Mikil hækkun á Wall Street 19. september 2008 20:08 Hamagangur í öskjunn á Wall Street í dag. Mynd/AP Fjárfestar í Bandaríkjunum tóku fagnandi stórtækum björgunaraðgerðum bandaríska ríkisins sem tilkynntar voru í dag og felast í því að sérstakur sjóður verði settur á laggirnar sem tekur við öllum - eða velflestum - eignum bandarískra banka og fjármálafyrirtækja sem eru orðnar næsta verðlausar og illseljanlegar eftir fall á bandarískum fasteignalánamarkaði. Á meðal lánanna eru undirmálslán og veð þeim tengdum. Þetta eru skuldabréfavafningar sem hafa hrunið í verði síðasta árið og ein helsta rót lausafjárkrísunnar sem riðið hefur fjármálamörkuðum víða um heim. Björgunaraðgerðirnar munu kosta bandaríska skattgreiðendur hundruð milljarða bandaríkjadala, líkt og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, bentu á í dag. Stofnun sjóðsins eru þó einungis einn stór liður í mörgum aðgerðum sem margir af helstu seðlabankar heimsins hafa tekið á sig til að koma í veg fyrir alvarlegar hremmingar um allan heim. Þar á meðal hafa bankarnir dælt inn fjármagni á markaðinn og opnað bönkum og fjármálafyrirtækjum lánaglugga svo þeir geti orðið sér úti um erlendan gjaldeyri, sem mjög hefur skort í hagkerfið. Ríkissstjórn Bandaríkjanna og aðrir ráðamenn tengdir fjármálaheiminum vestra ræða nánari útlistanir á aðgerðunum um helgina. Hlutabréf hafa hækkað víða um heim í dag, þar á meðal hér á landi. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,35 prósent í dag og Nasdaq-vísitalan um 3,40 prósent. Þetta er annar stóri hækkanadagurinn vestanhafs í röð en helstu hlutabréfavísitölur ruku upp um allt að fimm prósent í gær eftir að bandaríska sjónvarpsfréttastöðin CNBC lak því út hvað stjórnvöld hefðu í bígerð. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjárfestar í Bandaríkjunum tóku fagnandi stórtækum björgunaraðgerðum bandaríska ríkisins sem tilkynntar voru í dag og felast í því að sérstakur sjóður verði settur á laggirnar sem tekur við öllum - eða velflestum - eignum bandarískra banka og fjármálafyrirtækja sem eru orðnar næsta verðlausar og illseljanlegar eftir fall á bandarískum fasteignalánamarkaði. Á meðal lánanna eru undirmálslán og veð þeim tengdum. Þetta eru skuldabréfavafningar sem hafa hrunið í verði síðasta árið og ein helsta rót lausafjárkrísunnar sem riðið hefur fjármálamörkuðum víða um heim. Björgunaraðgerðirnar munu kosta bandaríska skattgreiðendur hundruð milljarða bandaríkjadala, líkt og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, bentu á í dag. Stofnun sjóðsins eru þó einungis einn stór liður í mörgum aðgerðum sem margir af helstu seðlabankar heimsins hafa tekið á sig til að koma í veg fyrir alvarlegar hremmingar um allan heim. Þar á meðal hafa bankarnir dælt inn fjármagni á markaðinn og opnað bönkum og fjármálafyrirtækjum lánaglugga svo þeir geti orðið sér úti um erlendan gjaldeyri, sem mjög hefur skort í hagkerfið. Ríkissstjórn Bandaríkjanna og aðrir ráðamenn tengdir fjármálaheiminum vestra ræða nánari útlistanir á aðgerðunum um helgina. Hlutabréf hafa hækkað víða um heim í dag, þar á meðal hér á landi. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,35 prósent í dag og Nasdaq-vísitalan um 3,40 prósent. Þetta er annar stóri hækkanadagurinn vestanhafs í röð en helstu hlutabréfavísitölur ruku upp um allt að fimm prósent í gær eftir að bandaríska sjónvarpsfréttastöðin CNBC lak því út hvað stjórnvöld hefðu í bígerð.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira