Hvers konar verðtrygging? Þorkell Helgason skrifar 29. september 2009 06:00 Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi, hefur lagt til að verðtrygging lána miðist fremur við laun en neysluverð. Þannig tengist greiðslubyrðin beint við afkomu lángreiðenda. Hængurinn er sá að til lengdar litið hafa laun hækkað meira en verðlag og svo verður vonandi í framtíðinni. Í frétt á forsíðu Fréttablaðsins í gær er t.d. bent á að launavísitala hafi hækkað um 29% umfram vísitölu neysluverðs síðan 1991. Því er hæpið að lántakendum sé greiði gerður með tengingu höfuðstóls við laun. En til er svipuð en betri lausn. Hún felst í ársgamalli lagasetningu um greiðslujöfnun á verðtryggðum fasteignaveðlánum. Lánin eru samkvæmt þessu fyrirkomulagi verðtryggð miðað við neysluverð en greiðslubyrðin aðlöguð breytingu á launum frá ársbyrjun 2008. Þannig er byrðin léttari nú en ella væri, og gott betur því einnig er tekið tillit til lækkandi atvinnustigs. Aftur á móti mun höfuðstóllinn ekki hækka meira en svarar til hækkunar neysluverðs þegar hagur þjóðarinnar fer að vænkast og kaupmáttur að vaxa á ný. Undarlegt er að bjargráðið sem felst í greiðslujöfnunarlögunum hefur lítt borist almenningi til eyrna og fáir nýtt sér möguleikann. Lækkun á greiðslubyrði er vissuleg keypt því verði að lánin lengjast. Dágóð von er samt til þess að þeir sem nýta sér greiðslujöfnun séu á endanum betur settir en með verðtryggingu að hætti Stiglitz. Engu að síður kann kúfurinn sem bætist við lánin að vera ástæða þess að lausnin er vannýtt. Nú hefur kvisast út að félagsmálaráðherra hyggist dusta nýfallið ryk af greiðslujöfnunarlögunum og gera tillögur um endurbætur og útvíkkun á þeim í ljósi reynslunnar. M.a. mun hugað að viðlagaákvæði sem taki með samfélagslegum hætti á eftirhreytum greiðslujafnaðra lána verði þær óeðlilega miklar. Tillögur ráðherrans virðast því bæði sneiða hjá þeim galla sem felst í tengingu höfuðstóls við laun og jafnframt stemma stigu við löngum skuldahala ef efnahagsbati lætur á sér standa. Gagnrýni er samt þegar komin á kreik, t.d. í fyrrgreindri frétt blaðsins. Þjóðmálaumræða á Íslandi er einatt þannig að byrjað er að gagnrýna áður en ljóst er að hverju hún beinist. Hvernig væri að sjá tillögur ráðherrans áður en gripið er til vopna? Höfundur sat á sínum tíma í vinnuhópi um greiðslujöfnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi, hefur lagt til að verðtrygging lána miðist fremur við laun en neysluverð. Þannig tengist greiðslubyrðin beint við afkomu lángreiðenda. Hængurinn er sá að til lengdar litið hafa laun hækkað meira en verðlag og svo verður vonandi í framtíðinni. Í frétt á forsíðu Fréttablaðsins í gær er t.d. bent á að launavísitala hafi hækkað um 29% umfram vísitölu neysluverðs síðan 1991. Því er hæpið að lántakendum sé greiði gerður með tengingu höfuðstóls við laun. En til er svipuð en betri lausn. Hún felst í ársgamalli lagasetningu um greiðslujöfnun á verðtryggðum fasteignaveðlánum. Lánin eru samkvæmt þessu fyrirkomulagi verðtryggð miðað við neysluverð en greiðslubyrðin aðlöguð breytingu á launum frá ársbyrjun 2008. Þannig er byrðin léttari nú en ella væri, og gott betur því einnig er tekið tillit til lækkandi atvinnustigs. Aftur á móti mun höfuðstóllinn ekki hækka meira en svarar til hækkunar neysluverðs þegar hagur þjóðarinnar fer að vænkast og kaupmáttur að vaxa á ný. Undarlegt er að bjargráðið sem felst í greiðslujöfnunarlögunum hefur lítt borist almenningi til eyrna og fáir nýtt sér möguleikann. Lækkun á greiðslubyrði er vissuleg keypt því verði að lánin lengjast. Dágóð von er samt til þess að þeir sem nýta sér greiðslujöfnun séu á endanum betur settir en með verðtryggingu að hætti Stiglitz. Engu að síður kann kúfurinn sem bætist við lánin að vera ástæða þess að lausnin er vannýtt. Nú hefur kvisast út að félagsmálaráðherra hyggist dusta nýfallið ryk af greiðslujöfnunarlögunum og gera tillögur um endurbætur og útvíkkun á þeim í ljósi reynslunnar. M.a. mun hugað að viðlagaákvæði sem taki með samfélagslegum hætti á eftirhreytum greiðslujafnaðra lána verði þær óeðlilega miklar. Tillögur ráðherrans virðast því bæði sneiða hjá þeim galla sem felst í tengingu höfuðstóls við laun og jafnframt stemma stigu við löngum skuldahala ef efnahagsbati lætur á sér standa. Gagnrýni er samt þegar komin á kreik, t.d. í fyrrgreindri frétt blaðsins. Þjóðmálaumræða á Íslandi er einatt þannig að byrjað er að gagnrýna áður en ljóst er að hverju hún beinist. Hvernig væri að sjá tillögur ráðherrans áður en gripið er til vopna? Höfundur sat á sínum tíma í vinnuhópi um greiðslujöfnun.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun