Samkeppnisgrundvöllurinn Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 19. apríl 2008 08:00 Á fimmtudagskvöld var fjallað um innlenda dagskrárframleiðslu í Ríkissjónvarpinu: Tökur eru nýlega hafnar á þáttaröðinni Dagvaktin sem sýnd verður á Stöð 2. Þessi leikna þáttaröð er kostuð með styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og áskrifendur að dagskrá einkareknu stöðvarinnar kaupa sér aðgang að henni. Stöðin selur síðan auglýsingatíma umhverfis þetta vinsæla efni. Í Ríkissjónvarpinu var líka fjallað um lokaþáttinn í Skólahreysti, vinsælli þáttaröð á Skjá 1. Kostnaði við þá framleiðslu er mætt með auglýsinga- og kostunartekjum einkafyrirtækis sem rekur þá sjónvarpsstöð. Bæði fyrirtækin eru í bullandi samkeppni um auglýsinga-, kostunar- og áskriftartekjur við alla aðra sem fyrir eru á þeim markaði. Fyrr þennan sama dag var haldinn aðalfundur Ríkisútvarpsins ohf. Þar voru lagðir fram reikningar þessa ríkisrekna hlutafélags. Þar var fjallað sérstaklega um tekjur Ríkisútvarpsins í samkeppnisrekstri og þær voru taldar engar í skýringum endurskoðenda. Núll. Svo má kalla hlutina röngum nöfnum að það venjist: allar auglýsinga- og kostunartekjur Ríkisútvarpsins eru sóttar á samkeppnismarkað. Þar etur ríkisstofnunin kappi við önnur fyrirtæki á ljósvakamarkaði, prentmiðla af öllu tagi, vefmiðla, smáa og stóra, auglýsingafyrirtækin öll á opnum markaði. Rúm 30 prósent af tekjum Ríkisútvarpsins eru úr samkeppnisrekstri þess sem auglýsingamiðils. Rangvísandi og ósannar skilgreiningar sem kokkaðar eru upp á þingi og í ráðuneyti breyta engu um eðli þeirrar samkeppni: tugir fyrirtækja í einkarekstri finna fyrir þeirri samkeppni á hverjum degi. Og líða fyrir hana. Yfirburðir ríkisstofnana undir hatti Þorgerðar Katrínar í auglýsingaþjónustu eru ósæmilegir, ranglátir og hafa ekkert með hlutverk Ríkisútvarpsins sem menningarstofnunar að gera. Þótt hún vilji kalla svart hvítt; auglýsingadreifingu annað en samkeppnisrekstur. Það var enginn fulltrúi eigenda á aðalfundinum til að mótmæla rangfærslum í reikningum RÚV. Fulltrúi eigenda talaði ekki mikið þar um sérgæði ríkisreksturs, jafna samkeppni á markaði, og blómstrandi einkaframtak. Þá ræðu flytur menntamálaráðherrann annars staðar. Ríkisútvarpið ohf. stendur ekki undir nafni sem menningarstofnun í almannaþágu fyrr en það er tekið af auglýsingamarkaði. Það stendur ekki undir nafni sem menningarstofnun fyrr en það er leyst undan þeirri ánauð að eltast við sem mest áhorf til að þóknast auglýsendum. Það mun standa undir nafni sem menningarstofnun laust úr þeim álögum og frjálst til að sækja áhorfendaskara sinn vegna gæða efnis, og þarf þá að fá til þess nægilegt fjármagn svo sómi sé að. Þegar það verður geta Páll Magnússon og Þorgerður Katrín klappað saman lófunum fyrir hvoru öðru á aðalfundi RÚV ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun
Á fimmtudagskvöld var fjallað um innlenda dagskrárframleiðslu í Ríkissjónvarpinu: Tökur eru nýlega hafnar á þáttaröðinni Dagvaktin sem sýnd verður á Stöð 2. Þessi leikna þáttaröð er kostuð með styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og áskrifendur að dagskrá einkareknu stöðvarinnar kaupa sér aðgang að henni. Stöðin selur síðan auglýsingatíma umhverfis þetta vinsæla efni. Í Ríkissjónvarpinu var líka fjallað um lokaþáttinn í Skólahreysti, vinsælli þáttaröð á Skjá 1. Kostnaði við þá framleiðslu er mætt með auglýsinga- og kostunartekjum einkafyrirtækis sem rekur þá sjónvarpsstöð. Bæði fyrirtækin eru í bullandi samkeppni um auglýsinga-, kostunar- og áskriftartekjur við alla aðra sem fyrir eru á þeim markaði. Fyrr þennan sama dag var haldinn aðalfundur Ríkisútvarpsins ohf. Þar voru lagðir fram reikningar þessa ríkisrekna hlutafélags. Þar var fjallað sérstaklega um tekjur Ríkisútvarpsins í samkeppnisrekstri og þær voru taldar engar í skýringum endurskoðenda. Núll. Svo má kalla hlutina röngum nöfnum að það venjist: allar auglýsinga- og kostunartekjur Ríkisútvarpsins eru sóttar á samkeppnismarkað. Þar etur ríkisstofnunin kappi við önnur fyrirtæki á ljósvakamarkaði, prentmiðla af öllu tagi, vefmiðla, smáa og stóra, auglýsingafyrirtækin öll á opnum markaði. Rúm 30 prósent af tekjum Ríkisútvarpsins eru úr samkeppnisrekstri þess sem auglýsingamiðils. Rangvísandi og ósannar skilgreiningar sem kokkaðar eru upp á þingi og í ráðuneyti breyta engu um eðli þeirrar samkeppni: tugir fyrirtækja í einkarekstri finna fyrir þeirri samkeppni á hverjum degi. Og líða fyrir hana. Yfirburðir ríkisstofnana undir hatti Þorgerðar Katrínar í auglýsingaþjónustu eru ósæmilegir, ranglátir og hafa ekkert með hlutverk Ríkisútvarpsins sem menningarstofnunar að gera. Þótt hún vilji kalla svart hvítt; auglýsingadreifingu annað en samkeppnisrekstur. Það var enginn fulltrúi eigenda á aðalfundinum til að mótmæla rangfærslum í reikningum RÚV. Fulltrúi eigenda talaði ekki mikið þar um sérgæði ríkisreksturs, jafna samkeppni á markaði, og blómstrandi einkaframtak. Þá ræðu flytur menntamálaráðherrann annars staðar. Ríkisútvarpið ohf. stendur ekki undir nafni sem menningarstofnun í almannaþágu fyrr en það er tekið af auglýsingamarkaði. Það stendur ekki undir nafni sem menningarstofnun fyrr en það er leyst undan þeirri ánauð að eltast við sem mest áhorf til að þóknast auglýsendum. Það mun standa undir nafni sem menningarstofnun laust úr þeim álögum og frjálst til að sækja áhorfendaskara sinn vegna gæða efnis, og þarf þá að fá til þess nægilegt fjármagn svo sómi sé að. Þegar það verður geta Páll Magnússon og Þorgerður Katrín klappað saman lófunum fyrir hvoru öðru á aðalfundi RÚV ohf.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun