Vandræðaleg þögn Þorsteinn Pálsson skrifar 14. maí 2008 07:00 Aðalhagfræðingur Seðlabankans átti í síðustu viku í krafti stöðu sinnar samtal við þekkt þýskt dagblað. Þar kom fram sú afdráttarlausa skoðun að með evru mætti ná betri stöðugleika í þjóðarbúskap Íslendinga. Þessi ummæli sæta ekki sérlegum tíðindum á heimavelli fyrir þá sök að í meira en tvö ár hefur sú skoðun aðalhagfræðingsins legið fyrir með vel rökstuddum hætti að ávinningurinn af sjálfstæðri mynt væri minni en enginn og hún yki fremur sveiflur en að draga úr þeim. Þeirri niðurstöðu fylgdi fyrirvari um álit Seðlabankans sjálfs. Í þýska dagblaðinu var enginn slíkur fyrirvari. Eigi að síður má vera að hann hafi átt að fylgja. Á hinn bóginn var tekið fram að upptaka evru væri ógerleg af pólitískum ástæðum. Það er rétt með því að ríkisstjórnin er því andvíg. Forsætisráðherra hefur þar á móti lýst yfir því að senn sé tímabært að gera fræðilega úttekt á peningamálunum. Hlutverk Seðlabankans er sannarlega ekki að leggja pólitískar línur af þessu tagi. Á hinn bóginn er það skylda bankans í samræmi við sjálfstæði hans að gera fólkinu í landinu grein fyrir hagfræðilegu mati sínu á því hvernig stjórnun peningamála verður best háttað bæði í bráð og lengd. Það á að vera þekkt. Ríkisstjórnir þurfa að sjálfsögðu ekki að fara að hverju því áliti sem Seðlabankinn lætur í ljós. Ef þannig stendur á er það hlutverk ríkisstjórna að gera þjóðinni grein fyrir þeim ástæðum sem hugsanlega útiloka hagfræðiálit Seðlabankans. Pólitískar ákvarðanir eru eftir það teknar á upplýstum grundvelli. Í síðustu viku birti Seðlabankinn ársrit sitt um stöðugleika í íslenskum fjármálum. Það er ágæt stöðulýsing. Þar er á hinn bóginn ekki að finna rökstuðning fyrir því að núverandi aðferðafræði við stjórn peningamála dugi til frambúðar. Þar er engin ráðagerð um endurbætur. Þar er heldur ekki að finna röksemdir með eða á móti þeim sjónarmiðum sem aðalhagfræðingur bankans hefur ítrekað lýst bæði heima og erlendis. Í þessu samhengi þarf enn fremur að hafa í huga að forstöðumaður rannsóknar- og spádeildar hagfræðisviðs Seðlabankans kynnti fyrir nokkrum vikum viðamikla samanburðarrannsókn þar sem fræðilega er rökstutt að með upptöku evru megi ná betri árangri við að hemja verðbólgu. Könnunin var kynnt með fyrirvara um álit Seðlabankans. Í stöðugleikaskýrslunni er engin afstaða tekin til þessarar rannsóknarniðurstöðu. Þegar til þess er horft að helstu forstöðumenn hagfræðisviðs Seðlabankans hafa tjáð skoðanir sínar og skýrt rannsóknarniðurstöður sínar bæði heima og erlendis með svo ákveðnum hætti verður ekki lengur hjá því komist að kalla eftir áliti bankans sjálfs. Í fyrsta lagi þarf að fá úr því skorið hvort sömu eða ólík sjónarmið ríki á hagfræðisviði Seðlabankans annars vegar og í bankastjórn hins vegar. Í öðru lagi þarf að liggja fyrir hvort mat bankans fer saman við stefnu ríkisstjórnarinnar. Ósamræmi þarf ekki að vera óeðlilegt en á að vera vitað. Engin ástæða er fyrir Seðlabankann að draga yfir það fjöður ef hann er sammála aðalhagfræðingunum. Telji bankinn hins vegar að þeir vaði í persónulegum vegvillum með mat sitt og rannsóknir á skipulagi peningamálanna verður það að koma fram með skýrum hagfræðilegum gagnrökum. Þögnin dugar ekki lengur til að eyða þeirri óvissu. Hún er í besta falli vandræðaleg en í versta falli ótrúverðug. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun
Aðalhagfræðingur Seðlabankans átti í síðustu viku í krafti stöðu sinnar samtal við þekkt þýskt dagblað. Þar kom fram sú afdráttarlausa skoðun að með evru mætti ná betri stöðugleika í þjóðarbúskap Íslendinga. Þessi ummæli sæta ekki sérlegum tíðindum á heimavelli fyrir þá sök að í meira en tvö ár hefur sú skoðun aðalhagfræðingsins legið fyrir með vel rökstuddum hætti að ávinningurinn af sjálfstæðri mynt væri minni en enginn og hún yki fremur sveiflur en að draga úr þeim. Þeirri niðurstöðu fylgdi fyrirvari um álit Seðlabankans sjálfs. Í þýska dagblaðinu var enginn slíkur fyrirvari. Eigi að síður má vera að hann hafi átt að fylgja. Á hinn bóginn var tekið fram að upptaka evru væri ógerleg af pólitískum ástæðum. Það er rétt með því að ríkisstjórnin er því andvíg. Forsætisráðherra hefur þar á móti lýst yfir því að senn sé tímabært að gera fræðilega úttekt á peningamálunum. Hlutverk Seðlabankans er sannarlega ekki að leggja pólitískar línur af þessu tagi. Á hinn bóginn er það skylda bankans í samræmi við sjálfstæði hans að gera fólkinu í landinu grein fyrir hagfræðilegu mati sínu á því hvernig stjórnun peningamála verður best háttað bæði í bráð og lengd. Það á að vera þekkt. Ríkisstjórnir þurfa að sjálfsögðu ekki að fara að hverju því áliti sem Seðlabankinn lætur í ljós. Ef þannig stendur á er það hlutverk ríkisstjórna að gera þjóðinni grein fyrir þeim ástæðum sem hugsanlega útiloka hagfræðiálit Seðlabankans. Pólitískar ákvarðanir eru eftir það teknar á upplýstum grundvelli. Í síðustu viku birti Seðlabankinn ársrit sitt um stöðugleika í íslenskum fjármálum. Það er ágæt stöðulýsing. Þar er á hinn bóginn ekki að finna rökstuðning fyrir því að núverandi aðferðafræði við stjórn peningamála dugi til frambúðar. Þar er engin ráðagerð um endurbætur. Þar er heldur ekki að finna röksemdir með eða á móti þeim sjónarmiðum sem aðalhagfræðingur bankans hefur ítrekað lýst bæði heima og erlendis. Í þessu samhengi þarf enn fremur að hafa í huga að forstöðumaður rannsóknar- og spádeildar hagfræðisviðs Seðlabankans kynnti fyrir nokkrum vikum viðamikla samanburðarrannsókn þar sem fræðilega er rökstutt að með upptöku evru megi ná betri árangri við að hemja verðbólgu. Könnunin var kynnt með fyrirvara um álit Seðlabankans. Í stöðugleikaskýrslunni er engin afstaða tekin til þessarar rannsóknarniðurstöðu. Þegar til þess er horft að helstu forstöðumenn hagfræðisviðs Seðlabankans hafa tjáð skoðanir sínar og skýrt rannsóknarniðurstöður sínar bæði heima og erlendis með svo ákveðnum hætti verður ekki lengur hjá því komist að kalla eftir áliti bankans sjálfs. Í fyrsta lagi þarf að fá úr því skorið hvort sömu eða ólík sjónarmið ríki á hagfræðisviði Seðlabankans annars vegar og í bankastjórn hins vegar. Í öðru lagi þarf að liggja fyrir hvort mat bankans fer saman við stefnu ríkisstjórnarinnar. Ósamræmi þarf ekki að vera óeðlilegt en á að vera vitað. Engin ástæða er fyrir Seðlabankann að draga yfir það fjöður ef hann er sammála aðalhagfræðingunum. Telji bankinn hins vegar að þeir vaði í persónulegum vegvillum með mat sitt og rannsóknir á skipulagi peningamálanna verður það að koma fram með skýrum hagfræðilegum gagnrökum. Þögnin dugar ekki lengur til að eyða þeirri óvissu. Hún er í besta falli vandræðaleg en í versta falli ótrúverðug.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun