Tiger vann sögulegan sigur með fugli á 72. holu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. mars 2008 09:58 Tiger fagnar eftir að hafa sett niður fugl á átjándu í gær. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods vann sitt fimmta mót á PGA-mótaröðinni í golfi í röð með því að setja niður 7,5 metra pútt á átjándu og síðustu holu Arnold Palmer-mótsins í gær. Það má sjá myndband af atvikinu og viðtal við Tiger á heimasíðu PGA-mótaraðarinnar, pgatour.com. Tiger er enn ósigraður á þessu ári en hann var nokkuð lengi að ná sínu besta fram á Flórída um helgina. Hann var efstur fyrir keppnisdaginn ásamt fjórum öðrum. Tiger lék samtals á tíu höggum undir pari en Bart Bryant kom næstur á níu höggum undir pari. Vijay Singh, Sean O'Hair og Bubba Watson voru einnig í fyrsta sætinu fyrir lokakeppnisdaginn en náðu ekki að halda í við þá Tiger og Bryant. Bart Bryant varð fyrsti maðurinn í 21 ár til að spila alla fjóra hringina undir 70 höggum. Hann lék á 68 höggum fyrstu þrjá dagana en á 67 höggum í gær. Tiger vann sinn 64. sigur á ferlinum og jafnaði þar með árangur Ben Hogan sem er í þriðja sæti yfir sigursælustu kylfinga í sögu PGA-mótaraðarinnar. Sam Snead vann 82 sigra á ferlinum og Jack Nicklaus 72 talsins. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods vann sitt fimmta mót á PGA-mótaröðinni í golfi í röð með því að setja niður 7,5 metra pútt á átjándu og síðustu holu Arnold Palmer-mótsins í gær. Það má sjá myndband af atvikinu og viðtal við Tiger á heimasíðu PGA-mótaraðarinnar, pgatour.com. Tiger er enn ósigraður á þessu ári en hann var nokkuð lengi að ná sínu besta fram á Flórída um helgina. Hann var efstur fyrir keppnisdaginn ásamt fjórum öðrum. Tiger lék samtals á tíu höggum undir pari en Bart Bryant kom næstur á níu höggum undir pari. Vijay Singh, Sean O'Hair og Bubba Watson voru einnig í fyrsta sætinu fyrir lokakeppnisdaginn en náðu ekki að halda í við þá Tiger og Bryant. Bart Bryant varð fyrsti maðurinn í 21 ár til að spila alla fjóra hringina undir 70 höggum. Hann lék á 68 höggum fyrstu þrjá dagana en á 67 höggum í gær. Tiger vann sinn 64. sigur á ferlinum og jafnaði þar með árangur Ben Hogan sem er í þriðja sæti yfir sigursælustu kylfinga í sögu PGA-mótaraðarinnar. Sam Snead vann 82 sigra á ferlinum og Jack Nicklaus 72 talsins.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira