Að éta útsæðið Óli Kristján Ármannson skrifar 1. júlí 2009 06:00 Hrepparígur og útburður gróusagna um nágrannann hefur lengi viðgengist. Ef til vill er ekki óeðlilegt að meira beri á slíku þegar harðnar á dalnum og fólki verður umhugaðra um þá hluti sem nær standa. Eftir kreppuna miklu á fyrri hluta síðustu aldar varð til dæmis til saga um Eskfirðinga sem áttu að hafa farið bágt með neyðaraðstoð þá sem ríkisvaldið útdeildi byggðarlögum í formi kartöfluútsæðis og girðingaefnis. Haft hefur verið í flimtingum áratugina eftir kreppu að Eskfirðingarnir hafi étið útsæðið, brennt girðingarstaurana og skeint sig á gaddavírnum. Sagan er ljót og hefur sjálfsagt verið goldið líku líkt með öðrum sögum um Reyðfirðinga og fleiri eystra. Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna eiga bágt þessa dagana og virðist sem sumum í hópnum sé fulllaus gefinn taumurinn. Kristján Möller samgönguráðherra datt í kjördæmagírinn þegar kom að skipulagningu vegaframkvæmda og tók Vaðlaheiðargöng fram yfir umbætur sem sárvantar á Suðurlandsvegi. Gæti þar verið komin birtingarmynd hrepparígsins. Heldur væri ákjósanlegra að menn bæru hag heildarinnar fyrir brjósti en eigin möguleika á endurkjöri þegar kemur að því að útdeila gæðunum. Alvarlegri eru hins vegar tilburðir Jóns Bjarnasonar sjávar-útvegs- og landbúnaðarráðherra þótt vissulega sé fallegt að eiga sér hugsjónir og vinna þeim framgang. Jóni líkar ekki sú samfélagsmynd sem meirihluti þjóðarinnar (já, eða sá minnihluti sem mestu hefur ráðið) hefur búið hér til síðustu áratugi. Í þeim aðstæðum sem þjóðin er nú virðist ráðherranum samt efst í huga fæðu- og matvælaöryggi hennar. Einhverjum kann að vera „magafylli" til skemmri tíma af því að vernda hér landbúnaðarframleiðslu á kostnað samninga sem þjóðin hefur undirgengist, líkt og ráðherrann ætlaði fyrst að gera með því að láta vera að auglýsa innflutningskvóta á landbúnaðarvöru í samræmi við samninga Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Í svargrein Jóns við nýlegum leiðara Morgunblaðsins sem birtist í gær kemur fram að honum svíði að vera gagnrýndur fyrir „að standa á löglegan hátt vörð um innlenda matvælaframleiðslu, fæðuöryggi þjóðarinnar, [og] treysta störf í sjávarútvegi og landbúnaði". Landbúnaðarráðherra virðist hins vegar gleyma því að víðar þarf að treysta störf en í sjávarútvegi og landbúnaði. Sem betur fer sverfur hungrið ekki svo að fólki að hér neyðumst við til að bjarga lífinu með því að éta útsæði. Áður en að því kemur að þjóðin gefist upp og láti af samstarfi við önnur lönd, gangi á bak gerðra samninga og víggirðist í einangrun eigin framleiðsluvarnings, þarf að vera fullreynt að við fáum með reisn staðið við skuldbindingar okkar. Uppgjöf þeirra, sem vilja afneita ábyrgð á því hvernig komið er í efnahagslífi þjóðarinnar og í krafti þeirrar afneitunar og vanmáttarkenndar vegna þess vanda sem við er að etja, er ekki landi og þjóð til framdráttar og ólíkleg til að renna þeim stoðum undir framtíðarvöxt sem þörf er á. Þær stoðir hljóta að felast í endurheimt trausts á alþjóðavettvangi og skýrrar sýnar um hvernig hér eigi að byggja upp á ný. Ætli til of mikils sé mælst að formenn stjórnarflokkanna komi skikki á sitt fólk og hjálpi þeim að feta veg ábyrgra stjórnarhátta? Öðrum kosti hlýtur að ágerast krafan um að nýtt fólki verði kallað til verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun
Hrepparígur og útburður gróusagna um nágrannann hefur lengi viðgengist. Ef til vill er ekki óeðlilegt að meira beri á slíku þegar harðnar á dalnum og fólki verður umhugaðra um þá hluti sem nær standa. Eftir kreppuna miklu á fyrri hluta síðustu aldar varð til dæmis til saga um Eskfirðinga sem áttu að hafa farið bágt með neyðaraðstoð þá sem ríkisvaldið útdeildi byggðarlögum í formi kartöfluútsæðis og girðingaefnis. Haft hefur verið í flimtingum áratugina eftir kreppu að Eskfirðingarnir hafi étið útsæðið, brennt girðingarstaurana og skeint sig á gaddavírnum. Sagan er ljót og hefur sjálfsagt verið goldið líku líkt með öðrum sögum um Reyðfirðinga og fleiri eystra. Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna eiga bágt þessa dagana og virðist sem sumum í hópnum sé fulllaus gefinn taumurinn. Kristján Möller samgönguráðherra datt í kjördæmagírinn þegar kom að skipulagningu vegaframkvæmda og tók Vaðlaheiðargöng fram yfir umbætur sem sárvantar á Suðurlandsvegi. Gæti þar verið komin birtingarmynd hrepparígsins. Heldur væri ákjósanlegra að menn bæru hag heildarinnar fyrir brjósti en eigin möguleika á endurkjöri þegar kemur að því að útdeila gæðunum. Alvarlegri eru hins vegar tilburðir Jóns Bjarnasonar sjávar-útvegs- og landbúnaðarráðherra þótt vissulega sé fallegt að eiga sér hugsjónir og vinna þeim framgang. Jóni líkar ekki sú samfélagsmynd sem meirihluti þjóðarinnar (já, eða sá minnihluti sem mestu hefur ráðið) hefur búið hér til síðustu áratugi. Í þeim aðstæðum sem þjóðin er nú virðist ráðherranum samt efst í huga fæðu- og matvælaöryggi hennar. Einhverjum kann að vera „magafylli" til skemmri tíma af því að vernda hér landbúnaðarframleiðslu á kostnað samninga sem þjóðin hefur undirgengist, líkt og ráðherrann ætlaði fyrst að gera með því að láta vera að auglýsa innflutningskvóta á landbúnaðarvöru í samræmi við samninga Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Í svargrein Jóns við nýlegum leiðara Morgunblaðsins sem birtist í gær kemur fram að honum svíði að vera gagnrýndur fyrir „að standa á löglegan hátt vörð um innlenda matvælaframleiðslu, fæðuöryggi þjóðarinnar, [og] treysta störf í sjávarútvegi og landbúnaði". Landbúnaðarráðherra virðist hins vegar gleyma því að víðar þarf að treysta störf en í sjávarútvegi og landbúnaði. Sem betur fer sverfur hungrið ekki svo að fólki að hér neyðumst við til að bjarga lífinu með því að éta útsæði. Áður en að því kemur að þjóðin gefist upp og láti af samstarfi við önnur lönd, gangi á bak gerðra samninga og víggirðist í einangrun eigin framleiðsluvarnings, þarf að vera fullreynt að við fáum með reisn staðið við skuldbindingar okkar. Uppgjöf þeirra, sem vilja afneita ábyrgð á því hvernig komið er í efnahagslífi þjóðarinnar og í krafti þeirrar afneitunar og vanmáttarkenndar vegna þess vanda sem við er að etja, er ekki landi og þjóð til framdráttar og ólíkleg til að renna þeim stoðum undir framtíðarvöxt sem þörf er á. Þær stoðir hljóta að felast í endurheimt trausts á alþjóðavettvangi og skýrrar sýnar um hvernig hér eigi að byggja upp á ný. Ætli til of mikils sé mælst að formenn stjórnarflokkanna komi skikki á sitt fólk og hjálpi þeim að feta veg ábyrgra stjórnarhátta? Öðrum kosti hlýtur að ágerast krafan um að nýtt fólki verði kallað til verka.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun