McGrane tók forystuna á Indlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. febrúar 2008 15:37 Damien McGrane horfir eftir höggi í dag. Nordic Photos / AFP Írski kylfingurinn Damien McGrane hefur forystu á indverska meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. McGrane var í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag en lék á 69 höggum í dag og náði þar með tveggja högga forystu á þrjá aðra kylfinga. McGrane er samtals á átta höggum undir pari en þeir Hendrik Buhrmann frá Suður-Afríku, Raphael Jacquelin frá Frakklandi og Graeme McDowell frá Norður-Írlandi eru á sex höggum undir pari. Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els komst í gegnum niðurskurðinn þrátt fyrir að hafa verið talsvert frá sínu besta á mótinu. Hann lék á 70 höggum í dag og bætti sig þar með um fimm högg frá því í gær. Hann er á samtals einu höggi yfir pari og er í 44.-54. sæti. Heimamaðurinn Jyoti Randhawa var með forystu eftir fyrsta keppnisdaginn en náði sér alls ekki á strik í dag og kláraði á 77 höggum. Hann hefur borið sigur úr býtum á þessum móti undanfarin tvö ár. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Írski kylfingurinn Damien McGrane hefur forystu á indverska meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. McGrane var í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag en lék á 69 höggum í dag og náði þar með tveggja högga forystu á þrjá aðra kylfinga. McGrane er samtals á átta höggum undir pari en þeir Hendrik Buhrmann frá Suður-Afríku, Raphael Jacquelin frá Frakklandi og Graeme McDowell frá Norður-Írlandi eru á sex höggum undir pari. Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els komst í gegnum niðurskurðinn þrátt fyrir að hafa verið talsvert frá sínu besta á mótinu. Hann lék á 70 höggum í dag og bætti sig þar með um fimm högg frá því í gær. Hann er á samtals einu höggi yfir pari og er í 44.-54. sæti. Heimamaðurinn Jyoti Randhawa var með forystu eftir fyrsta keppnisdaginn en náði sér alls ekki á strik í dag og kláraði á 77 höggum. Hann hefur borið sigur úr býtum á þessum móti undanfarin tvö ár.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira