Völd og málefni Þorsteinn Pálsson skrifar 24. mars 2009 13:23 Á lýðveldistímanum hefur engin ríkisstjórn verið jafn örugg um áframhaldandi umboð í kosningum eins og sú sem nú situr. Flokkarnir þrír sem aðild eiga að stjórnarsamstarfinu hafa allir þrír útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þar af leiðir að í komandi kosningum er engin óvissa um völdin. Öðru gegnir um málefnin. Sérstaklega á það við um stóru viðfangsefnin: Ríkisfjármál, peningastefnu og Evrópusambandsaðild. Um þau ríkir algjör óvissa. Ríkisstjórn er svo örugg um valdastöðu sína að hún telur sig geta haldið vegvísum í þessum málum í læstum myrkrakompum fram yfir kosningar. Að réttu lagi ættu landsfundir stjórnmálaflokkanna að stilla upp læsilegum vegvísum fyrir kjósendur um þýðingarmestu mál. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hélt slíkan fund um helgina. Hann var fjölsóttari og kraftmeiri en nokkru sinni fyrr í þann áratug sem flokkurinn hefur starfað. Ekki fór á milli mála að þar kom saman sá hópur fólks sem hefur tögl og hagldir í stjórn landsins. Um stóru málin sem mestu skipta um viðgang atvinnulífsins og afkomu heimilanna á komandi tíð kaus Vinstrihreyfingin - grænt framboð hins vegar að fara eins og köttur í kringum heitan graut. Flokkurinn ber nú ábyrgð á að koma fram í ríkisstjórn mestu aðhaldsaðgerðum sem um getur í ríkisfjármálum. Fjármálaráðherra hefur lofað Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að gera honum grein fyrir þeim leiðum sem fara á í þessu efni og hefur trúlega gert það nú þegar að stórum hluta. Hvorki ráðherrann né flokkur hans vill þó upplýsa kjósendur um þær ráðstafanir sem kosningarnar eiga að veita umboð til að koma í framkvæmd. Að sönnu er þó gefið loforð um ábyrgar athafnir. Í ályktunum hreyfingarinnar er ekki að finna stafkrók um hvaða ráðstafanir eigi að gera til þess að krónan haldist stöðug og afnema megi gjaldeyrishöftin. Öllum má þó vera ljóst að án samkeppnishæfrar myntar verður efnahagskerfið ekki endurreist. Í utanríkismálum lýsir Vinstrihreyfingin - grænt framboð sem fyrr yfir fullri andstöðu við veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu. Vera flokksins í ríkisstjórn hefur þó engin áhrif á þá staðreynd að aðildin er einn af hornsteinum utanríkisstefnu landsins. Ályktunina ber að lesa þannig að ekki sé gerð krafa um að hér verði breyting á. Í reynd er andstaðan bara til innanflokksbrúks. Að sama skapi lýsir hreyfingin yfir andstöðu við aðild að Evrópusambandinu. Trúlega ber að lesa þessa yfirlýsingu eins og hina fyrri. Hún þýðir þar af leiðandi ekki að flokkurinn standi gegn því að ríkisstjórn, sem hann á aðild að, sæki um aðild. Líklega ber fremur að túlka yfirlýsinguna á þann veg að flokkurinn muni andæfa aðild eins lengi og fært þykir. Forsætisráðherra hefur lýst yfir því að stefna Vinstri græns í Evrópumálum fullnægi öllum kröfum Samfylkingarinnar um stjórnarsamstarf. Aðildarstefnu Samfylkingarinnar ber því að skýra í þessu ljósi. Hún hefur einfaldlega ekki aðra þýðingu en þá að Samfylkingin ætli að láta Vinstri grænt ráða för. Valið snýst um einangrun eða samkeppnishæft efnahagsumhverfi. Samt fá kjósendur ekki skýra málefnalega leiðsögn inn í framtíðina. Hitt er ljóst hvar völdin munu liggja. Er það fullnægjandi lýðræði á þessum tímum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun
Á lýðveldistímanum hefur engin ríkisstjórn verið jafn örugg um áframhaldandi umboð í kosningum eins og sú sem nú situr. Flokkarnir þrír sem aðild eiga að stjórnarsamstarfinu hafa allir þrír útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þar af leiðir að í komandi kosningum er engin óvissa um völdin. Öðru gegnir um málefnin. Sérstaklega á það við um stóru viðfangsefnin: Ríkisfjármál, peningastefnu og Evrópusambandsaðild. Um þau ríkir algjör óvissa. Ríkisstjórn er svo örugg um valdastöðu sína að hún telur sig geta haldið vegvísum í þessum málum í læstum myrkrakompum fram yfir kosningar. Að réttu lagi ættu landsfundir stjórnmálaflokkanna að stilla upp læsilegum vegvísum fyrir kjósendur um þýðingarmestu mál. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hélt slíkan fund um helgina. Hann var fjölsóttari og kraftmeiri en nokkru sinni fyrr í þann áratug sem flokkurinn hefur starfað. Ekki fór á milli mála að þar kom saman sá hópur fólks sem hefur tögl og hagldir í stjórn landsins. Um stóru málin sem mestu skipta um viðgang atvinnulífsins og afkomu heimilanna á komandi tíð kaus Vinstrihreyfingin - grænt framboð hins vegar að fara eins og köttur í kringum heitan graut. Flokkurinn ber nú ábyrgð á að koma fram í ríkisstjórn mestu aðhaldsaðgerðum sem um getur í ríkisfjármálum. Fjármálaráðherra hefur lofað Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að gera honum grein fyrir þeim leiðum sem fara á í þessu efni og hefur trúlega gert það nú þegar að stórum hluta. Hvorki ráðherrann né flokkur hans vill þó upplýsa kjósendur um þær ráðstafanir sem kosningarnar eiga að veita umboð til að koma í framkvæmd. Að sönnu er þó gefið loforð um ábyrgar athafnir. Í ályktunum hreyfingarinnar er ekki að finna stafkrók um hvaða ráðstafanir eigi að gera til þess að krónan haldist stöðug og afnema megi gjaldeyrishöftin. Öllum má þó vera ljóst að án samkeppnishæfrar myntar verður efnahagskerfið ekki endurreist. Í utanríkismálum lýsir Vinstrihreyfingin - grænt framboð sem fyrr yfir fullri andstöðu við veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu. Vera flokksins í ríkisstjórn hefur þó engin áhrif á þá staðreynd að aðildin er einn af hornsteinum utanríkisstefnu landsins. Ályktunina ber að lesa þannig að ekki sé gerð krafa um að hér verði breyting á. Í reynd er andstaðan bara til innanflokksbrúks. Að sama skapi lýsir hreyfingin yfir andstöðu við aðild að Evrópusambandinu. Trúlega ber að lesa þessa yfirlýsingu eins og hina fyrri. Hún þýðir þar af leiðandi ekki að flokkurinn standi gegn því að ríkisstjórn, sem hann á aðild að, sæki um aðild. Líklega ber fremur að túlka yfirlýsinguna á þann veg að flokkurinn muni andæfa aðild eins lengi og fært þykir. Forsætisráðherra hefur lýst yfir því að stefna Vinstri græns í Evrópumálum fullnægi öllum kröfum Samfylkingarinnar um stjórnarsamstarf. Aðildarstefnu Samfylkingarinnar ber því að skýra í þessu ljósi. Hún hefur einfaldlega ekki aðra þýðingu en þá að Samfylkingin ætli að láta Vinstri grænt ráða för. Valið snýst um einangrun eða samkeppnishæft efnahagsumhverfi. Samt fá kjósendur ekki skýra málefnalega leiðsögn inn í framtíðina. Hitt er ljóst hvar völdin munu liggja. Er það fullnægjandi lýðræði á þessum tímum?
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun