Beðið eftir Godot Jón Kaldal skrifar 2. september 2008 04:00 Á Alþingi í dag mun Geir Haarde forsætisráðherra flytja skýrslu um stöðu efnahagsmála. Það eru örugglega engar ýkjur að segja að fárra framsagna Geirs hafi verið beðið með jafn mikilli eftirvæntingu. Biðin eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við þeim efnahagsþrengingum sem fylgja gengisfalli krónunnar, hratt hækkandi verðlagi og tilheyrandi verðbólgu er farin að minna um margt á Beðið eftir Godot, frægasta leikrit írska Nóbelsskáldsins Samuels Beckett. Eins og allir leikhúsunnendur þekkja vísar titill verksins í bið sem aldrei tekur enda. Og það bíða vissulega margir eftir leiðsögn stjórnmálalífsins þessa dagana. Það fallega hugtak þjóðarsátt hefur sérstaklega verið mörgum tamt á tungu undanfarna mánuði. Í síðustu viku ítrekuðu forystumenn ASÍ ósk um breitt samráð ríkisstjórnar, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda og kvörtuðu um leið yfir dræmum undirtektum þeirrar fyrstnefndu. Í viðtali við Markaðinn fyrir fjórum vikum ræddu fyrrum jaxlar úr fremstu víglínu atvinnulífsins og verkalýðsbaráttunnar, þeir Þórarinn V. Þórarinsson og Ari Skúlason, um nauðsyn styrkrar forystu stjórnmálamannanna um þessar mundir. Þeir fullyrtu reyndar að við núverandi aðstæður yrði stjórnmálalífið að taka af skarið og veita þá forystu sem með þyrfti. Þeir félagar bentu réttilega á að samfélagið væri gjörbreytt frá dögum þjóðarsáttarinnar þegar vinnumarkaðurinn var lokaður og samtök atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar sterkari. Það er þó óneitanlega kaldhæðnislegt að frumkvæði VSÍ og ASÍ á sínum tíma var einmitt vegna ráðleysis og skort á frumkvæði ríkisstjórnarinnar sem sat þá við völd. Það er hálf hrollvekjandi tilhugsun, en orð Þórarins og Ara um mikilvægi stjórnmálalífsins er tæpast hægt að skilja á annan veg en að þjóðin sé í stórvandræðum ef núverandi ríkisstjórn guggnar frammi fyrir efnahagsvandanum. Það er engin ástæða til að draga úr umfangi þeirra þrenginga sem eru fram undan, og beinlínis ósanngjarnt að ætlast til að stjórnmálamennirnir hafi lausnir við þeim á reiðum höndum. Krafa um styrka forystu og skýr skilaboð frá ríkisstjórninni er hins vegar eðlileg og réttmæt. Hingað til má segja að forsætisráðherra hafi verið eins og í hlutverki Estragons, úr fyrrnefndu verki Becketts, sem situr mestallan fyrsta þátt þess og bisar við að ná af sér öðru stígvélinu, þar til hann gefst upp og segir. „Ekkert við því að gera." Í dag hefur Geir tækifæri til að sýna úr hverju hann er gerður. Áhorfendurnir í salnum eru orðnir óþolinmóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun
Á Alþingi í dag mun Geir Haarde forsætisráðherra flytja skýrslu um stöðu efnahagsmála. Það eru örugglega engar ýkjur að segja að fárra framsagna Geirs hafi verið beðið með jafn mikilli eftirvæntingu. Biðin eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við þeim efnahagsþrengingum sem fylgja gengisfalli krónunnar, hratt hækkandi verðlagi og tilheyrandi verðbólgu er farin að minna um margt á Beðið eftir Godot, frægasta leikrit írska Nóbelsskáldsins Samuels Beckett. Eins og allir leikhúsunnendur þekkja vísar titill verksins í bið sem aldrei tekur enda. Og það bíða vissulega margir eftir leiðsögn stjórnmálalífsins þessa dagana. Það fallega hugtak þjóðarsátt hefur sérstaklega verið mörgum tamt á tungu undanfarna mánuði. Í síðustu viku ítrekuðu forystumenn ASÍ ósk um breitt samráð ríkisstjórnar, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda og kvörtuðu um leið yfir dræmum undirtektum þeirrar fyrstnefndu. Í viðtali við Markaðinn fyrir fjórum vikum ræddu fyrrum jaxlar úr fremstu víglínu atvinnulífsins og verkalýðsbaráttunnar, þeir Þórarinn V. Þórarinsson og Ari Skúlason, um nauðsyn styrkrar forystu stjórnmálamannanna um þessar mundir. Þeir fullyrtu reyndar að við núverandi aðstæður yrði stjórnmálalífið að taka af skarið og veita þá forystu sem með þyrfti. Þeir félagar bentu réttilega á að samfélagið væri gjörbreytt frá dögum þjóðarsáttarinnar þegar vinnumarkaðurinn var lokaður og samtök atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar sterkari. Það er þó óneitanlega kaldhæðnislegt að frumkvæði VSÍ og ASÍ á sínum tíma var einmitt vegna ráðleysis og skort á frumkvæði ríkisstjórnarinnar sem sat þá við völd. Það er hálf hrollvekjandi tilhugsun, en orð Þórarins og Ara um mikilvægi stjórnmálalífsins er tæpast hægt að skilja á annan veg en að þjóðin sé í stórvandræðum ef núverandi ríkisstjórn guggnar frammi fyrir efnahagsvandanum. Það er engin ástæða til að draga úr umfangi þeirra þrenginga sem eru fram undan, og beinlínis ósanngjarnt að ætlast til að stjórnmálamennirnir hafi lausnir við þeim á reiðum höndum. Krafa um styrka forystu og skýr skilaboð frá ríkisstjórninni er hins vegar eðlileg og réttmæt. Hingað til má segja að forsætisráðherra hafi verið eins og í hlutverki Estragons, úr fyrrnefndu verki Becketts, sem situr mestallan fyrsta þátt þess og bisar við að ná af sér öðru stígvélinu, þar til hann gefst upp og segir. „Ekkert við því að gera." Í dag hefur Geir tækifæri til að sýna úr hverju hann er gerður. Áhorfendurnir í salnum eru orðnir óþolinmóðir.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun