Gárur við ströndina Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 19. ágúst 2009 06:00 Þegar maður hefur ekkert fyrir stafni og nægan tíma til að láta hugan reika þá fyrst verður veröldin óskiljanleg. Síðasta sunnudag hafði ég ekkert sérstakt að gera, svo ég settist niður við ströndina í Garrucha á suður Spáni, þar sem ég dvel um þessar mundir. Ég horfði út á hafið og fyrr en varði fór hugurinn á stjá og varð fyrir allskonar spurningum sem flækja tilveruna. Eins og til dæmis: af hverju tileinka sér ekki allir kurteisi? Kurteisi kostar ekkert og sá sem tileinkar sér hana er vís til þess að eiga ánægjuleg samskipti við aðra. Ég þekki engan sem er í nöp við kurteist fólk og enn síður veit ég til þess að einhver reyni eftir fremsta megni að láta af slíku hátterni. Kannski eru það allar bandarísku bíómyndirnar með öllum hrokafullu hetjunum sem fá fólk til að álíta sem svo að þeir sem vilja verðskulda virðingu og aðdáun skuli sýna af sér vott af bestíuskap og all nokkuð af stærilátum. Eða kannski er það lærdómur sem fólk dregur af umræðuþáttunum í sjónvarpinu eða umræðum á Alþingi að kurteisi sé fyrir fáfróðan pöpulinn meðan þeir sem betur þekkja til hennar veraldar sýni af sér harðneskjulegra viðmót? Svona spurningar koma náttúrlega flatt upp á mig þar sem annríki og stress hafa lengið varið mig gagnvart slíkum vangaveltum. Það sem verra er að detti maður niður á þetta plan er voðinn vís því barnalegar spurningar af þessu tagi fara að hrynja yfir mann eins og fúkyrði á næturröltandi sveitamann á Laugaveginum. Skammt frá mér var kona í hugleiðslu. Sjávarniðurinn er líka vel til þess fallinn að koma kyrrð á hugan en þarna var ég í hinni mestu ókyrrð eftir gárurnar sem spurningarnar skilja eftir sig í huga mér. Til að bæta gráu ofan á svart kom síðan skömmu síðar unglingaskríll með segulbandstæki og graðhestatónlistina í botni. Á fimmtánda ári hefði mér aldrei dottið í hug að fara með segulbandstæki á ströndina (enda er sjórinn hrollkaldur á mínum bernskustöðvum en það er annað mál). Ég sagði skrílnum að lækka í þessu gargi eða ég myndi henda tækinu þeirra í sjóinn og hélt síðan áfram að hugsa um það af hverju fólk tileinkaði sér ekki kurteisi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun
Þegar maður hefur ekkert fyrir stafni og nægan tíma til að láta hugan reika þá fyrst verður veröldin óskiljanleg. Síðasta sunnudag hafði ég ekkert sérstakt að gera, svo ég settist niður við ströndina í Garrucha á suður Spáni, þar sem ég dvel um þessar mundir. Ég horfði út á hafið og fyrr en varði fór hugurinn á stjá og varð fyrir allskonar spurningum sem flækja tilveruna. Eins og til dæmis: af hverju tileinka sér ekki allir kurteisi? Kurteisi kostar ekkert og sá sem tileinkar sér hana er vís til þess að eiga ánægjuleg samskipti við aðra. Ég þekki engan sem er í nöp við kurteist fólk og enn síður veit ég til þess að einhver reyni eftir fremsta megni að láta af slíku hátterni. Kannski eru það allar bandarísku bíómyndirnar með öllum hrokafullu hetjunum sem fá fólk til að álíta sem svo að þeir sem vilja verðskulda virðingu og aðdáun skuli sýna af sér vott af bestíuskap og all nokkuð af stærilátum. Eða kannski er það lærdómur sem fólk dregur af umræðuþáttunum í sjónvarpinu eða umræðum á Alþingi að kurteisi sé fyrir fáfróðan pöpulinn meðan þeir sem betur þekkja til hennar veraldar sýni af sér harðneskjulegra viðmót? Svona spurningar koma náttúrlega flatt upp á mig þar sem annríki og stress hafa lengið varið mig gagnvart slíkum vangaveltum. Það sem verra er að detti maður niður á þetta plan er voðinn vís því barnalegar spurningar af þessu tagi fara að hrynja yfir mann eins og fúkyrði á næturröltandi sveitamann á Laugaveginum. Skammt frá mér var kona í hugleiðslu. Sjávarniðurinn er líka vel til þess fallinn að koma kyrrð á hugan en þarna var ég í hinni mestu ókyrrð eftir gárurnar sem spurningarnar skilja eftir sig í huga mér. Til að bæta gráu ofan á svart kom síðan skömmu síðar unglingaskríll með segulbandstæki og graðhestatónlistina í botni. Á fimmtánda ári hefði mér aldrei dottið í hug að fara með segulbandstæki á ströndina (enda er sjórinn hrollkaldur á mínum bernskustöðvum en það er annað mál). Ég sagði skrílnum að lækka í þessu gargi eða ég myndi henda tækinu þeirra í sjóinn og hélt síðan áfram að hugsa um það af hverju fólk tileinkaði sér ekki kurteisi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun