Tilrþif Tiger Woods skiluðu honum á toppinn 15. september 2007 12:39 AFP Tiger Woods átti tvö sérstaklega minnisstæð tilþrif í dag þegar hann sveif á topp listans á Tour Championship-mótinu í Atlanta. Eftir að hafa byrjað annan hring rólega, með þremur pörum , náði hann fugli á þeirri fjórðu, en þá fór vélin í gang. Hann lenti í glompu við fimmtu flöt og gerði sér lítið fyrir og setti niður boltann af nær 20 metrum. Meistarinn sá ekki einu sinni holuna, en boltinn skoppaði þrisvar áður en hann hafnaði í holunni. Annað atvik kom upp á á níundu holu sem er um 540m löng. Tiger komst á flöt í tveimur höggum en var samt um 24m frá holunni. Púttið reið af og hann hamraði það niður fyrir erni. Þegar söng í bollanum greip Tiger fyrir augun eins og til að biðjast afsökunar (sjá mynd). "Þetta var ekkert nema heppni," sagði Tiger. "Ef þið hefðuð séð aftan á boltann hefðuð þið séð hvernig hann skoppaði á milli misjafnanna. Það var raunar bráðfyndið!" Þegar tveir hringir eru eftir má Tiger vera nokkuð sigurviss þar sem hann hefur ekki leikið betur lengi. Hann hefur ekki átt betri byrjun á móti frá árinu 2000 og hefur ekki tapað niður forskoti eftir 36 holur í þrjú ár. Það er þó aldrei að vita hvernig fer, Woody Austin er þremur höggum á eftir og ætlar sér stóra hluti. Frétt af kylfingur.is Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods átti tvö sérstaklega minnisstæð tilþrif í dag þegar hann sveif á topp listans á Tour Championship-mótinu í Atlanta. Eftir að hafa byrjað annan hring rólega, með þremur pörum , náði hann fugli á þeirri fjórðu, en þá fór vélin í gang. Hann lenti í glompu við fimmtu flöt og gerði sér lítið fyrir og setti niður boltann af nær 20 metrum. Meistarinn sá ekki einu sinni holuna, en boltinn skoppaði þrisvar áður en hann hafnaði í holunni. Annað atvik kom upp á á níundu holu sem er um 540m löng. Tiger komst á flöt í tveimur höggum en var samt um 24m frá holunni. Púttið reið af og hann hamraði það niður fyrir erni. Þegar söng í bollanum greip Tiger fyrir augun eins og til að biðjast afsökunar (sjá mynd). "Þetta var ekkert nema heppni," sagði Tiger. "Ef þið hefðuð séð aftan á boltann hefðuð þið séð hvernig hann skoppaði á milli misjafnanna. Það var raunar bráðfyndið!" Þegar tveir hringir eru eftir má Tiger vera nokkuð sigurviss þar sem hann hefur ekki leikið betur lengi. Hann hefur ekki átt betri byrjun á móti frá árinu 2000 og hefur ekki tapað niður forskoti eftir 36 holur í þrjú ár. Það er þó aldrei að vita hvernig fer, Woody Austin er þremur höggum á eftir og ætlar sér stóra hluti. Frétt af kylfingur.is
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira