Þráinn: Erum búin að vera að byggja upp þetta lið í níu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2009 17:00 Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, fer yfir málin með sínu fólki í dag. Mynd/Óskar Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, hefur þurft að bíða lengi eftir bikarnum en hann hefur ásamt fleiri góðu fólki hjá félaginu unnið markvisst uppbyggingastarf síðustu ár sem er að skila sér með bikarmeistaratitlinum í dag. ÍR endaði í dag fimmtán ára sigurgöngu FH og endurheimti bikarinn eftir tveggja áratuga bið. „Við vorum búin að bíða í 20 ár með að vinna bikarinn aftur. Við erum búin að vera að byggja upp þetta lið í níu ár. Við byrjum með 11 til 14 ára hóp árið 2000 og við höfum gefið okkur góðan tíma til að byggja liðið upp frá grunni. Þetta uppbyggingarstarf er að skila sér núna," sagði Þráinn eftir að bikarinn var í höfn. „Við erum búin að vinna öll hugsanlega mót á síðustu tveimur árum og áttum bara þetta eftir til þess að loka hringnum," sagði Þráinn og hann hefur verið unnið lengi með flestum krökkunum í ÍR-liðinu. „Þau hafa flest komið upp úr barna- og unglingastarfinu og það er það skemmtilega við þetta. Við erum með langstærsta iðkendahóp landsins í frjálsum og það eru 200 til 300 krakkar að æfa hjá okkur. Við erum með 100 manna unglingalið og 60 manna meistaraflokk og þetta er bara að skila sér," segir Þráinn. „Ég er rosalega stoltur og þetta er virkilega góð tilfinning. Afreksfólkið okkar var að standa sig, Jóhanna, Einar Daði og Kristín Birna. Þetta eru kjarninn í liðinu ásamt Fríðu Rún. Breiddin er líka það mikil að við getum sett fólk sem kemst á pall í næstum því öllum greinum," segir Þráinn. „Okkur fannst ekki raunhæft að vinna fyrr en á þessu ári. Við erum búin að stefna stíft á þetta í sex mánuði og erum búin að undirbúa liðið fyrir þetta. Við toppuðum á réttum tíma, liðsheildin var rosalega flott og klappliðið frábært. Við fáum það út að við ætluðum að vinna og við gerðum það," sagði Þráinn kátur að lokum. Innlendar Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira
Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, hefur þurft að bíða lengi eftir bikarnum en hann hefur ásamt fleiri góðu fólki hjá félaginu unnið markvisst uppbyggingastarf síðustu ár sem er að skila sér með bikarmeistaratitlinum í dag. ÍR endaði í dag fimmtán ára sigurgöngu FH og endurheimti bikarinn eftir tveggja áratuga bið. „Við vorum búin að bíða í 20 ár með að vinna bikarinn aftur. Við erum búin að vera að byggja upp þetta lið í níu ár. Við byrjum með 11 til 14 ára hóp árið 2000 og við höfum gefið okkur góðan tíma til að byggja liðið upp frá grunni. Þetta uppbyggingarstarf er að skila sér núna," sagði Þráinn eftir að bikarinn var í höfn. „Við erum búin að vinna öll hugsanlega mót á síðustu tveimur árum og áttum bara þetta eftir til þess að loka hringnum," sagði Þráinn og hann hefur verið unnið lengi með flestum krökkunum í ÍR-liðinu. „Þau hafa flest komið upp úr barna- og unglingastarfinu og það er það skemmtilega við þetta. Við erum með langstærsta iðkendahóp landsins í frjálsum og það eru 200 til 300 krakkar að æfa hjá okkur. Við erum með 100 manna unglingalið og 60 manna meistaraflokk og þetta er bara að skila sér," segir Þráinn. „Ég er rosalega stoltur og þetta er virkilega góð tilfinning. Afreksfólkið okkar var að standa sig, Jóhanna, Einar Daði og Kristín Birna. Þetta eru kjarninn í liðinu ásamt Fríðu Rún. Breiddin er líka það mikil að við getum sett fólk sem kemst á pall í næstum því öllum greinum," segir Þráinn. „Okkur fannst ekki raunhæft að vinna fyrr en á þessu ári. Við erum búin að stefna stíft á þetta í sex mánuði og erum búin að undirbúa liðið fyrir þetta. Við toppuðum á réttum tíma, liðsheildin var rosalega flott og klappliðið frábært. Við fáum það út að við ætluðum að vinna og við gerðum það," sagði Þráinn kátur að lokum.
Innlendar Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira