PPDA í vondum málum Einar Már Jónsson skrifar 9. júlí 2008 06:00 Um langt skeið hefur fréttaþulurinn Patrick Poivre d"Arvor verið einn af vinsælustu sjónvarpsmönnum Frakklands. Ef einhverjum Íslendingum finnst þetta nafn fulllangt og óþjált í munni má það vera þeim nokkur huggun að það finnst Fransmönnum líka, og því er það gjarnan háttur þeirra, ekki síst í blöðum, að kalla hann einungis „PPDA"; fer þá ekkert á milli mála. En sem sé, í eina tvo áratugi hefur þessi fréttaþulur og fréttamaður, því hann er hvort tveggja í senn, séð um kvöldfréttir í þeirri sjónvarpsstöð sem mest mun vera horft á. Þar hefur látlaus rödd hans og framkoma heillað sjónvarpsáhorfendur svo mjög að honum hefur verið jafnað við Walter Cronkite hinn bandaríska, sem nú er nánast orðinn að goðsagnaveru, og verður naumast lengra gengið. @Megin-Ol Idag 8,3p :En fyrir skömmu þegar PPDA var einu sinni sem oftar staddur á íþróttavelli, að horfa á tenniskeppni að sögn, fór hann í rælni að skoða nýjustu tíðindi á netinu í gemsa og rakst þá á frétt sem kom honum í nokkurt uppnám, enda var honum málið skylt: hann las þar að búið væri að reka hann frá sjónvarpsstöðinni, og fylgdi með um leið nafn eftirmannsins. Honum þótti þetta lítil kurteisi, og því rauk hann af stað til að fá staðfestingu og skýringu á þessu öllu. En svörin voru vandræðaleg og loðin: honum var sagt að tími væri kominn til að endurnýja ásjónu sjónvarpsstöðvarinnar, hann væri búinn að vera sinn tíma, auk þess væri hann að verða full gamall í starfið (hann mun nú standa á sextugu), og svo væri áhorfendum fréttanna farið að fækka (það var rétt en áhorfendum hafði fækkað enn meira annars staðar). Það var líka ljóst að eftirmaðurinn var allt það sem PPDA var ekki, ung og glæsileg sjónvarpskona sem þegar var búin að skapa sér vinsældir annars staðar og hét Laurence Ferrari. Það varð til þess að blaðið Libération setti þessa fyrirsögn á forsíðu: „Slys í sjónvarpinu. PPDA lendir undir Ferrari". Nú varð mikill hvellur, samkvæmt skoðanakönnunum harmaði meirihluti Frakka brottrekstur PPDA, eða 55 af hundraði. En ýmsir gerðu sig ekki ánægða með skýringar yfirmanna sjónvarpsstöðvarinnar, þeir fóru að leita að annarri skýringu og fundu hana fljótlega. Einhvern tíma þegar Sarkozy fór á fund í þeim heldri manna klúbbi sem kenndur er við „G8" og sat þar við hlið vinarins Pútíns, hafði það nefnilega skroppið upp úr PPDA í beinni útsendingu að Nikulás væri eins og lítill drengur sem kominn væri til að leika sér í skólaporti stóru strákanna. Þetta átti víst að vera vingjarnleg athugasemd í munni sjónvarpsmannsins, og vék kannske að því að Frakklandsforseti er fremur lítill vexti. En þetta gat Sarkozy aldrei fyrirgefið, það var orðið „lítill" sem fór fyrir brjóstið á honum. Og eins og hjá einvaldskonungum fyrri alda var þá hefndin vís, þótt síðar yrði. Nánir stuðningsmenn forsetans hafa að vísu mótmælt því hástöfum að hann hafi heimtað að PPDA yrði rekinn, hann hafi einungis látið þau orð falla, sem margir heyrðu, að hann vildi gjarnan sjá Laurence Ferrari lesa þessar kvöldfréttir. En stundum var nóg fyrir Ríkarð 3. að láta fáein orð falla og þá fuku hausarnir. Stuðningsmennirnir segja einnig að þetta sé varla nema smámál og löngu kominn tími til að PPDA færi á sinn reit í fílakirkjugarði ljósvakans. Það er kannske að nokkru leyti rétt, en nú hafa rannsóknarblaðamenn bent á að þetta smámál sé einnig hluti af öðru máli mun stærra og alvarlegra: hvernig Sarkozy sé hröðum skrefum að leggja undir sig franskan fjölmiðlaheim. Því hann hefur sínar ákveðnu hugmyndir um það hvernig fréttaflutningur eigi að vera og hverjir eigi að annast hann, og þeim hugmyndum vill hann hrinda í framkvæmd. Þegar hann tók nýlega á móti fréttamönnum vikuritsins „Marianne" sagði hann, eins og þeir hafa sjálfir greint frá: „Það þarf að binda enda á baknags-blaðamennsku og efla fræðandi blaðamennsku sem útskýrir starf stjórnarinnar." Í slíku samhengi segir hann gjarnan við hvern sem vill heyra: „Allt breytist, heimurinn breytist, Frakkland breytist, og því verða sjónvarpsfréttirnar líka að breytast." Og stuðningsmenn hans taka undir í kór: „Sarkózisminn er stöðug ynging." Sarkozy lætur ekki sitja við orðin tóm, hann hefur komið ár sinni þannig fyrir borð að allir helstu eigendur í fjölmiðlaheiminum eru vinir hans og kunningjar sem hann er í stöðugu sambandi við, og í lykilstöður eru nú settir traustir stuðningsmenn hans. Eitt lítið dæmi: þegar ákveðið var að setja allar sjónvarps- og útvarpssendingar Frakka til útlanda undir einn hatt, var Christine Ockrent snarlega sett yfir það bákn. Hún var vissulega þekkt sjónvarpskona - en jafnframt eiginkona Kouchners utanríkisráðherra. Um þetta ástand, í enn víðara samhengi, var nýlega búið til stjórnmálahugtak sem kannske á nokkra framtíð fyrir sér: það er „sarkóberlúskónismi". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun
Um langt skeið hefur fréttaþulurinn Patrick Poivre d"Arvor verið einn af vinsælustu sjónvarpsmönnum Frakklands. Ef einhverjum Íslendingum finnst þetta nafn fulllangt og óþjált í munni má það vera þeim nokkur huggun að það finnst Fransmönnum líka, og því er það gjarnan háttur þeirra, ekki síst í blöðum, að kalla hann einungis „PPDA"; fer þá ekkert á milli mála. En sem sé, í eina tvo áratugi hefur þessi fréttaþulur og fréttamaður, því hann er hvort tveggja í senn, séð um kvöldfréttir í þeirri sjónvarpsstöð sem mest mun vera horft á. Þar hefur látlaus rödd hans og framkoma heillað sjónvarpsáhorfendur svo mjög að honum hefur verið jafnað við Walter Cronkite hinn bandaríska, sem nú er nánast orðinn að goðsagnaveru, og verður naumast lengra gengið. @Megin-Ol Idag 8,3p :En fyrir skömmu þegar PPDA var einu sinni sem oftar staddur á íþróttavelli, að horfa á tenniskeppni að sögn, fór hann í rælni að skoða nýjustu tíðindi á netinu í gemsa og rakst þá á frétt sem kom honum í nokkurt uppnám, enda var honum málið skylt: hann las þar að búið væri að reka hann frá sjónvarpsstöðinni, og fylgdi með um leið nafn eftirmannsins. Honum þótti þetta lítil kurteisi, og því rauk hann af stað til að fá staðfestingu og skýringu á þessu öllu. En svörin voru vandræðaleg og loðin: honum var sagt að tími væri kominn til að endurnýja ásjónu sjónvarpsstöðvarinnar, hann væri búinn að vera sinn tíma, auk þess væri hann að verða full gamall í starfið (hann mun nú standa á sextugu), og svo væri áhorfendum fréttanna farið að fækka (það var rétt en áhorfendum hafði fækkað enn meira annars staðar). Það var líka ljóst að eftirmaðurinn var allt það sem PPDA var ekki, ung og glæsileg sjónvarpskona sem þegar var búin að skapa sér vinsældir annars staðar og hét Laurence Ferrari. Það varð til þess að blaðið Libération setti þessa fyrirsögn á forsíðu: „Slys í sjónvarpinu. PPDA lendir undir Ferrari". Nú varð mikill hvellur, samkvæmt skoðanakönnunum harmaði meirihluti Frakka brottrekstur PPDA, eða 55 af hundraði. En ýmsir gerðu sig ekki ánægða með skýringar yfirmanna sjónvarpsstöðvarinnar, þeir fóru að leita að annarri skýringu og fundu hana fljótlega. Einhvern tíma þegar Sarkozy fór á fund í þeim heldri manna klúbbi sem kenndur er við „G8" og sat þar við hlið vinarins Pútíns, hafði það nefnilega skroppið upp úr PPDA í beinni útsendingu að Nikulás væri eins og lítill drengur sem kominn væri til að leika sér í skólaporti stóru strákanna. Þetta átti víst að vera vingjarnleg athugasemd í munni sjónvarpsmannsins, og vék kannske að því að Frakklandsforseti er fremur lítill vexti. En þetta gat Sarkozy aldrei fyrirgefið, það var orðið „lítill" sem fór fyrir brjóstið á honum. Og eins og hjá einvaldskonungum fyrri alda var þá hefndin vís, þótt síðar yrði. Nánir stuðningsmenn forsetans hafa að vísu mótmælt því hástöfum að hann hafi heimtað að PPDA yrði rekinn, hann hafi einungis látið þau orð falla, sem margir heyrðu, að hann vildi gjarnan sjá Laurence Ferrari lesa þessar kvöldfréttir. En stundum var nóg fyrir Ríkarð 3. að láta fáein orð falla og þá fuku hausarnir. Stuðningsmennirnir segja einnig að þetta sé varla nema smámál og löngu kominn tími til að PPDA færi á sinn reit í fílakirkjugarði ljósvakans. Það er kannske að nokkru leyti rétt, en nú hafa rannsóknarblaðamenn bent á að þetta smámál sé einnig hluti af öðru máli mun stærra og alvarlegra: hvernig Sarkozy sé hröðum skrefum að leggja undir sig franskan fjölmiðlaheim. Því hann hefur sínar ákveðnu hugmyndir um það hvernig fréttaflutningur eigi að vera og hverjir eigi að annast hann, og þeim hugmyndum vill hann hrinda í framkvæmd. Þegar hann tók nýlega á móti fréttamönnum vikuritsins „Marianne" sagði hann, eins og þeir hafa sjálfir greint frá: „Það þarf að binda enda á baknags-blaðamennsku og efla fræðandi blaðamennsku sem útskýrir starf stjórnarinnar." Í slíku samhengi segir hann gjarnan við hvern sem vill heyra: „Allt breytist, heimurinn breytist, Frakkland breytist, og því verða sjónvarpsfréttirnar líka að breytast." Og stuðningsmenn hans taka undir í kór: „Sarkózisminn er stöðug ynging." Sarkozy lætur ekki sitja við orðin tóm, hann hefur komið ár sinni þannig fyrir borð að allir helstu eigendur í fjölmiðlaheiminum eru vinir hans og kunningjar sem hann er í stöðugu sambandi við, og í lykilstöður eru nú settir traustir stuðningsmenn hans. Eitt lítið dæmi: þegar ákveðið var að setja allar sjónvarps- og útvarpssendingar Frakka til útlanda undir einn hatt, var Christine Ockrent snarlega sett yfir það bákn. Hún var vissulega þekkt sjónvarpskona - en jafnframt eiginkona Kouchners utanríkisráðherra. Um þetta ástand, í enn víðara samhengi, var nýlega búið til stjórnmálahugtak sem kannske á nokkra framtíð fyrir sér: það er „sarkóberlúskónismi".
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun