Þriðjungur búinn að kjósa 22. apríl 2007 12:51 Kjörsókn hefur verið óvenju mikil það sem af er degi í Frakklandi en fyrri umferð forsetakosninga í landinu fer fram í dag. Flest bendir til að þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komist áfram, fjöldi óákveðinna gæti þó sett strik í reikninginn. Kjörstaðir voru opnaðir stundvíslega klukkan átta í morgun að staðartíma en íbúar franskra yfirráðasvæða erlendis greiddu hins vegar atkvæði í gær. Tveimur klukkustundum síðar höfðu 31 prósent kjósenda greitt atkvæði og þarf að fara aftur til ársins 1981 til að finna dæmi um jafn mikla kjörsókn í landinu. Til samanburðar hafði aðeins fimmtungur greitt atkvæði um þetta leyti dags í fyrri umferðinni fyrir fimm árum. Mikil spenna ríkir fyrir þessa fyrri umferð kosninganna en síðustu skoðanakannanir bentu til að þau Nicolas Sarkozy, frambjóðandi íhaldsmanna, og Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista, fengju hér um bil jafn mikið fylgi og kæmust í aðra umferð. Nú fyrir helgi var hátt í þriðjungur hinna 44,5 milljóna kjósenda hins vegar enn óákveðinn og því er ekki loku fyrir það skotið að miðjumaðurinn Francois Bayrou eða jafnvel þjóðernissinninn Jean Marie Le Pen geti skotist upp á milli þeirra. Krafa um breytingar hefur sett svip sinn á kosningabaráttuna enda hefur landinu verið stjórnað í tólf ár af Jacques Chirac. Sarkozy hefur lagt áherslu á efnahagsumbætur og átak gegn glæpum en Royal hefur sett jafnréttis- og velferðarmál á oddinn og lofað að sameina þjóðina á ný. Kjörstöðum verður lokað klukkan sex að íslenskum tíma og er búist við að fyrstu tölur verði kynntar örskömmu síðar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálfsjö sýnum við beint frá París þar sem okkar maður færir okkur nýjustu tíðindi. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Kjörsókn hefur verið óvenju mikil það sem af er degi í Frakklandi en fyrri umferð forsetakosninga í landinu fer fram í dag. Flest bendir til að þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komist áfram, fjöldi óákveðinna gæti þó sett strik í reikninginn. Kjörstaðir voru opnaðir stundvíslega klukkan átta í morgun að staðartíma en íbúar franskra yfirráðasvæða erlendis greiddu hins vegar atkvæði í gær. Tveimur klukkustundum síðar höfðu 31 prósent kjósenda greitt atkvæði og þarf að fara aftur til ársins 1981 til að finna dæmi um jafn mikla kjörsókn í landinu. Til samanburðar hafði aðeins fimmtungur greitt atkvæði um þetta leyti dags í fyrri umferðinni fyrir fimm árum. Mikil spenna ríkir fyrir þessa fyrri umferð kosninganna en síðustu skoðanakannanir bentu til að þau Nicolas Sarkozy, frambjóðandi íhaldsmanna, og Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista, fengju hér um bil jafn mikið fylgi og kæmust í aðra umferð. Nú fyrir helgi var hátt í þriðjungur hinna 44,5 milljóna kjósenda hins vegar enn óákveðinn og því er ekki loku fyrir það skotið að miðjumaðurinn Francois Bayrou eða jafnvel þjóðernissinninn Jean Marie Le Pen geti skotist upp á milli þeirra. Krafa um breytingar hefur sett svip sinn á kosningabaráttuna enda hefur landinu verið stjórnað í tólf ár af Jacques Chirac. Sarkozy hefur lagt áherslu á efnahagsumbætur og átak gegn glæpum en Royal hefur sett jafnréttis- og velferðarmál á oddinn og lofað að sameina þjóðina á ný. Kjörstöðum verður lokað klukkan sex að íslenskum tíma og er búist við að fyrstu tölur verði kynntar örskömmu síðar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálfsjö sýnum við beint frá París þar sem okkar maður færir okkur nýjustu tíðindi.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira