Tiger gæti keppt síðar í mánuðinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2009 20:05 Tiger Woods skellti sér á leik Boston og Orlando í NBA-deildinni í síðasta mánuði. Nordic Photos / Getty Images Ekki er útilokað að Tiger Woods muni keppa í golfi á ný síðar í þessum mánuði eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Woods keppti síðast á opna bandaríska meistaramótinu sem hann sigraði á þó svo að hann ætti við erfið meiðsli að stríða og væri greinilega kvalinn. Hann ætlar sér að taka eitt mót fyrir í einu og sjá til. „Best væri að koma aftur án nokkurra vandkvæða og keppa á hverju einasta móti," sagði Woods. „En þar sem við hjónin eigum von á öðru barni ætla ég að taka eitt mót fyrir í einu." Woods sagði enn fremur að endurhæfingin sín eftir aðgerð sem hann gekkst undir á hné hafi gengið vel. „Ég get beitt mér á fullu á æfingum og er þetta bara spurning um að koma mér aftur í leikform. Margir hafa líka spurt mig hvort sveiflan mín hafi eitthvað breyst eftir allt saman en svo er ekki." Hann sagði enn fremur að sér liði miklu betur eftir aðgerðina og að það væri góð tilfinning að geta beitt sér án þess að finna fyrir meiðslunum. Woods stefnir fyrst og fremst að keppa á Masters-mótinu í apríl næstkomandi. Það eru líkur á því að hann keppi á móti í Tucson síðar í mánuðinum en þó líklegra ekki fyrr en á móti í Miami í næsta mánuði. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ekki er útilokað að Tiger Woods muni keppa í golfi á ný síðar í þessum mánuði eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Woods keppti síðast á opna bandaríska meistaramótinu sem hann sigraði á þó svo að hann ætti við erfið meiðsli að stríða og væri greinilega kvalinn. Hann ætlar sér að taka eitt mót fyrir í einu og sjá til. „Best væri að koma aftur án nokkurra vandkvæða og keppa á hverju einasta móti," sagði Woods. „En þar sem við hjónin eigum von á öðru barni ætla ég að taka eitt mót fyrir í einu." Woods sagði enn fremur að endurhæfingin sín eftir aðgerð sem hann gekkst undir á hné hafi gengið vel. „Ég get beitt mér á fullu á æfingum og er þetta bara spurning um að koma mér aftur í leikform. Margir hafa líka spurt mig hvort sveiflan mín hafi eitthvað breyst eftir allt saman en svo er ekki." Hann sagði enn fremur að sér liði miklu betur eftir aðgerðina og að það væri góð tilfinning að geta beitt sér án þess að finna fyrir meiðslunum. Woods stefnir fyrst og fremst að keppa á Masters-mótinu í apríl næstkomandi. Það eru líkur á því að hann keppi á móti í Tucson síðar í mánuðinum en þó líklegra ekki fyrr en á móti í Miami í næsta mánuði.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira