Umhugsunarefni Þorsteinn Pálsson skrifar 6. desember 2008 06:30 Orsakir og afleiðingar bankahrunsins hafa eðlilega beint athygli manna að stjórnkerfinu og skipulagi þess. Spurningar hafa vaknað hvort annars konar stjórnskipan gæti þjónað betur markmiðum nýrra tíma. Þingræðisskipulagið á djúpar rætur í samfélaginu. Fyrir því er norræn hefð. En það er tæpast svo heilagt að það þoli ekki gagnrýna umræðu. Ef hennar er ekki þörf við ríkjandi aðstæður, þá hvenær? Eftir þingræðisreglunni getur engin ríkisstjórn setið nema hún njóti trausts meirihluta Alþingis. Í dagsins önn er það hins vegar svo að framkvæmdavaldið stýrir þinginu. Það er einmitt sá veruleiki sem ýmsir hafa efasemdir um. Með nokkrum rétti má segja að eftirlitshlutverk þingsins með framkvæmdavaldinu sé fyrir þá sök ekki eins sterkt og það þyrfti að vera. Helsti ávinningurinn við fyrirfram gefinn þingmeirihluta er sá að kerfið er skjótvirkt. Hinn kosturinn er að kjósa framkvæmdavaldið sérstaklega. Það er þá óháð þinginu. Ríkisstjórnin getur ekki gengið að vísum þingmeirihluta og þarf því að semja um framgang einstakra mála. Það getur tekið lengri tíma en í þingræðiskerfinu. Ólíkar pólitískar fylkingar geta ráðið ríkisstjórn og þingi. Við slíkar aðstæður er hins vegar líklegra að eftirlitshlutverk þingsins verði virkara en nú er. Öðru hvoru alla síðustu öld komu fram hugmyndir um að fórna þingræðisskipulaginu. Prófessor Guðmundur Finnbogason setti fram sérstæðustu hugmyndina í riti sínu Stórnarbót árið 1924. Þar lagði hann til að ríkisstjórnir kjörnar af þinginu misstu sjálfkrafa umboð þegar sérstök efnahagsvísitala færi yfir rautt strik. Í aðdraganda lýðveldisstofnunarinnar reifaði Bjarni Benediktsson hugmyndir um afnám þingræðisreglunnar með vísun bæði til bandaríska kerfisins og þess svissneska. Af sama tilefni en nokkru síðar rituðu bæði Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Jónannesson greinar með opnum hug um kosti og galla þess að aðskilja löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið. Skoðanakönnun sem gerð var um það leyti sem lýðveldisstjórnarkráin var sett sýndi að þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar aðhylltust þingræðisskipulagið en um fjórðungur aðskilnað að bandarískum hætti. Það er svo ekki fyrr en í byrjun níunda áratugarins að Vilmundur Gylfason gerir aðskilnað löggjfarvalds og framkvæmdavalds að pólitísku stefnumáli með skírskotun til siðrænna umbóta. Engan veginn er unnt að ganga út frá því sem vísu að breyting á stjórnkerfinu leysi sjálfkrafa allt það sem reiði manna snýst um nú um stundir. Það breytir ekki hinu að ærin ástæða getur verið að skoða gaumgæfilega hvort breytt skipulag þætti horfa til framfara. Í þessu samhengi er einnig vert að huga að því hvort rétt væri að auka vægi persónukjörs á kostnað listakosninga. Fjölmargar leiðir eru til í þeim efnum. Beinni tengsl kjósenda og kjörinna fulltrúa eru æskileg. Fjölmiðlar gegna þar mikilvægu milliliðahlutverki en þurfa ekki að einoka sviðið. Þjóðaratkvæðagreiðslur um stærri mál koma hér líka til álita. Þó að efnahagsendurreisnin sé forgangsverkefni dagsins eru þetta verðug umhgusunarefni í því samhengi öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun
Orsakir og afleiðingar bankahrunsins hafa eðlilega beint athygli manna að stjórnkerfinu og skipulagi þess. Spurningar hafa vaknað hvort annars konar stjórnskipan gæti þjónað betur markmiðum nýrra tíma. Þingræðisskipulagið á djúpar rætur í samfélaginu. Fyrir því er norræn hefð. En það er tæpast svo heilagt að það þoli ekki gagnrýna umræðu. Ef hennar er ekki þörf við ríkjandi aðstæður, þá hvenær? Eftir þingræðisreglunni getur engin ríkisstjórn setið nema hún njóti trausts meirihluta Alþingis. Í dagsins önn er það hins vegar svo að framkvæmdavaldið stýrir þinginu. Það er einmitt sá veruleiki sem ýmsir hafa efasemdir um. Með nokkrum rétti má segja að eftirlitshlutverk þingsins með framkvæmdavaldinu sé fyrir þá sök ekki eins sterkt og það þyrfti að vera. Helsti ávinningurinn við fyrirfram gefinn þingmeirihluta er sá að kerfið er skjótvirkt. Hinn kosturinn er að kjósa framkvæmdavaldið sérstaklega. Það er þá óháð þinginu. Ríkisstjórnin getur ekki gengið að vísum þingmeirihluta og þarf því að semja um framgang einstakra mála. Það getur tekið lengri tíma en í þingræðiskerfinu. Ólíkar pólitískar fylkingar geta ráðið ríkisstjórn og þingi. Við slíkar aðstæður er hins vegar líklegra að eftirlitshlutverk þingsins verði virkara en nú er. Öðru hvoru alla síðustu öld komu fram hugmyndir um að fórna þingræðisskipulaginu. Prófessor Guðmundur Finnbogason setti fram sérstæðustu hugmyndina í riti sínu Stórnarbót árið 1924. Þar lagði hann til að ríkisstjórnir kjörnar af þinginu misstu sjálfkrafa umboð þegar sérstök efnahagsvísitala færi yfir rautt strik. Í aðdraganda lýðveldisstofnunarinnar reifaði Bjarni Benediktsson hugmyndir um afnám þingræðisreglunnar með vísun bæði til bandaríska kerfisins og þess svissneska. Af sama tilefni en nokkru síðar rituðu bæði Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Jónannesson greinar með opnum hug um kosti og galla þess að aðskilja löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið. Skoðanakönnun sem gerð var um það leyti sem lýðveldisstjórnarkráin var sett sýndi að þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar aðhylltust þingræðisskipulagið en um fjórðungur aðskilnað að bandarískum hætti. Það er svo ekki fyrr en í byrjun níunda áratugarins að Vilmundur Gylfason gerir aðskilnað löggjfarvalds og framkvæmdavalds að pólitísku stefnumáli með skírskotun til siðrænna umbóta. Engan veginn er unnt að ganga út frá því sem vísu að breyting á stjórnkerfinu leysi sjálfkrafa allt það sem reiði manna snýst um nú um stundir. Það breytir ekki hinu að ærin ástæða getur verið að skoða gaumgæfilega hvort breytt skipulag þætti horfa til framfara. Í þessu samhengi er einnig vert að huga að því hvort rétt væri að auka vægi persónukjörs á kostnað listakosninga. Fjölmargar leiðir eru til í þeim efnum. Beinni tengsl kjósenda og kjörinna fulltrúa eru æskileg. Fjölmiðlar gegna þar mikilvægu milliliðahlutverki en þurfa ekki að einoka sviðið. Þjóðaratkvæðagreiðslur um stærri mál koma hér líka til álita. Þó að efnahagsendurreisnin sé forgangsverkefni dagsins eru þetta verðug umhgusunarefni í því samhengi öllu.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun