Cabrera vann Masters mótið eftir tvöfaldan bráðabana Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. apríl 2009 22:42 Angel Cabrera. Mynd/Getty Images Angel Cabrera vann Masters mótið í golfi eftir tvær umferðir í bráðabana. Mótið var því æsispennandi en Cabrera hafði taugarnar í að afgreiða málið. Kenny Perry og Angel Cabrera spila nú bráðabana fyrir sigri á Masters mótinu í golfi. Chad Campbell datt út á fyrstu holu í bráðabana. Allt leit út fyrir sigur Kenny Perry á mótinu en hann fékk tvo skolla á síðustu tveimur holunum og endaði þar með á tólf undir, líkt og Cabrera og Chad Campbell. Þremenningarnir fóru því í bráðabana á 18. holunni. Hún spilaðist svona hjá þeim: Cabrera - Par: 3-tré. Slakt högg, langt út í skóg til hægri, beint á bakvið stórt tré. Annað höggið fór nokkuð áfram, þar í tré og inn á miðja braut. Þriðja höggið var mjög gott, um þrjá metra frá holu. Hann setti síðan púttið í fyrir pari. Perry - Par: Gott upphafshögg á miðja braut. Annað höggið var mjög slakt, þó rétt fyrir utan flötina til hægri. Þriðja höggið var gott, rétt hjá holunni og hann gulltryggði parið sem hann kláraði örugglega.Campbell - Skolli: Langt og gott upphafshögg, hægra megin á brautinni. Annað höggið var mjög slakt, í glompu hægra megin á brautinni. Glompuhöggið var gott, aðeins of langt, rúma tvo metra frá holu. Hann brenndi af púttinu, fékk skolla og datt þar með út.Önnur hola í bráðabana: Cabrera - Par: Gott upphafshögg, á besta stað hægra megin á brautinni, aðeins lengra en hjá Perry. Glæsilegt annað högg, þrjá metra frá holunni. Tryggir parið, rétt hjá holunni. Fær par og tryggir sér sigur.Perry - Kláraði ekki: Gott upphafshögg, aðeins til hægri á brautinni á besta stað. Annað höggið var skelfilegt, langt til vinstri. Vippið var alltof langt, um sjö metra frá holunni. Hann setti púttið langt frá og þurfti ekki að klára þar sem Cabrera setti í fyrir pari. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Angel Cabrera vann Masters mótið í golfi eftir tvær umferðir í bráðabana. Mótið var því æsispennandi en Cabrera hafði taugarnar í að afgreiða málið. Kenny Perry og Angel Cabrera spila nú bráðabana fyrir sigri á Masters mótinu í golfi. Chad Campbell datt út á fyrstu holu í bráðabana. Allt leit út fyrir sigur Kenny Perry á mótinu en hann fékk tvo skolla á síðustu tveimur holunum og endaði þar með á tólf undir, líkt og Cabrera og Chad Campbell. Þremenningarnir fóru því í bráðabana á 18. holunni. Hún spilaðist svona hjá þeim: Cabrera - Par: 3-tré. Slakt högg, langt út í skóg til hægri, beint á bakvið stórt tré. Annað höggið fór nokkuð áfram, þar í tré og inn á miðja braut. Þriðja höggið var mjög gott, um þrjá metra frá holu. Hann setti síðan púttið í fyrir pari. Perry - Par: Gott upphafshögg á miðja braut. Annað höggið var mjög slakt, þó rétt fyrir utan flötina til hægri. Þriðja höggið var gott, rétt hjá holunni og hann gulltryggði parið sem hann kláraði örugglega.Campbell - Skolli: Langt og gott upphafshögg, hægra megin á brautinni. Annað höggið var mjög slakt, í glompu hægra megin á brautinni. Glompuhöggið var gott, aðeins of langt, rúma tvo metra frá holu. Hann brenndi af púttinu, fékk skolla og datt þar með út.Önnur hola í bráðabana: Cabrera - Par: Gott upphafshögg, á besta stað hægra megin á brautinni, aðeins lengra en hjá Perry. Glæsilegt annað högg, þrjá metra frá holunni. Tryggir parið, rétt hjá holunni. Fær par og tryggir sér sigur.Perry - Kláraði ekki: Gott upphafshögg, aðeins til hægri á brautinni á besta stað. Annað höggið var skelfilegt, langt til vinstri. Vippið var alltof langt, um sjö metra frá holunni. Hann setti púttið langt frá og þurfti ekki að klára þar sem Cabrera setti í fyrir pari.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira