Á Ísland að taka upp evru? Björgvin Guðmundsson skrifar 24. september 2008 09:32 Samtök atvinnulífsins hafa lagt til við ASÍ, að aðilar vinnumarkaðarins beiti sér fyrir því, að nýr gjaldmiðill verði tekinn upp, þar eð krónan dugi ekki lengur. Þetta eru talsverð tíðindi. Ekki liggur að vísu alveg fyrir hvort samtökin verði sammála um að beita sér fyrir upptöku evru eða annars erlends gjaldmiðils. En líklegt er, að svo verði. Ef taka á upp evru verður það ekki gert án aðildar að Evrópusambandinu. Um það efni hafa fengist skýr svör frá ESB. Björn Bjarnason ráðherra hefur að vísu lagt til, að kannað verði hvort unnt sé að taka upp evru án aðildar að ESB. Hann telur möguleika á því, að EES-ríki geti fengið að taka upp evru án aðildar að ESB. Ég tel þetta ólíklegt en sjálfsagt er að láta á það reyna. Ef samstaða verður um að taka upp nýjan gjaldmiðil tel ég líklegast, að evra verði fyrir valinu. Við erum í Evrópska efnahagssvæðinu og mest af okkar viðskiptum eru við ríki ESB. Líklegt er, að Ísland gangi í ESB innan ekki mjög langs tíma. Þess vegna væri óskynsamlegt að taka upp annan gjaldmiðil en evru. Fengjum aðild að stjórn ESBHver eru rökin fyrir aðild að ESB? Þau eru helst þessi: 1. Við fengjum aðild að stjórn ESB,þingi, framkvæmdastjórn og öðrum stofnunum sambandsins. Í dag verðum við að taka við tilskipunum ESB án þess að eiga aðild að stjórn sambandsins. 2.Við fengjum aðild að Myntbandalagi Evrópu og gætum tekið upp evru. 3. Við fengjum væntanlega tollfrelsi fyrir þær fáu sjávarafurðir,sem enn eru utan fríverslunarsamnings Íslands og ESB. Helstu rökin gegn aðild að ESB eru þessi: 1. Við yrðum að lúta sjávarútvegsstefnu ESB og sætta okkur við að veiðiheimildir til veiða við Island. yrðu gefnar út í Brussel. 2.Við yrðum að sætta okkur við yfirþjóðlegt vald ESB. Varðandi rökin gegn aðild að ESB skipta sjávarútvegsmálin mestu máli. Ekki yrði mikil breyting á yfirþjóðlegu valdi ESB yfir Íslandi. Við lútum því þegar í dag og þar yrði sáralítil breyting á. Margir telja,að Ísland mundi fá allar eða nær allar heimildir til veiða við Ísland vegna veiðireynslu Íslendinga hér. Þessir aðilar telja, að Ísland hafi ekkert að óttast í þessu efni. Margir áhrifamenn ESB hafa tekið undir þetta. Fengi Ísland undanþágu?Ef Ísland sækir um aðild að ESB mun það sjálfsagt reyna að fá undanþágur fyrir sinn sjávarútveg. Það fæst ekkert upp um það fyrirfram hvort Ísland fær undanþágur eða ekki. Það má reyna að fá undanþágu á þeim grundvelli, að Ísland sé á fjarlægum norðurslóðum og að Ísland sé fámennt eyríki. Svíar fengu undanþágur fyrir sinn landbúnað , m.a.á þeim grundvelli að landbúnaður þeirra væri á fjarlægum norðurslóðum. Gallinn varðandi Ísland er sá, að sjávarútvegur okkar stendur mjög vel og Ísland er mjög ríkt þjóðfélag. Þetta veikur undanþágubeiðnir okkar. Ég tel,að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB og láta reyna á það hvað fengist út úr samningaviðræðum um aðild. Ég tel ekki að við getum sætt okkur við hvað sem er í því efni. Niðurstaða í sjávarútvegsmálum getur skipt sköpum. Síðan ætti að leggja samninganiðurstöður ( aðildarsamning) undir þjóðaratkvæði. Þjóðin ætti þannig að ráða því hvort og á hvaða grundvelli Ísland gengi í ESB. Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa lagt til við ASÍ, að aðilar vinnumarkaðarins beiti sér fyrir því, að nýr gjaldmiðill verði tekinn upp, þar eð krónan dugi ekki lengur. Þetta eru talsverð tíðindi. Ekki liggur að vísu alveg fyrir hvort samtökin verði sammála um að beita sér fyrir upptöku evru eða annars erlends gjaldmiðils. En líklegt er, að svo verði. Ef taka á upp evru verður það ekki gert án aðildar að Evrópusambandinu. Um það efni hafa fengist skýr svör frá ESB. Björn Bjarnason ráðherra hefur að vísu lagt til, að kannað verði hvort unnt sé að taka upp evru án aðildar að ESB. Hann telur möguleika á því, að EES-ríki geti fengið að taka upp evru án aðildar að ESB. Ég tel þetta ólíklegt en sjálfsagt er að láta á það reyna. Ef samstaða verður um að taka upp nýjan gjaldmiðil tel ég líklegast, að evra verði fyrir valinu. Við erum í Evrópska efnahagssvæðinu og mest af okkar viðskiptum eru við ríki ESB. Líklegt er, að Ísland gangi í ESB innan ekki mjög langs tíma. Þess vegna væri óskynsamlegt að taka upp annan gjaldmiðil en evru. Fengjum aðild að stjórn ESBHver eru rökin fyrir aðild að ESB? Þau eru helst þessi: 1. Við fengjum aðild að stjórn ESB,þingi, framkvæmdastjórn og öðrum stofnunum sambandsins. Í dag verðum við að taka við tilskipunum ESB án þess að eiga aðild að stjórn sambandsins. 2.Við fengjum aðild að Myntbandalagi Evrópu og gætum tekið upp evru. 3. Við fengjum væntanlega tollfrelsi fyrir þær fáu sjávarafurðir,sem enn eru utan fríverslunarsamnings Íslands og ESB. Helstu rökin gegn aðild að ESB eru þessi: 1. Við yrðum að lúta sjávarútvegsstefnu ESB og sætta okkur við að veiðiheimildir til veiða við Island. yrðu gefnar út í Brussel. 2.Við yrðum að sætta okkur við yfirþjóðlegt vald ESB. Varðandi rökin gegn aðild að ESB skipta sjávarútvegsmálin mestu máli. Ekki yrði mikil breyting á yfirþjóðlegu valdi ESB yfir Íslandi. Við lútum því þegar í dag og þar yrði sáralítil breyting á. Margir telja,að Ísland mundi fá allar eða nær allar heimildir til veiða við Ísland vegna veiðireynslu Íslendinga hér. Þessir aðilar telja, að Ísland hafi ekkert að óttast í þessu efni. Margir áhrifamenn ESB hafa tekið undir þetta. Fengi Ísland undanþágu?Ef Ísland sækir um aðild að ESB mun það sjálfsagt reyna að fá undanþágur fyrir sinn sjávarútveg. Það fæst ekkert upp um það fyrirfram hvort Ísland fær undanþágur eða ekki. Það má reyna að fá undanþágu á þeim grundvelli, að Ísland sé á fjarlægum norðurslóðum og að Ísland sé fámennt eyríki. Svíar fengu undanþágur fyrir sinn landbúnað , m.a.á þeim grundvelli að landbúnaður þeirra væri á fjarlægum norðurslóðum. Gallinn varðandi Ísland er sá, að sjávarútvegur okkar stendur mjög vel og Ísland er mjög ríkt þjóðfélag. Þetta veikur undanþágubeiðnir okkar. Ég tel,að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB og láta reyna á það hvað fengist út úr samningaviðræðum um aðild. Ég tel ekki að við getum sætt okkur við hvað sem er í því efni. Niðurstaða í sjávarútvegsmálum getur skipt sköpum. Síðan ætti að leggja samninganiðurstöður ( aðildarsamning) undir þjóðaratkvæði. Þjóðin ætti þannig að ráða því hvort og á hvaða grundvelli Ísland gengi í ESB. Höfundur er viðskiptafræðingur
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun