Singh sigraði á Arnold Palmer Invitational 18. mars 2007 22:37 Vijay Singh NordicPhotos/GettyImages Fiji-maðurinn Vijay Singh sigraði á Arnold Palmer Invitational mótinu í golfi sem lauk á Bay Hill vellinum í kvöld. Singh lék lokahringinn á þremur höggum undir pari og lauk keppni á átta undir. Þetta var 31. sigur hans á PGA mótaröðinni á ferlinum og langþráður sigur hjá honum á þessu tiltekna móti þar sem hann hafði þrisvar hafnað í öðru sæti. Rocco Mediate varð annar á mótinu á sex höggum undir pari en hann lauk keppni á 67 höggum í kvöld eins og Singh, sem er í efsta sæti peningalistans það sem af er ári með 2,6 milljónir dollara í vasanum. Tiger Woods bauð upp á dramatík á lokahringnum eins og svo oft áður, en í þetta sinn var það ekki fyrir glæsitilþrif. Woods lenti í miklum vandræðum á síðustu 9 holunum og sló m.a. boltanum í vatn. Hann lék síðari níu holurnar á 43 höggum og 76 högg hans í dag voru slakasti árangur hans á PGA mótaröðinni í fjögur ár. Woods hafnaði í 22. sæti og endaði þar með hrinu 13. móta í röð þar sem hann endar inni á topp 10. Hann lét sig hverfa af mótsvæðinu í kvöld án þess að ræða við fréttamenn. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fiji-maðurinn Vijay Singh sigraði á Arnold Palmer Invitational mótinu í golfi sem lauk á Bay Hill vellinum í kvöld. Singh lék lokahringinn á þremur höggum undir pari og lauk keppni á átta undir. Þetta var 31. sigur hans á PGA mótaröðinni á ferlinum og langþráður sigur hjá honum á þessu tiltekna móti þar sem hann hafði þrisvar hafnað í öðru sæti. Rocco Mediate varð annar á mótinu á sex höggum undir pari en hann lauk keppni á 67 höggum í kvöld eins og Singh, sem er í efsta sæti peningalistans það sem af er ári með 2,6 milljónir dollara í vasanum. Tiger Woods bauð upp á dramatík á lokahringnum eins og svo oft áður, en í þetta sinn var það ekki fyrir glæsitilþrif. Woods lenti í miklum vandræðum á síðustu 9 holunum og sló m.a. boltanum í vatn. Hann lék síðari níu holurnar á 43 höggum og 76 högg hans í dag voru slakasti árangur hans á PGA mótaröðinni í fjögur ár. Woods hafnaði í 22. sæti og endaði þar með hrinu 13. móta í röð þar sem hann endar inni á topp 10. Hann lét sig hverfa af mótsvæðinu í kvöld án þess að ræða við fréttamenn.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira