Umfjöllun: Baráttusigur FH gegn Val Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 12. desember 2009 17:57 Mynd/Valli Í dag mættust að Hlíðarenda Valur og FH í N1-deild karla í handknattleik. Fyrir leikinn sátu Valsmenn í öðru sæti deildarinnar en FH-ingar í því fjórða. Það voru gestirnir sem sigruðu í dag, 20-23, í miklum baráttuleik. Leikurinn fór rólega af stað. Bæði lið spiluðu frábæran varnarleik en það sárvantaði hugmyndir í sóknarleikinn báðum megin. Hlynur Morthens var mjög traustur í markinu hjá Val og varði tíu bolta í fyrri hálfleik. Gestirnir fylgdu heimamönnum hart á eftir allan fyrri hálfleikinn. Áður en flautað var til leikhlés náði hornamaður FH, Bjarni Fritzson, að skora og þar með tryggja gestunum forystu inn í leikhlé. Staðan í hálfleik, 9-10. Í síðari hálfleik breyttist lítið og liðin fylgdust að allt til enda. Óhætt er að segja að mikil barátta, góður og vel skipulagður varnarleikur einkenndi leikinn að Hlíðarenda í dag. FH-ingar náðu tveggja marka forskoti fyrsta skipti í leiknum þegar að fimm mínútur voru eftir af leiknum, staðan þá 17-19. Ólafur Gústafsson skoraði og Pálmar í maki gestanna varði gríðarlega mikilvægt skot. Það var mikil spenna í lokin og erfitt að sjá hvort liðið færi úr leiknum með bæði stigin. Það voru svo FH-ingar sem kláruðu leikinn, Ólafur Gústafsson skoraði frábært mark þegar um mínúta var eftir og kom gestunum í þriggja marka forskot. Heimamenn minnkuðu muninn en Bjarni Fritzson kláraði dæmið með lokamarkinu og baráttusigur FH-inga í höfn. Valsliðið var ekki að spila vel í sókninni og vantaði að fá leikmenn eins og Fannar og Arnór til að taka meiri þátt í leiknum. Hlynur átti mjög góðan dag í markinu og varði sautján skot. Gestirnir börðust allan leikinn og liðsheildin skóp sigurinn hjá þeim í dag. Pálmar Pétursson var traustur og varði vel á meðan vörnin stóð sína vakt allan leikinn. Eftir leikinn í dag eru FH-ingar komnir við hlið Vals í öðru sæti deildarinnar. En lokatölur sem fyrr segir, 20-23, FH í vil. Valur-FH 20-23 (9-10) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 5 (7/1), Elvar Friðriksson 4 (11), Orri Freyr Gíslason 3 (3), Gunnar Ingi Jóhannsson 3 (6), Ernir Hrafn Arnarsson 3 (8), Ingvar Árnason 1 (3), Fannar Friðgeirsson 1 (5).Varin skot: Hlynur Morthens 17 (40/3) 43%Hraðaupphlaup: 2 (Gunnar Ingi, Arnór) Fiskuð víti: 1 (Ernir) Utan vallar: 6 mín. Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 6/3 (6/3), Örn Ingi Bjarkason 5 (7), Ólafur Guðmundsson 4 (10), Ólafur Gústafsson 4 (11), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (4), Ásbjörn Friðriksson 1 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 13/1 (33/1) 39%. Hraðaupphlaup: 3 (Örn Ingi 2, Ólafur Guðm.) Fiskuð víti: 3 (Bjarki, Jón Heiðar, Ólafur Gústafs) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, góðir. Olís-deild karla Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
Í dag mættust að Hlíðarenda Valur og FH í N1-deild karla í handknattleik. Fyrir leikinn sátu Valsmenn í öðru sæti deildarinnar en FH-ingar í því fjórða. Það voru gestirnir sem sigruðu í dag, 20-23, í miklum baráttuleik. Leikurinn fór rólega af stað. Bæði lið spiluðu frábæran varnarleik en það sárvantaði hugmyndir í sóknarleikinn báðum megin. Hlynur Morthens var mjög traustur í markinu hjá Val og varði tíu bolta í fyrri hálfleik. Gestirnir fylgdu heimamönnum hart á eftir allan fyrri hálfleikinn. Áður en flautað var til leikhlés náði hornamaður FH, Bjarni Fritzson, að skora og þar með tryggja gestunum forystu inn í leikhlé. Staðan í hálfleik, 9-10. Í síðari hálfleik breyttist lítið og liðin fylgdust að allt til enda. Óhætt er að segja að mikil barátta, góður og vel skipulagður varnarleikur einkenndi leikinn að Hlíðarenda í dag. FH-ingar náðu tveggja marka forskoti fyrsta skipti í leiknum þegar að fimm mínútur voru eftir af leiknum, staðan þá 17-19. Ólafur Gústafsson skoraði og Pálmar í maki gestanna varði gríðarlega mikilvægt skot. Það var mikil spenna í lokin og erfitt að sjá hvort liðið færi úr leiknum með bæði stigin. Það voru svo FH-ingar sem kláruðu leikinn, Ólafur Gústafsson skoraði frábært mark þegar um mínúta var eftir og kom gestunum í þriggja marka forskot. Heimamenn minnkuðu muninn en Bjarni Fritzson kláraði dæmið með lokamarkinu og baráttusigur FH-inga í höfn. Valsliðið var ekki að spila vel í sókninni og vantaði að fá leikmenn eins og Fannar og Arnór til að taka meiri þátt í leiknum. Hlynur átti mjög góðan dag í markinu og varði sautján skot. Gestirnir börðust allan leikinn og liðsheildin skóp sigurinn hjá þeim í dag. Pálmar Pétursson var traustur og varði vel á meðan vörnin stóð sína vakt allan leikinn. Eftir leikinn í dag eru FH-ingar komnir við hlið Vals í öðru sæti deildarinnar. En lokatölur sem fyrr segir, 20-23, FH í vil. Valur-FH 20-23 (9-10) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 5 (7/1), Elvar Friðriksson 4 (11), Orri Freyr Gíslason 3 (3), Gunnar Ingi Jóhannsson 3 (6), Ernir Hrafn Arnarsson 3 (8), Ingvar Árnason 1 (3), Fannar Friðgeirsson 1 (5).Varin skot: Hlynur Morthens 17 (40/3) 43%Hraðaupphlaup: 2 (Gunnar Ingi, Arnór) Fiskuð víti: 1 (Ernir) Utan vallar: 6 mín. Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 6/3 (6/3), Örn Ingi Bjarkason 5 (7), Ólafur Guðmundsson 4 (10), Ólafur Gústafsson 4 (11), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (4), Ásbjörn Friðriksson 1 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 13/1 (33/1) 39%. Hraðaupphlaup: 3 (Örn Ingi 2, Ólafur Guðm.) Fiskuð víti: 3 (Bjarki, Jón Heiðar, Ólafur Gústafs) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira