Einelti fullorðinna ekki bundið við vinnustaði 20. desember 2007 06:00 Einelti meðal fullorðinna er síður en svo einskorðað við vinnustaði. Segja má að einelti geti skotið upp kollinum í alls kyns aðstæðum þar sem sami hópur hittist reglulega hvort sem hann er skuldbundinn til þess eða kemur saman til að njóta góðra stunda. Einelti meðal fullorðinna er misgróft og lýtur í raun svipuðum lögmálum og einelti meðal barna og unglinga. Til að flokkast sem einelti þarf að vera um röð atvika að ræða í stað eins ákveðins atburðar. Einelti er skilgreint sem ítrekaðar neikvæðar athafnir sem einn eða fleiri beina gegn öðrum einstaklingi. Neikvæðar athafnir eru sem dæmi aðfinnslur svo sem að gera grín að eða hæðast að viðkomandi. Slíkar aðfinnslur geta verið hvort heldur sem er þegar enginn heyrir til og einnig í viðurvist annarra. Aðrar neikvæðar athafnir eru baktal/rógburður, að sniðganga, einangra og hafna aðila. Einnig ítrekuð gagnrýni, athugasemdir, aðfinnslur og ásakanir. Einelti, eins og allt annað ofbeldi, finnst hjá einstaklingum án tillits til efnahags, stéttar, stöðu eða búsetu. Fullorðnir gerendur eineltis eru bæði karlar og konur. Vísbendingar eru um að gerendurnir sjálfir hafi brotna sjálfsmynd og séu ekki allt of öruggir með sjálfa sig. Hvort þeir sjálfir hafi verið lagðir í einelti í bernsku er ekki sjálfgefið. Eins er ekki algilt að gerandinn safni liði. Algengara er þó að hann leggi sig fram um að sannfæra félaga sína um að gerast líka þátttakendur. Viðmót og framkoma gerenda er í mörgum alvarlegustu eineltismálunum sneydd allri samkennd í garð þolandans. Sé ekki um vinnustaðaeinelti að ræða er markmið gerandans ekki endilega að losna við viðkomandi úr hópnum. Hverfi þolandinn af vettvangi en gerandinn ekki er ekki óalgengt að nýr einstaklingur taki stöðu þolanda. Þolendur geta verið af báðum kynjum. Flestir eiga það sameiginlegt að upplifa skömm og finnast þeir jafnvel með einhverjum hætti hafa kallað þetta yfir sig. Talverðra fordóma gætir í þjóðfélaginu en þeir lýsa sér t.a.m. þannig að sumt fólk hefur tilhneigingu til að álykta að sökin liggi að mestu hjá þolandanum. Á meðan fordóma er að finna í samfélaginu er líklegt að einelti meðal fullorðinna haldi áfram að vera falið vandamál. Forvarnir gegn einelti geta verið margvíslegar. Ein hugmynd er sú að mynda samtök sem hafa það að markmiði sínu að sporna gegn og uppræta einelti meðal fullorðinna. Slík samtök gætu haft ýmis hlutverk s.s. að búa til fræðsluefni, standa að fyrirlestrum og halda fundi svo fátt eitt sé nefnt. Ef samtök sem þessi eiga að þrífast þurfa þau helst að samanstanda af einstaklingum með mismunandi bakgrunn og fjölbreytta reynslu. Um getur verið að ræða einstaklinga sem hafa brennandi áhuga á að uppræta þennan vanda, fólk sem hefur reynslu af því að vera lagt í einelti, aðstandendur þeirra og jafnvel fyrrum gerendur. Ef samtök sem hér er lýst eiga að geta sinnt svo víðtæku hlutverki er nauðsynlegt að þau starfi í náinni samvinnu við stjórnvöld. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Sjá meira
Einelti meðal fullorðinna er síður en svo einskorðað við vinnustaði. Segja má að einelti geti skotið upp kollinum í alls kyns aðstæðum þar sem sami hópur hittist reglulega hvort sem hann er skuldbundinn til þess eða kemur saman til að njóta góðra stunda. Einelti meðal fullorðinna er misgróft og lýtur í raun svipuðum lögmálum og einelti meðal barna og unglinga. Til að flokkast sem einelti þarf að vera um röð atvika að ræða í stað eins ákveðins atburðar. Einelti er skilgreint sem ítrekaðar neikvæðar athafnir sem einn eða fleiri beina gegn öðrum einstaklingi. Neikvæðar athafnir eru sem dæmi aðfinnslur svo sem að gera grín að eða hæðast að viðkomandi. Slíkar aðfinnslur geta verið hvort heldur sem er þegar enginn heyrir til og einnig í viðurvist annarra. Aðrar neikvæðar athafnir eru baktal/rógburður, að sniðganga, einangra og hafna aðila. Einnig ítrekuð gagnrýni, athugasemdir, aðfinnslur og ásakanir. Einelti, eins og allt annað ofbeldi, finnst hjá einstaklingum án tillits til efnahags, stéttar, stöðu eða búsetu. Fullorðnir gerendur eineltis eru bæði karlar og konur. Vísbendingar eru um að gerendurnir sjálfir hafi brotna sjálfsmynd og séu ekki allt of öruggir með sjálfa sig. Hvort þeir sjálfir hafi verið lagðir í einelti í bernsku er ekki sjálfgefið. Eins er ekki algilt að gerandinn safni liði. Algengara er þó að hann leggi sig fram um að sannfæra félaga sína um að gerast líka þátttakendur. Viðmót og framkoma gerenda er í mörgum alvarlegustu eineltismálunum sneydd allri samkennd í garð þolandans. Sé ekki um vinnustaðaeinelti að ræða er markmið gerandans ekki endilega að losna við viðkomandi úr hópnum. Hverfi þolandinn af vettvangi en gerandinn ekki er ekki óalgengt að nýr einstaklingur taki stöðu þolanda. Þolendur geta verið af báðum kynjum. Flestir eiga það sameiginlegt að upplifa skömm og finnast þeir jafnvel með einhverjum hætti hafa kallað þetta yfir sig. Talverðra fordóma gætir í þjóðfélaginu en þeir lýsa sér t.a.m. þannig að sumt fólk hefur tilhneigingu til að álykta að sökin liggi að mestu hjá þolandanum. Á meðan fordóma er að finna í samfélaginu er líklegt að einelti meðal fullorðinna haldi áfram að vera falið vandamál. Forvarnir gegn einelti geta verið margvíslegar. Ein hugmynd er sú að mynda samtök sem hafa það að markmiði sínu að sporna gegn og uppræta einelti meðal fullorðinna. Slík samtök gætu haft ýmis hlutverk s.s. að búa til fræðsluefni, standa að fyrirlestrum og halda fundi svo fátt eitt sé nefnt. Ef samtök sem þessi eiga að þrífast þurfa þau helst að samanstanda af einstaklingum með mismunandi bakgrunn og fjölbreytta reynslu. Um getur verið að ræða einstaklinga sem hafa brennandi áhuga á að uppræta þennan vanda, fólk sem hefur reynslu af því að vera lagt í einelti, aðstandendur þeirra og jafnvel fyrrum gerendur. Ef samtök sem hér er lýst eiga að geta sinnt svo víðtæku hlutverki er nauðsynlegt að þau starfi í náinni samvinnu við stjórnvöld. Höfundur er sálfræðingur.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun