Birgir Leifur lék á einu höggi yfir pari í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2007 09:24 Birgir Leifur Hafþórsson. Nordic Photos / Getty Images Birgir Leifur Hafþórsson lék á einu höggi yfir pari vallarins á lokakeppnisdegi South African Airways-mótinu í Suður-Afríku en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Hann hóf daginn í 59.-63. sæti af samtals 69 keppendum. Hann lék á 73 höggum í dag og er sem stendur í 58.-62. sæti. Hann lék hringina fjóra á 300 höggum eða tólf höggum yfir pari vallarins. Birgir Leifur byrjaði vel í morgun og fékk fugl á þriðju braut. Skrambi fylgdi hins vegar í kjölfarið á þeirri fjórðu. Þegar þá var komið var ákveðið að stöðva keppni vegna mikils úrhellis á Pearl Valley-vellinum þar sem mótið fer fram. Eftir að keppni hófst á nýjan leik byrjaði Birgir Leifur á því að fá fugl á fimmtu braut og koma sér þar með aftur á par vallarins. Hann hélt sínu striki og kláraði fyrri níu holurnar á 36 höggum. Hann lék svo níu holur í röð á pari, fékk skolla á fimmtándu holu og kláraði svo síðustu þrjár holurnar á pari.Fjórði keppnisdagur: Einn yfir högg 1. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 2. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 3. braut: Par 5 (570 metrar) - 4 högg (fugl) 4. braut: Par 3 (205 metrar) - 5 högg (skrambi) 5. braut: Par 5 (485 metrar) - 4 högg (fugl) 6. braut: Par 4 (332 metrar) - 4 högg (par) 7. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 8. braut: Par 3 (209 metrar) - 3 högg (par) 9. braut: Par 4 (431 metrar) - 4 högg (par)Fyrri níu (par 36): 36 högg (á pari) 10. braut: Par 4 (353 metrar) - 4 högg (par) 11. braut: Par 4 (403 metrar) - 4 högg (par) 12. braut: Par 3 (183 metrar) - 3 högg (par) 13. braut: Par 5 (531 metrar) - 5 högg (par) 14. braut: Par 4 (356 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 3 (196 metrar) - 4 högg (skolli) 16. braut: Par 4 (422 metrar) - 4 högg (par) 17. braut: Par 4 (405 metrar) - 4 högg (par) 18. braut: Par 5 (550 metrar) - 5 högg (par) Seinni níu (par 36): 37 högg (einn yfir pari) Samtals: 73 högg (einn yfir pari) Fyrsti keppnisdagur: 79 högg (sjö yfir pari) Annar keppnisdagur: 73 högg (einn yfir pari) Þriðji keppnisdagur: 75 högg (þrír yfir pari) Samtals: 300 högg (tólf yfir pari) Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson lék á einu höggi yfir pari vallarins á lokakeppnisdegi South African Airways-mótinu í Suður-Afríku en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Hann hóf daginn í 59.-63. sæti af samtals 69 keppendum. Hann lék á 73 höggum í dag og er sem stendur í 58.-62. sæti. Hann lék hringina fjóra á 300 höggum eða tólf höggum yfir pari vallarins. Birgir Leifur byrjaði vel í morgun og fékk fugl á þriðju braut. Skrambi fylgdi hins vegar í kjölfarið á þeirri fjórðu. Þegar þá var komið var ákveðið að stöðva keppni vegna mikils úrhellis á Pearl Valley-vellinum þar sem mótið fer fram. Eftir að keppni hófst á nýjan leik byrjaði Birgir Leifur á því að fá fugl á fimmtu braut og koma sér þar með aftur á par vallarins. Hann hélt sínu striki og kláraði fyrri níu holurnar á 36 höggum. Hann lék svo níu holur í röð á pari, fékk skolla á fimmtándu holu og kláraði svo síðustu þrjár holurnar á pari.Fjórði keppnisdagur: Einn yfir högg 1. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 2. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 3. braut: Par 5 (570 metrar) - 4 högg (fugl) 4. braut: Par 3 (205 metrar) - 5 högg (skrambi) 5. braut: Par 5 (485 metrar) - 4 högg (fugl) 6. braut: Par 4 (332 metrar) - 4 högg (par) 7. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 8. braut: Par 3 (209 metrar) - 3 högg (par) 9. braut: Par 4 (431 metrar) - 4 högg (par)Fyrri níu (par 36): 36 högg (á pari) 10. braut: Par 4 (353 metrar) - 4 högg (par) 11. braut: Par 4 (403 metrar) - 4 högg (par) 12. braut: Par 3 (183 metrar) - 3 högg (par) 13. braut: Par 5 (531 metrar) - 5 högg (par) 14. braut: Par 4 (356 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 3 (196 metrar) - 4 högg (skolli) 16. braut: Par 4 (422 metrar) - 4 högg (par) 17. braut: Par 4 (405 metrar) - 4 högg (par) 18. braut: Par 5 (550 metrar) - 5 högg (par) Seinni níu (par 36): 37 högg (einn yfir pari) Samtals: 73 högg (einn yfir pari) Fyrsti keppnisdagur: 79 högg (sjö yfir pari) Annar keppnisdagur: 73 högg (einn yfir pari) Þriðji keppnisdagur: 75 högg (þrír yfir pari) Samtals: 300 högg (tólf yfir pari)
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira