Skotnir sendiboðar Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 13. apríl 2008 08:00 Harkaleg gagnrýni hefur birst undanfarna sólarhringa um stjórnendur Seðlabankans í kjölfar síðustu ákvarðana um stýrivexti. Bankinn er sagður ráðalaus. Ummæli forystumanna atvinnurekenda og hagfræðinga í háskólasamfélaginu hafa tekið á sig persónulegan svip. Minnt er á að bankinn er gamalt pólitískt hæli fyrir eldri heldrimenn úr stjórnmálaflokkunum og efast er víða um faglega hæfni stjórnenda bankans. Nú er að koma á daginn sem sjá mátti fyrir að umdeildur stjórnmálamaður eins og Davíð Oddsson er á engum tíma hentugur til starfa á þessum vettvangi. Hann er enn njörvaður niður í sína pólitísku sögu, sama hvaða vilja hann kann að hafa sjálfur til að hefja sig yfir þann þátt á ferli sínum. Sem er miður. Líklega er hollast að aðrir bankastjórar komi fram fyrir hönd bankans í þessu fárviðri sem nú stendur um íslenskt efnahagslíf. En lítt dugar að skjóta sendiboða válegra tíðinda: lækkun á húsnæðismarkaði var fyrirsjáanleg. Engin innistæða var fyrir því verðæði sem hljóp í þann markað fyrir fáum árum. Verðhækkanir á húsnæði voru órar, spanaðir upp af sölumönnum og hinni háskalegu lánastefnu Árna Magnússonar og félaga sem Sjálfstæðisflokksformaðurinn varkári var ekki maður til að stoppa á sínum tíma. Spá Seðlabanka um halla á ríkissjóði er íhugunarverð: er einhver sú forsenda finnanleg í rekstri ríkisins sem réttlætir hækkun milli ára um tugi prósenta? Hvergi er dregið úr opinberum framkvæmdum og lítið hefur sést til niðurskurðar í opinberum rekstri. Þar eru menn á dúndrandi eyðslutrippi, þrátt fyrir margítrekaðar áskoranir um að dregið verði úr ríkisútgjöldum. Tveggja stafa verðbólgan sem blasir við á sér að hluta til skýringar í hækkun á aðfluttum vörum: um allan heim eru menn að takast á við hækkun á hráefnum, meðal annars vegna aukinnar eftirspurnar. Er framleiðslan í landinu að aukast? Ekki verður það séð. Iðnaður hér er fjárþurfi, hátt gildi krónu veldur öllum útflutningsgreinum erfiðleikum á erlendum mörkuðum og raunar blasir við hvaða atvinnurekstri sem er að hollara er að skrá fyrirtækin erlendis og reka útibú hér á landi. Sem er hægt í opnu kerfi Evrópu. Er almenningur að draga saman eyðsluna? Auðvitað verður að draga úr almennri eyðslu. Viðskiptahalli við útlönd er geigvænlegur og honum er ekki snúið við nema með aukinni framleiðslu. Stjórnvöld hafa engin tæki til að draga úr almennri ofneyslu nema hugheilar óskir, hvað sem málpípa Vinstri grænna hvín. Eftir ofsaþenslu í byggingariðnaði er viðbúið að atvinnuleysi taki við: farandverkamenn munu hraða sér á önnur svæði Evrópu. Samdráttur mun skila smærri fyrirtækjum verkefnaskorti og fjárhagsvanda. Eftirspurn í verktakavinnu mun hverfa snögglega. Öll þessi einkenni í spá Seðlabankans eru fyrirsjáanleg. Jafnvel þótt þau komi úr munni Davíðs Oddssonar. Hinn raunverulegi framtíðarvandi íslensks samfélags er smæð myntkerfis okkar og markaðar. Og við honum er aðeins sú lausn að hverfa inn í markaðssamfélag Evrópu og aðlaga kerfi okkar evrusvæðinu til fullnustu. Það er pólitísk ákvörðun. Og á endanum liggur hún hjá kjósendum en ekki piltum og stúlkum í flokksfélögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun
Harkaleg gagnrýni hefur birst undanfarna sólarhringa um stjórnendur Seðlabankans í kjölfar síðustu ákvarðana um stýrivexti. Bankinn er sagður ráðalaus. Ummæli forystumanna atvinnurekenda og hagfræðinga í háskólasamfélaginu hafa tekið á sig persónulegan svip. Minnt er á að bankinn er gamalt pólitískt hæli fyrir eldri heldrimenn úr stjórnmálaflokkunum og efast er víða um faglega hæfni stjórnenda bankans. Nú er að koma á daginn sem sjá mátti fyrir að umdeildur stjórnmálamaður eins og Davíð Oddsson er á engum tíma hentugur til starfa á þessum vettvangi. Hann er enn njörvaður niður í sína pólitísku sögu, sama hvaða vilja hann kann að hafa sjálfur til að hefja sig yfir þann þátt á ferli sínum. Sem er miður. Líklega er hollast að aðrir bankastjórar komi fram fyrir hönd bankans í þessu fárviðri sem nú stendur um íslenskt efnahagslíf. En lítt dugar að skjóta sendiboða válegra tíðinda: lækkun á húsnæðismarkaði var fyrirsjáanleg. Engin innistæða var fyrir því verðæði sem hljóp í þann markað fyrir fáum árum. Verðhækkanir á húsnæði voru órar, spanaðir upp af sölumönnum og hinni háskalegu lánastefnu Árna Magnússonar og félaga sem Sjálfstæðisflokksformaðurinn varkári var ekki maður til að stoppa á sínum tíma. Spá Seðlabanka um halla á ríkissjóði er íhugunarverð: er einhver sú forsenda finnanleg í rekstri ríkisins sem réttlætir hækkun milli ára um tugi prósenta? Hvergi er dregið úr opinberum framkvæmdum og lítið hefur sést til niðurskurðar í opinberum rekstri. Þar eru menn á dúndrandi eyðslutrippi, þrátt fyrir margítrekaðar áskoranir um að dregið verði úr ríkisútgjöldum. Tveggja stafa verðbólgan sem blasir við á sér að hluta til skýringar í hækkun á aðfluttum vörum: um allan heim eru menn að takast á við hækkun á hráefnum, meðal annars vegna aukinnar eftirspurnar. Er framleiðslan í landinu að aukast? Ekki verður það séð. Iðnaður hér er fjárþurfi, hátt gildi krónu veldur öllum útflutningsgreinum erfiðleikum á erlendum mörkuðum og raunar blasir við hvaða atvinnurekstri sem er að hollara er að skrá fyrirtækin erlendis og reka útibú hér á landi. Sem er hægt í opnu kerfi Evrópu. Er almenningur að draga saman eyðsluna? Auðvitað verður að draga úr almennri eyðslu. Viðskiptahalli við útlönd er geigvænlegur og honum er ekki snúið við nema með aukinni framleiðslu. Stjórnvöld hafa engin tæki til að draga úr almennri ofneyslu nema hugheilar óskir, hvað sem málpípa Vinstri grænna hvín. Eftir ofsaþenslu í byggingariðnaði er viðbúið að atvinnuleysi taki við: farandverkamenn munu hraða sér á önnur svæði Evrópu. Samdráttur mun skila smærri fyrirtækjum verkefnaskorti og fjárhagsvanda. Eftirspurn í verktakavinnu mun hverfa snögglega. Öll þessi einkenni í spá Seðlabankans eru fyrirsjáanleg. Jafnvel þótt þau komi úr munni Davíðs Oddssonar. Hinn raunverulegi framtíðarvandi íslensks samfélags er smæð myntkerfis okkar og markaðar. Og við honum er aðeins sú lausn að hverfa inn í markaðssamfélag Evrópu og aðlaga kerfi okkar evrusvæðinu til fullnustu. Það er pólitísk ákvörðun. Og á endanum liggur hún hjá kjósendum en ekki piltum og stúlkum í flokksfélögum.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun