Tiger frábær í endurkomunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2009 09:01 Tiger spilaði flott golf í gær. Nordic Photos/Getty Images Það var ekki hægt að sjá neitt ryð á Tiger Woods sem snéri til baka á golfvöllinn með glans í gær eftir átta mánaða fjarveru. Tiger er að taka þátt í Match Play Championship-mótinu og rúllaði auðveldlega í næstu umferð með því að leggja Brendan Jones 3&2. Jones átti sér aldrei viðreisnar von en Tiger lék fyrstu holuna á fugli. „Mér leið vel. Ég missti aðeins dampinn á nokkrum holum en svo kom þetta til baka. Ég hélt að hnéð yrði aðeins stífara en það var," sagði Woods sem fékk rífandi móttökur á mótinu hjá fjölda áhorfenda sem biðu spenntir eftir því að sjá Tiger spila á nýjan leik. „Ég sagði við kylfusveininn að þetta væri bara eins og við hefðum aldrei farið. Þetta var bara eins og hver annar dagur í vinnunni. Ég hélt ég yrði lengur að finna taktinn en hann var bara til staðar," sagði Tiger og viðurkenndi einnig að hafa átt von á að verða stressaðri en hann var það ekki. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það var ekki hægt að sjá neitt ryð á Tiger Woods sem snéri til baka á golfvöllinn með glans í gær eftir átta mánaða fjarveru. Tiger er að taka þátt í Match Play Championship-mótinu og rúllaði auðveldlega í næstu umferð með því að leggja Brendan Jones 3&2. Jones átti sér aldrei viðreisnar von en Tiger lék fyrstu holuna á fugli. „Mér leið vel. Ég missti aðeins dampinn á nokkrum holum en svo kom þetta til baka. Ég hélt að hnéð yrði aðeins stífara en það var," sagði Woods sem fékk rífandi móttökur á mótinu hjá fjölda áhorfenda sem biðu spenntir eftir því að sjá Tiger spila á nýjan leik. „Ég sagði við kylfusveininn að þetta væri bara eins og við hefðum aldrei farið. Þetta var bara eins og hver annar dagur í vinnunni. Ég hélt ég yrði lengur að finna taktinn en hann var bara til staðar," sagði Tiger og viðurkenndi einnig að hafa átt von á að verða stressaðri en hann var það ekki.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira