðari. En þegar gestirnir misstu markvörsluna þá stigu aðrir menn upp og kláruðu leikinn glæsilega. Bjarni Aron Þórðarson var atkvæðamikill á lokakaflanum og þeir Hrafn Ingvarsson og Jóhann Jóhansson létu einnig mikið af sér kveða. Varnarleikur beggja liða var ágætur í dag en sóknarleikurinn misjafn. Mosfellingar gátu þó sótt á fleiri mönnum og ekki fyrr en í síðari hálfleik að sóknarleikur heimamanna fór að dreifast á fleiri en bara þá Atla Kristinsson og Ragnar Jóhannsson. Birkir Bragason, markvörður Selfoss, átti einnig fínan síðari hálfleik, sem dugði þó ekki til þegar uppi var staðið. Selfoss - Afturelding 24 - 26 (9-11) Mörk Selfoss (skot): Atli Kristinsson 7 (18), Ragnar Jóhannsson 6 (13/1), Guðjón F. Drengsson 5/2 (8/3), Helgi Héðinsson 2 (3), Hörður Bjarnason 1 (2), Atli Einarsson 1 (2), Einar Héðinsson 1 (2), Árni Steinþórsson 1 (2), Eyþór Lárusson (1). Varin skot: Birkir Bragason 16 (42/2, 38%). Hraðaupphlaup: 3 (Guðjón F. 1, Atli 1, Ragnar 1). Fiskuð víti: 4 (Atli 2, Eyþór 1, Ragnar 1). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 8/2 (13/2), Hrafn Ingvarsson 4 (8), Jón Andri Helgason 4 (6), Jóhann Jóhannsson 3 (6), Arnar Theódórsson 2 (4), Pétur Júníusson 2 (2), Ásgeir Jónsson 1 (2), Reynir Árnason 1 (2), Eyþór Vestmann 1 (1), Aron Gylfason (2). Varin skot: Hafþór Einarsson 17/1 (36/3, 47%), Smári Guðfinsson 4/1 (9/1, 44%). Hraðaupphlaup: 6 (Jón Andri 3, Hrafn 2, Arnar 1). Fiskuð víti: 2 (Bjarni Aron, Þorkell, Ásgeir 1, Hrafn 1). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Kári Garðarsson og Magnús Jónsson. Misstu línuna í seinni hálfleik. Olís-deild karla Mest lesið Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
Það var ótrúleg stemning í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi er heimamenn mættu Aftureldingu í nýliðaslag N1-deildar karla í kvöld. Svo fór að gestirnir höfðu betur, 26-24, í leik sem einkenndist fyrst og fremst að gríðarlega mikilli baráttu og á köflum miklum æsingi, bæði innan vallar sem og á áhorfendapöllunum. Jafnræði var með liðunum þar til að Hafþór Einarsson, markvörður Aftureldingar, lokaði markinu í um tíu mínútur í lok fyrri hálfleiks og gestirnir náðu að breyta stöðunni úr 7-6 í 7-11. En Selfyssingar náðu að skora tvö mikilvæg mörk á lokamínútu fyrri hálfleiks og laga þannig aðeins stöðuna áður en hálfleikurinn var flautaður af. Heimamenn tóku sig þó saman í andlitinu og bættu sig mikið, bæði í sókn og vörn, í síðari hálfleik og tóku völdin í leiknum. Á fimmtán mínútna kafla skoruðu þeir tíu mörk gegn þremur og höfðu þægilega forystu, 20-17, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. En þá virtist allt riðlast hjá Selfyssingum. Gestirnir fóru að skjóta grimmt að utan og komust í forystu með því að skora fjögur mörk í röð. Þeir nýttu sér meðbyrinn og náðu að sigla fram úr á lokamínútunum. Leikurinn var spennandi þar til á síðustu tveimur mínútunum er heimamenn misstu endanlega öll tök á leiknum og gestirnir tryggðu sér sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Hafþór sýndi frábær tilþrif í fyrri hálfleik en það dró undan honum í þeim síðari. En þegar gestirnir misstu markvörsluna þá stigu aðrir menn upp og kláruðu leikinn glæsilega. Bjarni Aron Þórðarson var atkvæðamikill á lokakaflanum og þeir Hrafn Ingvarsson og Jóhann Jóhansson létu einnig mikið af sér kveða. Varnarleikur beggja liða var ágætur í dag en sóknarleikurinn misjafn. Mosfellingar gátu þó sótt á fleiri mönnum og ekki fyrr en í síðari hálfleik að sóknarleikur heimamanna fór að dreifast á fleiri en bara þá Atla Kristinsson og Ragnar Jóhannsson. Birkir Bragason, markvörður Selfoss, átti einnig fínan síðari hálfleik, sem dugði þó ekki til þegar uppi var staðið. Selfoss - Afturelding 24 - 26 (9-11) Mörk Selfoss (skot): Atli Kristinsson 7 (18), Ragnar Jóhannsson 6 (13/1), Guðjón F. Drengsson 5/2 (8/3), Helgi Héðinsson 2 (3), Hörður Bjarnason 1 (2), Atli Einarsson 1 (2), Einar Héðinsson 1 (2), Árni Steinþórsson 1 (2), Eyþór Lárusson (1). Varin skot: Birkir Bragason 16 (42/2, 38%). Hraðaupphlaup: 3 (Guðjón F. 1, Atli 1, Ragnar 1). Fiskuð víti: 4 (Atli 2, Eyþór 1, Ragnar 1). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 8/2 (13/2), Hrafn Ingvarsson 4 (8), Jón Andri Helgason 4 (6), Jóhann Jóhannsson 3 (6), Arnar Theódórsson 2 (4), Pétur Júníusson 2 (2), Ásgeir Jónsson 1 (2), Reynir Árnason 1 (2), Eyþór Vestmann 1 (1), Aron Gylfason (2). Varin skot: Hafþór Einarsson 17/1 (36/3, 47%), Smári Guðfinsson 4/1 (9/1, 44%). Hraðaupphlaup: 6 (Jón Andri 3, Hrafn 2, Arnar 1). Fiskuð víti: 2 (Bjarni Aron, Þorkell, Ásgeir 1, Hrafn 1). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Kári Garðarsson og Magnús Jónsson. Misstu línuna í seinni hálfleik.
Olís-deild karla Mest lesið Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira