Úrslit frá Hellu 18. maí 2007 01:40 Brautin á Hellu var mjög skemmtileg. MYND/Morgan.is Laugardaginn 12 maí síðastliðinn voru haldnar fyrsta og önnur umferð Íslandsmótsins í þolakstri. Veður á mótsstað var gott og aðstæður allar hinar ákjósanlegustu. Metþátttaka var í mótinu en um 150 keppendur voru mættir til leiks í meistaraflokki, baldursdeild og tvímenningsflokki. Brautarstæðið á Hellu er á margan hátt einstakt frá náttúrunnar hendi og er brautin að mestu í sandi. Það reynir því mjög á úthald keppenda þar sem akstur í sandi er erfiður og mátti sjá marga uppgefna keppendur að keppni lokinni. Brautin var frekar þröng og tæknileg á köflum. Talsvert var um erfiðar sandbrekkur og einn drullupyttur. Nokkur erfið börð voru einnig efst í brekkum og í fyrsta sinn var svokölluð staurahindrun í meistaraflokki. Hún reyndist mörgum skeinuhætt og sátu nokkrir keppendur fastir í henni og töpuðu þar dýrmætum tíma. Baldursdeild. Það var mjög ánægjulegt að sjá hversu mikil nýliðun er í sportinu. 73 keppendur tóku þátt og flestir kláruðu keppni þó svo að brautin hafi verið mjög krefjandi. Einnig eru stelpurnar okkar loksins farnar að taka þátt í enduro og er það mjög ánægjuleg þróun. Hörð keppni var um fyrstu sætin og voru þetta allt menn sem ekki hafa sést áður á verðlaunapalli. Í fyrsta sæti var Atli Már Guðnason, í öðru sæti jafn Atla að stigum varð Ívar Guðmundsson og í þriðja sæti varð Ingvar Birkir Einarsson. Það er ljóst að það á eftir að verða hörku keppni í þessum flokki í sumar og verður gaman að fylgjast með nýliðunum. Tvímenningur. Í tvímenningi aka tveir ökumenn saman og skiptast á um að keyra. Nokkuð er um gamlar kempur í þessum flokki en einnig er unga fólkið farið að láta sjá sig. Úrslit í þessum flokki voru afgerandi og voru það feðgarnir Haukur Þorsteinsson og Arnór Hauksson í Nítró sem sigruðu. Gömlu kempurnar Viggó Örn Viggósson og Ragnar Ingi Stefánsson slógust um annað og þriðja sætið og endaði það þannig að Viggó varð annar. Þeir voru með skráða meðökumenn með sér en eitthvað sást lítið til þeirra í brautinni. Stutt var í næstu menn og er ekkert gefið að úrslitin verði eins afgerandi í næstu umferð. Meistaradeild. Allra augu voru á ökumönnunum Kára Jónssyni Íslandsmeistaranum frá því í fyrra á TM hjóli, Einari Sigurðarsyni á KTM og Valdimar Þórðarsyni á Yamaha. Það kom einnig mjög fljótlega í ljós að þessir þrír eru í sérflokki í Enduro. Einari gekk reyndar mjög illa í fyrstu umferð. Hann fór illa af stað en átti engu að síður besta tímann í brautinni og endaði þriðji sem verður að teljast kraftaverk. Kári og Valdi keyrðu snilldar vel og slógust lengi um fyrsta sætið. Kári hafði þó betur að lokum og sýndi mikinn styrk. Í annarri umferð áttu allir von á að Kári myndi endurtaka leikinn. Hann ekur TM 250 tvígengishjóli, ólíkt flestum öðrum keppendum sem aka fjórgengishjólum og nýttist það honum vel í þessari braut sem var nokkuð þröng. Einar kom hinsvegar tvíefldur til leiks og sýndi mikla yfirburði. Öllum á óvart vann hann seinni umferðina með heila mínútu á næsta keppanda Valdimar Þórðarson. Valdi átti þó tilþrif dagsins þegar hann stökk eina þrjátíu metra niður brekku eins og skíðastökkvari. Lendingin var hinsvegar ekki eins vel heppnuð og endaði kappinn út í á eftir að hafa endastungist ásamt hjóli sínu nokkra hringi. Öllum á óvart spratt hann á fætur og kom sér aftur upp á hjólið og kláraði keppnina í öðru sæti. Einar og Kári eru jafnir að stigum eftir fyrstu tvær umferðirnar en Valdimar kemur fast á hæla þeirra. Það lítur því úr fyrir spennandi og jafna keppni í sumar þar sem allt getur gerst og allt eins líklegt að leikurinn frá því í fyrra verði endurtekinn þar sem úrslitin ráðast ekki fyrr en í síðustu umferð. Nánari úrlsit eru á: http://mylaps.com/results/showevent.jsp?id=206725 Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Sjá meira
Laugardaginn 12 maí síðastliðinn voru haldnar fyrsta og önnur umferð Íslandsmótsins í þolakstri. Veður á mótsstað var gott og aðstæður allar hinar ákjósanlegustu. Metþátttaka var í mótinu en um 150 keppendur voru mættir til leiks í meistaraflokki, baldursdeild og tvímenningsflokki. Brautarstæðið á Hellu er á margan hátt einstakt frá náttúrunnar hendi og er brautin að mestu í sandi. Það reynir því mjög á úthald keppenda þar sem akstur í sandi er erfiður og mátti sjá marga uppgefna keppendur að keppni lokinni. Brautin var frekar þröng og tæknileg á köflum. Talsvert var um erfiðar sandbrekkur og einn drullupyttur. Nokkur erfið börð voru einnig efst í brekkum og í fyrsta sinn var svokölluð staurahindrun í meistaraflokki. Hún reyndist mörgum skeinuhætt og sátu nokkrir keppendur fastir í henni og töpuðu þar dýrmætum tíma. Baldursdeild. Það var mjög ánægjulegt að sjá hversu mikil nýliðun er í sportinu. 73 keppendur tóku þátt og flestir kláruðu keppni þó svo að brautin hafi verið mjög krefjandi. Einnig eru stelpurnar okkar loksins farnar að taka þátt í enduro og er það mjög ánægjuleg þróun. Hörð keppni var um fyrstu sætin og voru þetta allt menn sem ekki hafa sést áður á verðlaunapalli. Í fyrsta sæti var Atli Már Guðnason, í öðru sæti jafn Atla að stigum varð Ívar Guðmundsson og í þriðja sæti varð Ingvar Birkir Einarsson. Það er ljóst að það á eftir að verða hörku keppni í þessum flokki í sumar og verður gaman að fylgjast með nýliðunum. Tvímenningur. Í tvímenningi aka tveir ökumenn saman og skiptast á um að keyra. Nokkuð er um gamlar kempur í þessum flokki en einnig er unga fólkið farið að láta sjá sig. Úrslit í þessum flokki voru afgerandi og voru það feðgarnir Haukur Þorsteinsson og Arnór Hauksson í Nítró sem sigruðu. Gömlu kempurnar Viggó Örn Viggósson og Ragnar Ingi Stefánsson slógust um annað og þriðja sætið og endaði það þannig að Viggó varð annar. Þeir voru með skráða meðökumenn með sér en eitthvað sást lítið til þeirra í brautinni. Stutt var í næstu menn og er ekkert gefið að úrslitin verði eins afgerandi í næstu umferð. Meistaradeild. Allra augu voru á ökumönnunum Kára Jónssyni Íslandsmeistaranum frá því í fyrra á TM hjóli, Einari Sigurðarsyni á KTM og Valdimar Þórðarsyni á Yamaha. Það kom einnig mjög fljótlega í ljós að þessir þrír eru í sérflokki í Enduro. Einari gekk reyndar mjög illa í fyrstu umferð. Hann fór illa af stað en átti engu að síður besta tímann í brautinni og endaði þriðji sem verður að teljast kraftaverk. Kári og Valdi keyrðu snilldar vel og slógust lengi um fyrsta sætið. Kári hafði þó betur að lokum og sýndi mikinn styrk. Í annarri umferð áttu allir von á að Kári myndi endurtaka leikinn. Hann ekur TM 250 tvígengishjóli, ólíkt flestum öðrum keppendum sem aka fjórgengishjólum og nýttist það honum vel í þessari braut sem var nokkuð þröng. Einar kom hinsvegar tvíefldur til leiks og sýndi mikla yfirburði. Öllum á óvart vann hann seinni umferðina með heila mínútu á næsta keppanda Valdimar Þórðarson. Valdi átti þó tilþrif dagsins þegar hann stökk eina þrjátíu metra niður brekku eins og skíðastökkvari. Lendingin var hinsvegar ekki eins vel heppnuð og endaði kappinn út í á eftir að hafa endastungist ásamt hjóli sínu nokkra hringi. Öllum á óvart spratt hann á fætur og kom sér aftur upp á hjólið og kláraði keppnina í öðru sæti. Einar og Kári eru jafnir að stigum eftir fyrstu tvær umferðirnar en Valdimar kemur fast á hæla þeirra. Það lítur því úr fyrir spennandi og jafna keppni í sumar þar sem allt getur gerst og allt eins líklegt að leikurinn frá því í fyrra verði endurtekinn þar sem úrslitin ráðast ekki fyrr en í síðustu umferð. Nánari úrlsit eru á: http://mylaps.com/results/showevent.jsp?id=206725
Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Sjá meira
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti