Birgir Leifur á sjö höggum yfir pari í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. desember 2007 11:16 Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur. Nordic Photos / Getty Images Birgir Leifur Hafþórsson lék í dag á sjö höggum yfir pari á fyrsta keppnisdegi South African Airways-mótinu í Suður-Afríku en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Hann hóf leik á tíundu braut í morgun og gekk vel á fyrstu níu holunum sínum. Hann fékk á þeim átta pör og einn skolla en aðeins fjórir kylfingar léku undir pari í dag. Efstur er Englendingurinn Robert Rock sem lék á 70 höggum í dag, tveimur höggum undir pari. Birgi Leifi gekk hins vegar afleitlega á síðari níu holunum þar sem hann fékk einn fugl, fjögur pör, tvo skolla, einn skramba og einn þrefaldan skolla. Fjölmargir þekktir kylfingar taka þátt í mótinu og má sjá árangur þeirra hér fyrir neðan. Fyrsti keppnisdagur: Sjö yfir pari. 10. braut: Par 4 (353 metrar) - 4 högg (par) 11. braut: Par 4 (403 metrar) - 4 högg (par) 12. braut: Par 3 (183 metrar) - 3 högg (par) 13. braut: Par 5 (531 metrar) - 5 högg (par) 14. braut: Par 4 (356 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 3 (196 metrar) - 4 högg (skolli) 16. braut: Par 4 (422 metrar) - 4 högg (par) 17. braut: Par 4 (405 metrar) - 4 högg (par) 18. braut: Par 5 (550 metrar) - 5 högg (par) Fyrri níu (par 36): 37 högg (einn yfir pari) 1. braut: Par 4 (390 metrar) - 5 högg (skolli) 2. braut: Par 4 (390 metrar) - 5 högg (skolli) 3. braut: Par 5 (570 metrar) - 5 högg (par) 4. braut: Par 3 (205 metrar) - 5 högg (skrambi) 5. braut: Par 5 (485 metrar) - 5 högg (par) 6. braut: Par 4 (332 metrar) - 3 högg (fugl) 7. braut: Par 4 (390 metrar) - 7 högg (þrefaldur skolli) 8. braut: Par 3 (209 metrar) - 3 högg (par) 9. braut: Par 4 (431 metrar) - 4 högg (par) Seinni níu (par 36): 42 högg (sex yfir pari) Samtals: 7 yfir pari (77.-93. sæti) Aðrir þekktir kylfingar: Angel Cabrera, Argentínu: 80 högg (átta högg yfir pari) Retief Goosen, Suður-Afríku: 74 högg (tvö högg yfir pari) Greg Norman, Ástralíu: 75 högg (þrjú högg yfir pari) Ernie Els, Suður-Afríku: 77 högg (fimm högg yfir pari) Tim Clark, Suður-Afríku: 75 högg (þrjú högg yfir pari) Darren Clarke, Norður-Írlandi: 72 högg (á pari) Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson lék í dag á sjö höggum yfir pari á fyrsta keppnisdegi South African Airways-mótinu í Suður-Afríku en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Hann hóf leik á tíundu braut í morgun og gekk vel á fyrstu níu holunum sínum. Hann fékk á þeim átta pör og einn skolla en aðeins fjórir kylfingar léku undir pari í dag. Efstur er Englendingurinn Robert Rock sem lék á 70 höggum í dag, tveimur höggum undir pari. Birgi Leifi gekk hins vegar afleitlega á síðari níu holunum þar sem hann fékk einn fugl, fjögur pör, tvo skolla, einn skramba og einn þrefaldan skolla. Fjölmargir þekktir kylfingar taka þátt í mótinu og má sjá árangur þeirra hér fyrir neðan. Fyrsti keppnisdagur: Sjö yfir pari. 10. braut: Par 4 (353 metrar) - 4 högg (par) 11. braut: Par 4 (403 metrar) - 4 högg (par) 12. braut: Par 3 (183 metrar) - 3 högg (par) 13. braut: Par 5 (531 metrar) - 5 högg (par) 14. braut: Par 4 (356 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 3 (196 metrar) - 4 högg (skolli) 16. braut: Par 4 (422 metrar) - 4 högg (par) 17. braut: Par 4 (405 metrar) - 4 högg (par) 18. braut: Par 5 (550 metrar) - 5 högg (par) Fyrri níu (par 36): 37 högg (einn yfir pari) 1. braut: Par 4 (390 metrar) - 5 högg (skolli) 2. braut: Par 4 (390 metrar) - 5 högg (skolli) 3. braut: Par 5 (570 metrar) - 5 högg (par) 4. braut: Par 3 (205 metrar) - 5 högg (skrambi) 5. braut: Par 5 (485 metrar) - 5 högg (par) 6. braut: Par 4 (332 metrar) - 3 högg (fugl) 7. braut: Par 4 (390 metrar) - 7 högg (þrefaldur skolli) 8. braut: Par 3 (209 metrar) - 3 högg (par) 9. braut: Par 4 (431 metrar) - 4 högg (par) Seinni níu (par 36): 42 högg (sex yfir pari) Samtals: 7 yfir pari (77.-93. sæti) Aðrir þekktir kylfingar: Angel Cabrera, Argentínu: 80 högg (átta högg yfir pari) Retief Goosen, Suður-Afríku: 74 högg (tvö högg yfir pari) Greg Norman, Ástralíu: 75 högg (þrjú högg yfir pari) Ernie Els, Suður-Afríku: 77 högg (fimm högg yfir pari) Tim Clark, Suður-Afríku: 75 högg (þrjú högg yfir pari) Darren Clarke, Norður-Írlandi: 72 högg (á pari)
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira