Þrjár mínútur skipta öllu 5. febrúar 2009 06:00 Spá spennandi úrslitum Friðrik og Regína eru hrifin af endurnýjuninni, Gillzenegger mælir með Elektra en Óttarr fylgist ekkert með keppninni. Það kemur í ljós á laugardaginn eftir rúmlega viku hvaða lag verður Eurovision-framlag Íslands í ár. Átta lög eru komin í úrslit eftir snarpa keppni. Hvaða lag er sigurstranglegast? Keppendur síðasta árs spáðu í spilin. „Þetta er alltaf eins, góð lög og svo nokkur örlítið slappari. Það er mikið af nýjum flytjendum núna, sem mér finnst gott. Það er gott að hrista aðeins upp í þessu,“ segir Friðrik Ómar. Hann vill ómögulega spá fyrir um sigurvegara. „Mér finnst ekkert lag afgerandi. Þetta er náttúrlega allt bara spurning um þessar þrjár mínútur sem fólk hefur á sviðinu. Ég held að núna komi allir mjög ákveðnir til leiks og vel æfðir. Ég held þetta verði mjög spennandi.“ Regína Ósk er á sama máli. Segir þetta spennandi og fjölbreytta keppni en að flutningurinn skipti öllu, þessar þrjár mínútur á úrslitakvöldinu. Öfugt við Friðrik er hún þó alveg til í að spá. „Það eru nokkur lög sem mér finnst standa upp úr, en uppáhaldslagið mitt er „Is it true“ sem Jóhanna Guðrún syngur. Þetta er melódískt popp og ég náði því strax. Svo er það rosalega vel flutt enda Jóhanna náttúrlega alveg pottþéttur flytjandi.“ Hljómborðssnillingurinn Gillzenegger í Merzedes Club er hrifinn af rokkstelpunum í Elektra. „Eins og þið vitið er gjemli gjemli sérfræðingur um Eurovision. Og samt er ég gagnkynhneigður. Sem er magnað helvíti! Og þið eigið að kjósa Elektra. Lögin í ár eru flestöll viðbjóður en þetta lag er goodshit!“ skrifar Gillz á heimasíðu sína. Honum finnst þó slappast að hann sjálfur sé ekki meðal keppenda. „Hversu gaman væri að sjá gamla kolvitlausan á hljómborðinu!“ skrifar hann. „Ég hef haft öðrum hnöppum að hneppa svo keppnin hefur því miður farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér,“ segir Óttarr Proppé í Dr. Spock. „Ég sá þó andartak af Höllu Vilhjálms á stökki og var fullviss um að það væri mikil framtíð í því lagi. Svo reyndist þó ekki vera.“ [email protected] Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Menning Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Það kemur í ljós á laugardaginn eftir rúmlega viku hvaða lag verður Eurovision-framlag Íslands í ár. Átta lög eru komin í úrslit eftir snarpa keppni. Hvaða lag er sigurstranglegast? Keppendur síðasta árs spáðu í spilin. „Þetta er alltaf eins, góð lög og svo nokkur örlítið slappari. Það er mikið af nýjum flytjendum núna, sem mér finnst gott. Það er gott að hrista aðeins upp í þessu,“ segir Friðrik Ómar. Hann vill ómögulega spá fyrir um sigurvegara. „Mér finnst ekkert lag afgerandi. Þetta er náttúrlega allt bara spurning um þessar þrjár mínútur sem fólk hefur á sviðinu. Ég held að núna komi allir mjög ákveðnir til leiks og vel æfðir. Ég held þetta verði mjög spennandi.“ Regína Ósk er á sama máli. Segir þetta spennandi og fjölbreytta keppni en að flutningurinn skipti öllu, þessar þrjár mínútur á úrslitakvöldinu. Öfugt við Friðrik er hún þó alveg til í að spá. „Það eru nokkur lög sem mér finnst standa upp úr, en uppáhaldslagið mitt er „Is it true“ sem Jóhanna Guðrún syngur. Þetta er melódískt popp og ég náði því strax. Svo er það rosalega vel flutt enda Jóhanna náttúrlega alveg pottþéttur flytjandi.“ Hljómborðssnillingurinn Gillzenegger í Merzedes Club er hrifinn af rokkstelpunum í Elektra. „Eins og þið vitið er gjemli gjemli sérfræðingur um Eurovision. Og samt er ég gagnkynhneigður. Sem er magnað helvíti! Og þið eigið að kjósa Elektra. Lögin í ár eru flestöll viðbjóður en þetta lag er goodshit!“ skrifar Gillz á heimasíðu sína. Honum finnst þó slappast að hann sjálfur sé ekki meðal keppenda. „Hversu gaman væri að sjá gamla kolvitlausan á hljómborðinu!“ skrifar hann. „Ég hef haft öðrum hnöppum að hneppa svo keppnin hefur því miður farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér,“ segir Óttarr Proppé í Dr. Spock. „Ég sá þó andartak af Höllu Vilhjálms á stökki og var fullviss um að það væri mikil framtíð í því lagi. Svo reyndist þó ekki vera.“ [email protected]
Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Menning Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira