Jón Halldór: Keflvíkingar sætta sig ekki við 2. sæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. desember 2007 15:00 Jón Halldór tekur við viðurkenningu sinni frá Matthíasi Imsland, framkvæmdarstjóra Iceland Express. Mynd/E. Stefán Jón Halldór Eðvarðsson var í dag útnefndur besti þjálfarinn í fyrstu níu umferðunum í Iceland Express deild kvenna. Jón Halldór er þjálfari Keflavíkur sem er á toppi deildarinnar með átján stig eftir tíu leiki. Liðið hefur því unnið alla leiki sína nema einn þar sem Grindavík vann Keflavík á heimavelli í næstsíðustu umferð. Keflavík átti þrjá leikmenn í liði umferðanna og segir Jón Halldór að hann hefði helst að allir í liðinu væru Keflvíkingar. „En þetta er auðvitað frábær árangur," sagði hann. „Þetta tímabil hefur bæði verið gott og slæmt fyrir okkur. Við höfum verið að spila frábæran körfubolta og leikmenn hafa unnið afar vel á æfingum sem hefur skilað sér í leikina. En á móti kemur að við misstum fjóra af fimm byrjunarliðsmönnum frá síðasta tímabili en það hefur þó ekki komið að sök." Bæði karla- og kvennalið Keflavíkur eru á toppi sinna deilda en karlaliðið hefur unnið alla sína níu leiki til þessa. „Hvorugt lið gerði nokkurn skapaðan hlut á síðasta tímabili," sagði Jón Halldór. „Keflavík er stærsti körfuboltaklúbbur landsins, að minnsta kosti hvað iðkendafjölda varðar. Menn sætta sig ekkert við það að lenda í öðru sæti enda man enginn hver lenti í öðru sæti. Það eru allir í Keflavík samstilltir um að vinna alla titla." En þó svo að Keflavík eigi marga góða leikmenn segir Jón Halldór að liðsheildin sé mikilvægust. „Sterkir leikmenn vinna kannski einstaka leiki en aldrei titla. Lið vinna titla vegna góðrar liðsheildar og ég tel að Keflavík sé með mjög sterka liðsheild." Jón Halldór segir einnig að tapið í Grindavík hafi komið sér á óvart. „Já, ég verð að segja það alveg eins og er. En þetta var einn af þessum leikjum þar sem við hittum afar illa. Skotnýting okkar í þriggja stiga skotum var 14,1% og við klikkuðum einnig á fjórtán vítaköstum. En þrátt fyrir það töpuðum við með tveggja stiga mun í framlengingu." „Einbeitingin var einfaldlega ekki til staðar og mun það ekki gerast aftur í vetur." Í næsta leik unnu Keflvíkingar góðan og öruggan sigur á Íslandsmeisturum Hauka sem eru í þriðja sæti deildarinnar en Grindavík er í því fjórða. „Við þurfum að sýna í hvert einasta skipti sem við spilum að við ætlum okkur að vinna. Eftir tapið þurftum við að koma til baka með stæl og gerðum við það." Á morgun verður sannkallaður toppslagur í deildinni þar sem efstu tvö liðin, Keflavik og KR, mætast. Ef KR vinnur verða liðin jöfn að stigum en ef Keflavík vinnur verður liðið með fjögurra stiga forskot á toppnum. Jón Halldór vill þó ekki meina að þar með sé liðið stungið af. „Ég veit það nú ekki. Ef það verður talað um það verður það vegna þess eitthvað vonleysi grípur um sig í hinum liðunum." Efri röð frá vinstri: Monique Martin, KR, Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum, Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík. Neðri röð frá vinstri: TaKesha Watson, Keflavík og Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík.Mynd/E. StefánJón Halldór Eðvarsson, þjálfari Keflavíkur, tekur við viðurkenningu sinni frá Matthíasi Imsland, framkvæmdarstjóra Iceland Express.Mynd/E. StefánTaKesha Watson, leikmaður Keflavíkur, með verðlaunin sín.Mynd/E. StefánPálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík og Matthías Imsland, framkvæmdarstjóri Iceland Express.Mynd/E. StefánHannes Jónsson formaður KKÍ færir Margréti Köru Sturludóttur viðurkenningu sína.Mynd/E. StefánKristrún Sigurjónsdóttir, Haukum, var valin í lið umferðanna.Mynd/E. StefánMonique Martin var eini leikmaður KR í liði umferðanna. Hér fær hún viðurkenningu sína frá Hannesi Jónssyni, formanni KKÍ.Mynd/E. StefánTaKesha Watson fær hér viðurkenningu sína fyrir að vera í liði umferðanna frá Hannesi Jónssyni, formanni KKÍ.Mynd/E. Stefán Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir TaKesha Watson valin best TaKesha Watson, leikmaður Keflavíkur, var í dag valin besti leikmaður fyrstu níu umferðanna í Iceland Express-deild kvenna. 11. desember 2007 11:59 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira
Jón Halldór Eðvarðsson var í dag útnefndur besti þjálfarinn í fyrstu níu umferðunum í Iceland Express deild kvenna. Jón Halldór er þjálfari Keflavíkur sem er á toppi deildarinnar með átján stig eftir tíu leiki. Liðið hefur því unnið alla leiki sína nema einn þar sem Grindavík vann Keflavík á heimavelli í næstsíðustu umferð. Keflavík átti þrjá leikmenn í liði umferðanna og segir Jón Halldór að hann hefði helst að allir í liðinu væru Keflvíkingar. „En þetta er auðvitað frábær árangur," sagði hann. „Þetta tímabil hefur bæði verið gott og slæmt fyrir okkur. Við höfum verið að spila frábæran körfubolta og leikmenn hafa unnið afar vel á æfingum sem hefur skilað sér í leikina. En á móti kemur að við misstum fjóra af fimm byrjunarliðsmönnum frá síðasta tímabili en það hefur þó ekki komið að sök." Bæði karla- og kvennalið Keflavíkur eru á toppi sinna deilda en karlaliðið hefur unnið alla sína níu leiki til þessa. „Hvorugt lið gerði nokkurn skapaðan hlut á síðasta tímabili," sagði Jón Halldór. „Keflavík er stærsti körfuboltaklúbbur landsins, að minnsta kosti hvað iðkendafjölda varðar. Menn sætta sig ekkert við það að lenda í öðru sæti enda man enginn hver lenti í öðru sæti. Það eru allir í Keflavík samstilltir um að vinna alla titla." En þó svo að Keflavík eigi marga góða leikmenn segir Jón Halldór að liðsheildin sé mikilvægust. „Sterkir leikmenn vinna kannski einstaka leiki en aldrei titla. Lið vinna titla vegna góðrar liðsheildar og ég tel að Keflavík sé með mjög sterka liðsheild." Jón Halldór segir einnig að tapið í Grindavík hafi komið sér á óvart. „Já, ég verð að segja það alveg eins og er. En þetta var einn af þessum leikjum þar sem við hittum afar illa. Skotnýting okkar í þriggja stiga skotum var 14,1% og við klikkuðum einnig á fjórtán vítaköstum. En þrátt fyrir það töpuðum við með tveggja stiga mun í framlengingu." „Einbeitingin var einfaldlega ekki til staðar og mun það ekki gerast aftur í vetur." Í næsta leik unnu Keflvíkingar góðan og öruggan sigur á Íslandsmeisturum Hauka sem eru í þriðja sæti deildarinnar en Grindavík er í því fjórða. „Við þurfum að sýna í hvert einasta skipti sem við spilum að við ætlum okkur að vinna. Eftir tapið þurftum við að koma til baka með stæl og gerðum við það." Á morgun verður sannkallaður toppslagur í deildinni þar sem efstu tvö liðin, Keflavik og KR, mætast. Ef KR vinnur verða liðin jöfn að stigum en ef Keflavík vinnur verður liðið með fjögurra stiga forskot á toppnum. Jón Halldór vill þó ekki meina að þar með sé liðið stungið af. „Ég veit það nú ekki. Ef það verður talað um það verður það vegna þess eitthvað vonleysi grípur um sig í hinum liðunum." Efri röð frá vinstri: Monique Martin, KR, Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum, Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík. Neðri röð frá vinstri: TaKesha Watson, Keflavík og Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík.Mynd/E. StefánJón Halldór Eðvarsson, þjálfari Keflavíkur, tekur við viðurkenningu sinni frá Matthíasi Imsland, framkvæmdarstjóra Iceland Express.Mynd/E. StefánTaKesha Watson, leikmaður Keflavíkur, með verðlaunin sín.Mynd/E. StefánPálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík og Matthías Imsland, framkvæmdarstjóri Iceland Express.Mynd/E. StefánHannes Jónsson formaður KKÍ færir Margréti Köru Sturludóttur viðurkenningu sína.Mynd/E. StefánKristrún Sigurjónsdóttir, Haukum, var valin í lið umferðanna.Mynd/E. StefánMonique Martin var eini leikmaður KR í liði umferðanna. Hér fær hún viðurkenningu sína frá Hannesi Jónssyni, formanni KKÍ.Mynd/E. StefánTaKesha Watson fær hér viðurkenningu sína fyrir að vera í liði umferðanna frá Hannesi Jónssyni, formanni KKÍ.Mynd/E. Stefán
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir TaKesha Watson valin best TaKesha Watson, leikmaður Keflavíkur, var í dag valin besti leikmaður fyrstu níu umferðanna í Iceland Express-deild kvenna. 11. desember 2007 11:59 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira
TaKesha Watson valin best TaKesha Watson, leikmaður Keflavíkur, var í dag valin besti leikmaður fyrstu níu umferðanna í Iceland Express-deild kvenna. 11. desember 2007 11:59