Hrun kallar á nýja sköpun Jón Kaldal skrifar 7. október 2008 08:00 Það er ekki fallegt útsýnið út um glugga bloggheima inn í þjóðarsálina þessa dagana. Ef eitthvað er að marka stemninguna má búast við fólki með heykvíslar við dyr Seðlabankans, Alþingis, bankanna, og ekki síst útrásarvíkinganna svokölluðu, sem fyrir svo stuttu voru í svo miklum metum meðal þjóðarinnar. Það eina jákvæða við fúkyrðaflauminn er að vonandi ná einhverjir að fá útrás fyrir reiði sína og líður fyrir vikið betur á eftir. En mikið skelfing er þetta ófrjó, ótímabær og niðurdrepandi umræða. Það er alveg á hreinu að það pólitíska, siðferðilega og lagalega uppgjör sem kallað er eftir mun fara fram. Það verða skrifaðar ritgerðir og bækur og gerðir sjónvarpsþættir og bíómyndir um atburðina undanfarna daga, vikur, mánuði og ár. Um hvað fór úrskeiðis, af hverju það gerðist og hverjum var um að kenna. En það verður ekki saga um nokkra tugi einstaklinga sem settu heilt land á hausinn heldur saga um heila þjóð, þar sem stór hluti hennar ákvað að hafa að engu varnaðarorð um óraunhæfan styrk viðkvæms gjaldmiðils og fór á neyslufyllerí fyrir lán í erlendri mynt þrátt fyrir tekjur í krónum. Að skamma bankana fyrir myntlánin núna er dálítið eins og fyllibytta sem skammar ÁTVR fyrir að selja henni brennivín. En tíminn fyrir þetta uppgjör er ekki kominn. Það bíður betri tíma. Þótt forystumenn stjórnmála- og viðskiptalífsins séu kannski ekki að skapi allra þessa dagana, stendur upp á þjóðina að svara kalli þeirra um að sýna samstöðu. Með þeirri áskorun er ekki verið að freista þess að skjóta sér undan ábyrgð þegar þar að kemur. Stjórnmála- og viðskiptamenn þessa lands vita að undan því verður ekki vikist. En þeir vita líka að í því ástandi sem þjóðin stendur frammi fyrir er vænlegast til árangurs að styðjast við hinn einfalda frasa úr krísufræðunum: Að betur gefst að hugsa í lausnum en í vandamálum. Það eru erfiðir tímar framundan en þjóðin mun örugglega taka þeim af meira æðruleysi en fyrrnef ndir fúkyrðasmiðir í netheimum. Þeir eru af sama toga og kverúlantarnir sem gerðust valdaræningjar í Þjóðarsálinni á Rás 2 forðum daga með þeim afleiðingum að henni var lokað af tillitssemi við sálarheill hlustenda. Einn er sá frjálsi markaður sem enn lifir góðu lífi, það er markaðstorg hugmyndanna. Þegar forsendur fyrir tilverunni falla til jarðar með brauki og bramli þarf nýjar hugmyndir um hvernig, og á hverju, skal byggja upp aftur. Hrun kallar á sköpun og aðra nálgun á hlutina en tíðkast hefur. Fram undan eru að mörgu leyti spennandi tímar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun
Það er ekki fallegt útsýnið út um glugga bloggheima inn í þjóðarsálina þessa dagana. Ef eitthvað er að marka stemninguna má búast við fólki með heykvíslar við dyr Seðlabankans, Alþingis, bankanna, og ekki síst útrásarvíkinganna svokölluðu, sem fyrir svo stuttu voru í svo miklum metum meðal þjóðarinnar. Það eina jákvæða við fúkyrðaflauminn er að vonandi ná einhverjir að fá útrás fyrir reiði sína og líður fyrir vikið betur á eftir. En mikið skelfing er þetta ófrjó, ótímabær og niðurdrepandi umræða. Það er alveg á hreinu að það pólitíska, siðferðilega og lagalega uppgjör sem kallað er eftir mun fara fram. Það verða skrifaðar ritgerðir og bækur og gerðir sjónvarpsþættir og bíómyndir um atburðina undanfarna daga, vikur, mánuði og ár. Um hvað fór úrskeiðis, af hverju það gerðist og hverjum var um að kenna. En það verður ekki saga um nokkra tugi einstaklinga sem settu heilt land á hausinn heldur saga um heila þjóð, þar sem stór hluti hennar ákvað að hafa að engu varnaðarorð um óraunhæfan styrk viðkvæms gjaldmiðils og fór á neyslufyllerí fyrir lán í erlendri mynt þrátt fyrir tekjur í krónum. Að skamma bankana fyrir myntlánin núna er dálítið eins og fyllibytta sem skammar ÁTVR fyrir að selja henni brennivín. En tíminn fyrir þetta uppgjör er ekki kominn. Það bíður betri tíma. Þótt forystumenn stjórnmála- og viðskiptalífsins séu kannski ekki að skapi allra þessa dagana, stendur upp á þjóðina að svara kalli þeirra um að sýna samstöðu. Með þeirri áskorun er ekki verið að freista þess að skjóta sér undan ábyrgð þegar þar að kemur. Stjórnmála- og viðskiptamenn þessa lands vita að undan því verður ekki vikist. En þeir vita líka að í því ástandi sem þjóðin stendur frammi fyrir er vænlegast til árangurs að styðjast við hinn einfalda frasa úr krísufræðunum: Að betur gefst að hugsa í lausnum en í vandamálum. Það eru erfiðir tímar framundan en þjóðin mun örugglega taka þeim af meira æðruleysi en fyrrnef ndir fúkyrðasmiðir í netheimum. Þeir eru af sama toga og kverúlantarnir sem gerðust valdaræningjar í Þjóðarsálinni á Rás 2 forðum daga með þeim afleiðingum að henni var lokað af tillitssemi við sálarheill hlustenda. Einn er sá frjálsi markaður sem enn lifir góðu lífi, það er markaðstorg hugmyndanna. Þegar forsendur fyrir tilverunni falla til jarðar með brauki og bramli þarf nýjar hugmyndir um hvernig, og á hverju, skal byggja upp aftur. Hrun kallar á sköpun og aðra nálgun á hlutina en tíðkast hefur. Fram undan eru að mörgu leyti spennandi tímar.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun