Fasteignalánarisi í kreppu 8. janúar 2008 19:37 Viðskiptum með hlutabréf í bandaríska fasteignalánafyrirtækinu Countrywide Financial, einu stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna í þessu geira, voru stöðvuð til skamms tíma í dag eftir gengi bréfanna féll um rúm sautján prósent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í kjölfar orðróms að félagið ætlaði að fara fram á greiðslustöðvun.Stjórnendur fasteignalánafélagsins sendu frá sér tilkynningu þess efnis skömmu síðar að ekkert lægi til grundvallar orðróminum og væri fjarri því að fyrirtækið væri á leið í þrot. Gengi bréfa í Countrywide hefur hríðlækkað eftir að vanskil á undirmálslánamarkaði beit í afkomu fjármálafyrirtækja og fasteignamarkaðurinn í Bandaríkjunum kólnað. Hæst stóð gengið í rúmum 45 dölum á hlut en hefur hríðlækkað frá síðasta ári og fór lægst í 5,76 dali á hlut í dag. Countrywide hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir útlánastefnu sína á undirmálslánamarkaði og er starfsemi þess til rannsóknar vestanhafs. Gengið jafnaði sig lítillega eftir að tilkynning fyrirtækisins birtist í dag.Countrywide tapaði 1,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 70 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Stjórnendur fyrirtækisins segja stefnt að því að skila hagnaði á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Markaðsaðilar draga hins vegar í efa að af því verði. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Viðskiptum með hlutabréf í bandaríska fasteignalánafyrirtækinu Countrywide Financial, einu stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna í þessu geira, voru stöðvuð til skamms tíma í dag eftir gengi bréfanna féll um rúm sautján prósent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í kjölfar orðróms að félagið ætlaði að fara fram á greiðslustöðvun.Stjórnendur fasteignalánafélagsins sendu frá sér tilkynningu þess efnis skömmu síðar að ekkert lægi til grundvallar orðróminum og væri fjarri því að fyrirtækið væri á leið í þrot. Gengi bréfa í Countrywide hefur hríðlækkað eftir að vanskil á undirmálslánamarkaði beit í afkomu fjármálafyrirtækja og fasteignamarkaðurinn í Bandaríkjunum kólnað. Hæst stóð gengið í rúmum 45 dölum á hlut en hefur hríðlækkað frá síðasta ári og fór lægst í 5,76 dali á hlut í dag. Countrywide hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir útlánastefnu sína á undirmálslánamarkaði og er starfsemi þess til rannsóknar vestanhafs. Gengið jafnaði sig lítillega eftir að tilkynning fyrirtækisins birtist í dag.Countrywide tapaði 1,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 70 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Stjórnendur fyrirtækisins segja stefnt að því að skila hagnaði á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Markaðsaðilar draga hins vegar í efa að af því verði.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira