Enn óróleiki á hlutabréfamörkuðum 7. janúar 2008 09:20 Verðbréfamiðlarar að störfum í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hélt áfram að lækka á helstu fjármálamörkuðum í dag og ljóst að fjárfestar hafa ekki átt láni að fagna á nýju ári. Margir telja að í ljósi meira atvinnuleysis í Bandaríkjunum í desember en reiknað hafi verið með séu um helmingslíkur á því að efnahagskreppa dynji yfir þar í landi á næstunni og geti það haft víðtæk áhrif um heim allan, líkt og norska dagblaðið Aftenposten bendir á í dag. Árið hefur síður en svo byrjað vel. Hafa ber hins vegar í huga að markaðir hafa margir hverjir ekki verið opnir nema í örfáa daga það sem af er ári, sumir hluta úr degi. Þannig voru hlutabréfamarkaðir aðeins opnir í nokkra tíma í Japan á föstudag en þá féll Nikkei-vísitalan um 1,64 prósent. Í framhaldi af birtingu talna um atvinnuþátttöku vestanhafs féllu svo markaðir í Bandaríkjunum. Nikkei-vísitalan lækkaði aftur í dag, í þetta sinn um 1,3 prósent. Sveiflur eru hins vegar á mörkuðum í Bretlandi, Þýskalandi og í Frakklandi og eru rétt við óbreytt ástand. Lækkun er hins vegar á norrænum hlutabréfamörkuðum. Þannig hefur C20-vísitalan í Kaupmannahöfn lækkað um 0,65 prósent, vísitalan í kauphöllinni í Ósló er niður um 0,8 prósent og í sænsku kauphöllinni í Stokkhólmi hefur vísitalan lækkað um 0,4 prósent. Viðskipti hefjast í Kauphöllinni klukkan tíu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa hélt áfram að lækka á helstu fjármálamörkuðum í dag og ljóst að fjárfestar hafa ekki átt láni að fagna á nýju ári. Margir telja að í ljósi meira atvinnuleysis í Bandaríkjunum í desember en reiknað hafi verið með séu um helmingslíkur á því að efnahagskreppa dynji yfir þar í landi á næstunni og geti það haft víðtæk áhrif um heim allan, líkt og norska dagblaðið Aftenposten bendir á í dag. Árið hefur síður en svo byrjað vel. Hafa ber hins vegar í huga að markaðir hafa margir hverjir ekki verið opnir nema í örfáa daga það sem af er ári, sumir hluta úr degi. Þannig voru hlutabréfamarkaðir aðeins opnir í nokkra tíma í Japan á föstudag en þá féll Nikkei-vísitalan um 1,64 prósent. Í framhaldi af birtingu talna um atvinnuþátttöku vestanhafs féllu svo markaðir í Bandaríkjunum. Nikkei-vísitalan lækkaði aftur í dag, í þetta sinn um 1,3 prósent. Sveiflur eru hins vegar á mörkuðum í Bretlandi, Þýskalandi og í Frakklandi og eru rétt við óbreytt ástand. Lækkun er hins vegar á norrænum hlutabréfamörkuðum. Þannig hefur C20-vísitalan í Kaupmannahöfn lækkað um 0,65 prósent, vísitalan í kauphöllinni í Ósló er niður um 0,8 prósent og í sænsku kauphöllinni í Stokkhólmi hefur vísitalan lækkað um 0,4 prósent. Viðskipti hefjast í Kauphöllinni klukkan tíu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira