Árangursríkt grasrótarstarf Steinunn Stefánsdóttir skrifar 1. október 2008 08:45 Krabbameinsfélagið helgar í ár, eins og undanfarin ár, októbermánuð árveknisátaki gegn brjóstakrabbameini. Um leið og vakin er athygli á hópleit Krabbameinsfélagsins að brjóstakrabbameini og konur hvattar til að nýta sér hana er bleika slaufan seld til ágóða fyrir tækjakaupum Krabbameinsfélagsins. Í ár verður ágóðanum af sölu bleiku slaufunnar varið til að ljúka greiðslu á nýjum stafrænum röntgentækjum. Nýju tækin munu bæta skilyrði Krabbameinsfélagsins til að leita að brjóstakrabbameini með mun nákvæmari greiningu en fékkst með eldri tækjum. Þetta ætti að skila sér beint í auknum batahorfum þeirra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein vegna þess að líkur eru á að meinið greinist fyrr. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna. Ein af hverjum tíu konum á Íslandi greinist með brjóstakrabbamein einhvern tíma á ævinni. Þetta er há tala en á móti kemur að árangurinn í baráttunni gegn brjóstakrabbameini hér á landi er einn sá besti í heimi. Tæp 90 prósent þeirra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein eru enn á lífi fimm árum eftir greiningu. Vitað er að því fyrr sem krabbamein í brjóstum greinist því meiri eru lífslíkurnar. Engin kona ætti því að sitja heima þegar hún fær boð um röntgenskoðun hjá Krabbameinsfélaginu en allar konur á aldrinum 40 til 69 ára eru boðaðar í slíka skoðun á tveggja ára fresti. Krabbameinsfélagið hefur frá stofnun þess árið 1951 unnið stórmerkilegt starf. Galdurinn í starfi félagsins er trúlega að þar kemur saman fagfólk annars vegar og sjúklingar hins vegar. Samstarf þessara tveggja hópa, ásamt þeim þriðja sem eru aðstandendur sjúklinga og áhugafólk um baráttuna gegn krabbameini, hefur verið frjósamt og getið af sér miklar framfarir fyrir sjúklinga sem greinast með krabbamein. Leitarstarfið er meðal þessara framfara. Í því sambandi er nóg að benda á að dánartíðni af völdum brjóstakrabbameins hefur ekki aukist undanfarna áratugi þrátt fyrir talsverða aukningu á nýgengi meinsins. Það er raunar umhugsunarefni að svo virðist sem umhverfisþættir skipti meira máli en erfðir þegar brjóstakrabbamein er annars vegar. Þannig er brjóstakrabbamein mun algengara á Vesturlöndum en í Afríku og Asíu. Sömuleiðis hefur verið sýnt fram á fylgni milli brjóstakrabbameins og notkun hormónalyfja til að draga úr áhrifum tíðahvarfa og annarra þátta svo sem kyrrsetu, offitu og áfengisneyslu. Ljóst er því að konur geta að einhverju leyti sjálfar haft áhrif á líkurnar á því að þær veikist af brjóstakrabbameini. Markmið árveknisártaksins í ár er að selja 40.000 bleikar slaufur. Lesendur Fréttablaðsins geta fylgst með árangri söfnunarinnar á mæli sem birtur verður á forsíðu blaðsins dag hvern meðan átakið stendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun
Krabbameinsfélagið helgar í ár, eins og undanfarin ár, októbermánuð árveknisátaki gegn brjóstakrabbameini. Um leið og vakin er athygli á hópleit Krabbameinsfélagsins að brjóstakrabbameini og konur hvattar til að nýta sér hana er bleika slaufan seld til ágóða fyrir tækjakaupum Krabbameinsfélagsins. Í ár verður ágóðanum af sölu bleiku slaufunnar varið til að ljúka greiðslu á nýjum stafrænum röntgentækjum. Nýju tækin munu bæta skilyrði Krabbameinsfélagsins til að leita að brjóstakrabbameini með mun nákvæmari greiningu en fékkst með eldri tækjum. Þetta ætti að skila sér beint í auknum batahorfum þeirra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein vegna þess að líkur eru á að meinið greinist fyrr. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna. Ein af hverjum tíu konum á Íslandi greinist með brjóstakrabbamein einhvern tíma á ævinni. Þetta er há tala en á móti kemur að árangurinn í baráttunni gegn brjóstakrabbameini hér á landi er einn sá besti í heimi. Tæp 90 prósent þeirra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein eru enn á lífi fimm árum eftir greiningu. Vitað er að því fyrr sem krabbamein í brjóstum greinist því meiri eru lífslíkurnar. Engin kona ætti því að sitja heima þegar hún fær boð um röntgenskoðun hjá Krabbameinsfélaginu en allar konur á aldrinum 40 til 69 ára eru boðaðar í slíka skoðun á tveggja ára fresti. Krabbameinsfélagið hefur frá stofnun þess árið 1951 unnið stórmerkilegt starf. Galdurinn í starfi félagsins er trúlega að þar kemur saman fagfólk annars vegar og sjúklingar hins vegar. Samstarf þessara tveggja hópa, ásamt þeim þriðja sem eru aðstandendur sjúklinga og áhugafólk um baráttuna gegn krabbameini, hefur verið frjósamt og getið af sér miklar framfarir fyrir sjúklinga sem greinast með krabbamein. Leitarstarfið er meðal þessara framfara. Í því sambandi er nóg að benda á að dánartíðni af völdum brjóstakrabbameins hefur ekki aukist undanfarna áratugi þrátt fyrir talsverða aukningu á nýgengi meinsins. Það er raunar umhugsunarefni að svo virðist sem umhverfisþættir skipti meira máli en erfðir þegar brjóstakrabbamein er annars vegar. Þannig er brjóstakrabbamein mun algengara á Vesturlöndum en í Afríku og Asíu. Sömuleiðis hefur verið sýnt fram á fylgni milli brjóstakrabbameins og notkun hormónalyfja til að draga úr áhrifum tíðahvarfa og annarra þátta svo sem kyrrsetu, offitu og áfengisneyslu. Ljóst er því að konur geta að einhverju leyti sjálfar haft áhrif á líkurnar á því að þær veikist af brjóstakrabbameini. Markmið árveknisártaksins í ár er að selja 40.000 bleikar slaufur. Lesendur Fréttablaðsins geta fylgst með árangri söfnunarinnar á mæli sem birtur verður á forsíðu blaðsins dag hvern meðan átakið stendur.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun