Réttur neytenda til að vera upplýstir Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 29. maí 2008 06:00 Ólíkt því sem skyldað er í öðrum Evrópuríkjum þarf ekki að merkja hér á landi sérstaklega erfðabreytt matvæli. Um hættur þess að neyta erfðabreyttra matvæla er deilt. Framleiðendur segja að sjálfsögðu að erfðabreytt matvæli, eins og korn, maís og soja, séu í engu hættulegri en matvæli sem eru ekki erfðabreytt. Andstæðingar segja hins vegar að við erfðabreytinguna komi í ljós óvænt neikvæð áhrif, eins og ofnæmisviðbrögð, auk annarra hættna. Hvort sem hætturnar eru til staðar eða ekki ætti það að vera skýlaus réttur neytenda að hafa val um það hvort hann neytir erfðabreyttra matvæla. Kostnaður neytenda af slíku vali er mun hærri hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum þar sem merkingar eru skyldugar. Það eru eflaust fáir sem gera sér grein fyrir að fjölmargir Íslendingar neyta erfðabreyttra matvæla á hverjum degi, en slíkt er meðal annars að finna í algengu morgunkorni, vinsælum tómatsósum, gosdrykkjum, tilbúnu kökudeigi, kexi og svo mætti lengi telja. Í fjölmörg ár hafa talsmenn neytenda hvatt til þess að Evrópureglur um merkingar á erfðabreyttum matvælum taki gildi hér á landi en þær segja til um að merkja þurfi sérstaklega umbúðir ef vara inniheldur í það minnsta eitt prósent af erfðabreyttum hráefnum. Tilgangurinn með þessari löggjöf er ekki að koma slíkum matvælum af markaði hér á landi, heldur til að neytendur geti haft upplýst val um það hvað þeir kaupa. Sérstaklega hefur verið kallað eftir slíkum reglum um merkingar hér á landi þar sem hlutfallslega er meira flutt inn af matvælum frá Bandaríkjunum en í öðrum Evrópuríkjum, en hlutfall erfðabreytts korns, soja, kanóla og bómullar er mun hærra í bandarískri framleiðslu en evrópskri. Því eru mun meiri líkur á að neyta erfðabreyttra matvæla séu þau framleidd í Bandaríkjunum en í Evrópu. Fyrir rúmu ári boðaði þáverandi umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, reglugerð um merkingu erfðabreyttra matvæla, sem átti að vera „fyrsta skrefið í að laga íslenska löggjöf að Evrópusambandsreglum". Tveimur árum fyrr boðaði Sigríður Anna Þórðardóttir, þáverandi umhverfisráðherra, að búast mætti við að „innan skamms gildi hér sömu reglur [um erfðabreytt matvæli og fóður] og í öðrum Evrópuríkjum". Rétt má vera að það sé ekki við íslensk stjórnvöld að sakast að evrópskar merkingareglur séu ekki hluti af EES-samningnum, en eins og kom fram í máli núverandi umhverfisráðherra, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, í Fréttablaðinu á sunnudag hafa merkingar á erfðabreyttum matvælum ekki verið ræddar í núverandi ríkisstjórn, auk þess sem forræði málsins hefur verið fært frá umhverfisráðherra til landbúnaðarráðherra með tilfærslu matvælamála frá og með síðustu áramótum. Einar K. Guðfinnsson getur því haldið starfi Jónínu Bjartmarz áfram, með reglugerð um erfðabreytt matvæli, sem gerir þá kröfu að slík matvæli sem eru til sölu hér á landi séu sérstaklega merkt. Einungis þá er hægt að segja að íslenskir neytendur hafi upplýst val í þessum efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun
Ólíkt því sem skyldað er í öðrum Evrópuríkjum þarf ekki að merkja hér á landi sérstaklega erfðabreytt matvæli. Um hættur þess að neyta erfðabreyttra matvæla er deilt. Framleiðendur segja að sjálfsögðu að erfðabreytt matvæli, eins og korn, maís og soja, séu í engu hættulegri en matvæli sem eru ekki erfðabreytt. Andstæðingar segja hins vegar að við erfðabreytinguna komi í ljós óvænt neikvæð áhrif, eins og ofnæmisviðbrögð, auk annarra hættna. Hvort sem hætturnar eru til staðar eða ekki ætti það að vera skýlaus réttur neytenda að hafa val um það hvort hann neytir erfðabreyttra matvæla. Kostnaður neytenda af slíku vali er mun hærri hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum þar sem merkingar eru skyldugar. Það eru eflaust fáir sem gera sér grein fyrir að fjölmargir Íslendingar neyta erfðabreyttra matvæla á hverjum degi, en slíkt er meðal annars að finna í algengu morgunkorni, vinsælum tómatsósum, gosdrykkjum, tilbúnu kökudeigi, kexi og svo mætti lengi telja. Í fjölmörg ár hafa talsmenn neytenda hvatt til þess að Evrópureglur um merkingar á erfðabreyttum matvælum taki gildi hér á landi en þær segja til um að merkja þurfi sérstaklega umbúðir ef vara inniheldur í það minnsta eitt prósent af erfðabreyttum hráefnum. Tilgangurinn með þessari löggjöf er ekki að koma slíkum matvælum af markaði hér á landi, heldur til að neytendur geti haft upplýst val um það hvað þeir kaupa. Sérstaklega hefur verið kallað eftir slíkum reglum um merkingar hér á landi þar sem hlutfallslega er meira flutt inn af matvælum frá Bandaríkjunum en í öðrum Evrópuríkjum, en hlutfall erfðabreytts korns, soja, kanóla og bómullar er mun hærra í bandarískri framleiðslu en evrópskri. Því eru mun meiri líkur á að neyta erfðabreyttra matvæla séu þau framleidd í Bandaríkjunum en í Evrópu. Fyrir rúmu ári boðaði þáverandi umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, reglugerð um merkingu erfðabreyttra matvæla, sem átti að vera „fyrsta skrefið í að laga íslenska löggjöf að Evrópusambandsreglum". Tveimur árum fyrr boðaði Sigríður Anna Þórðardóttir, þáverandi umhverfisráðherra, að búast mætti við að „innan skamms gildi hér sömu reglur [um erfðabreytt matvæli og fóður] og í öðrum Evrópuríkjum". Rétt má vera að það sé ekki við íslensk stjórnvöld að sakast að evrópskar merkingareglur séu ekki hluti af EES-samningnum, en eins og kom fram í máli núverandi umhverfisráðherra, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, í Fréttablaðinu á sunnudag hafa merkingar á erfðabreyttum matvælum ekki verið ræddar í núverandi ríkisstjórn, auk þess sem forræði málsins hefur verið fært frá umhverfisráðherra til landbúnaðarráðherra með tilfærslu matvælamála frá og með síðustu áramótum. Einar K. Guðfinnsson getur því haldið starfi Jónínu Bjartmarz áfram, með reglugerð um erfðabreytt matvæli, sem gerir þá kröfu að slík matvæli sem eru til sölu hér á landi séu sérstaklega merkt. Einungis þá er hægt að segja að íslenskir neytendur hafi upplýst val í þessum efnum.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun