Fjárhundurinn Einar Már Jónsson skrifar 28. nóvember 2007 00:01 Það er í frásögur fært, að ábúðarfullur maður var nýlega á leið heim til sín úr sumarfríi á frönsku Rivíerunni, og ók í sinni glæsikerru gegnum hæðir og skóga í Miðhálendinu. Skyndilega þurfti hann að bremsa í beygju, sauðahjörð hafði lagt undir sig veginn og rann þar áfram með jarmi miklu, en samhljómur rollubjallanna endurómaði í hlíðunum í kring. Á þessu virtist enginn endir ætla að verða. Maðurinn fór fljótlega að verða óþolinmóður, hann ók sér fram og aftur í sætinu en loks gat hann ekki beðið lengur og spurði fjárhirðinn: „Hvað á þetta eiginlega að halda áfram lengi?„ „Um það bil korter„, sagði fjárhirðirinn. En maðurinn var fjárglöggur á sínu sviði og sá sér nú leik á borði. „Nú skulum við veðja„, sagði hann. „Ef ég get sagt þér nákvæmlega hvað eru margir sauðir í hjörðinni, gefur þú mér lamb„. Fjárhirðirinn samsinnti þessu áhugalaust, en maðurinn steypti sér yfir tölvuna, náði sambandi við gervitungl á vegum CIA svo og reiknivélar Frakklandsbanka og aðra gagnagrunna og sagði svo eftir stutta stund sigri hrósandi: „Þú ert að reka 694 kindur". „Ja hver andskotinn", sagði fjárhirðirinn, „þetta er alveg rétt", en maðurinn greip eina skepnuna og skutlaði henni snarlega upp í skottið. En fjárhirðirinn var nú ekki á því að láta hann sleppa svona auðveldlega, og hann sagði: „Nú skulum við veðja aftur. Ef ég get sagt þér hvaða starf þú hefur fæ ég dýrið til baka". Maðurinn féllst á það. „Ekki vænti ég að þú sér ráðunautur?" sagði bóndinn. „Hvernig í ósköpunum gastu vitað þetta?" sagði maðurinn alveg hlessa. „Það var einfalt", sagði fjárhirðirin. „Þú komst hér án þess að ég bæði þig um eitt eða neitt, þú gafst mér upplýsingar sem ég hafði enga þörf fyrir, því ég vissi þær þegar, þú skammtaðir þér sjálfur laun, og lambið sem þú tókst, það er að vísu hundurinn minn". Þetta var einfalt mál, en þó er ekki víst að fjárhirðirinn hafi sagt alla söguna. Hann gat vafalaust ráðið starf mannsins af fleiri merkjum, og þá einkum og sér í lagi fasi hans, sjálfsöryggi og valdsmannslegu yfirbragði. Því ef það eru einhverjir sem hafa nú byr í seglin eru það ráðunautar á öllum sviðum fjármála, stjórnunarfræða, markaðsfræða og slíkra greina, að ógleymdum niðurskurðinum sem er sérgrein margra. Oft birtast þeir hörkulegir á svip að beiðni einhvers hluthafa, heimta strax bókhaldið með þjósti meðan venjulegir starfsmenn fyrirtækisins sitja hnípnir eins og önd með unga þegar hún sér svartbak í nánd. Blaðamenn segja að í Frakklandi séu nú til ein 90 000 ráðgjafarfyrirtæki sem velti samtals 350 miljörðum evra, og er varla til nokkur sá geiri sem blómstrar jafn mikið. Og laun þessara ráðunauta eru ekki af skornum skammti: þau geta hæglegast verið 1500 evrur, 2000 evrur, 3000 evrur...á dag. Kannske eru til þeir menn sem láta sér fátt um finnast, en þá er þess að gæta að oft eru þetta viðbótarlaun eða einhvers konar vasapeningar. Það mun nú vera nokkur siður, að þegar einhverjir voldugir forstjórar hafa farið með allt í vaskinn og komið sér svo rækilega út úr húsum í sínum samsteypum og grúppum að ekki er annarra kosta völ en leysa þá út með gjöfum, fá þeim ríkuleg eftirlaun, biðlaun, viðbótarlaun og aukasporslur, þá setja þessir menn á fót ráðgjafarfyrirtæki með hæstu gjaldskrá. Og þeirra ráðgjöf er mikils metin - sem sýnir að rétt er að taka ýmsum orðum fjárhirðisins með fyrirvara - því þessir menn kunna öll handbrögð til að grípa aurinn og réttan fótaburð við að spretta úr sporunum. Svo vita fjölmiðlar um menn sem eru í kyrrþey ráðunautar hjá tveimur fyrirtækjum sem keppa á sama sviði og eiga í baráttu upp á líf og dauða, og þeir geta sett sína prísa hátt. Þetta sýnir, að jafnvel á okkar tímum er ástæða til bjartsýni, ef menn gæta þess bara að líta í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun
Það er í frásögur fært, að ábúðarfullur maður var nýlega á leið heim til sín úr sumarfríi á frönsku Rivíerunni, og ók í sinni glæsikerru gegnum hæðir og skóga í Miðhálendinu. Skyndilega þurfti hann að bremsa í beygju, sauðahjörð hafði lagt undir sig veginn og rann þar áfram með jarmi miklu, en samhljómur rollubjallanna endurómaði í hlíðunum í kring. Á þessu virtist enginn endir ætla að verða. Maðurinn fór fljótlega að verða óþolinmóður, hann ók sér fram og aftur í sætinu en loks gat hann ekki beðið lengur og spurði fjárhirðinn: „Hvað á þetta eiginlega að halda áfram lengi?„ „Um það bil korter„, sagði fjárhirðirinn. En maðurinn var fjárglöggur á sínu sviði og sá sér nú leik á borði. „Nú skulum við veðja„, sagði hann. „Ef ég get sagt þér nákvæmlega hvað eru margir sauðir í hjörðinni, gefur þú mér lamb„. Fjárhirðirinn samsinnti þessu áhugalaust, en maðurinn steypti sér yfir tölvuna, náði sambandi við gervitungl á vegum CIA svo og reiknivélar Frakklandsbanka og aðra gagnagrunna og sagði svo eftir stutta stund sigri hrósandi: „Þú ert að reka 694 kindur". „Ja hver andskotinn", sagði fjárhirðirinn, „þetta er alveg rétt", en maðurinn greip eina skepnuna og skutlaði henni snarlega upp í skottið. En fjárhirðirinn var nú ekki á því að láta hann sleppa svona auðveldlega, og hann sagði: „Nú skulum við veðja aftur. Ef ég get sagt þér hvaða starf þú hefur fæ ég dýrið til baka". Maðurinn féllst á það. „Ekki vænti ég að þú sér ráðunautur?" sagði bóndinn. „Hvernig í ósköpunum gastu vitað þetta?" sagði maðurinn alveg hlessa. „Það var einfalt", sagði fjárhirðirin. „Þú komst hér án þess að ég bæði þig um eitt eða neitt, þú gafst mér upplýsingar sem ég hafði enga þörf fyrir, því ég vissi þær þegar, þú skammtaðir þér sjálfur laun, og lambið sem þú tókst, það er að vísu hundurinn minn". Þetta var einfalt mál, en þó er ekki víst að fjárhirðirinn hafi sagt alla söguna. Hann gat vafalaust ráðið starf mannsins af fleiri merkjum, og þá einkum og sér í lagi fasi hans, sjálfsöryggi og valdsmannslegu yfirbragði. Því ef það eru einhverjir sem hafa nú byr í seglin eru það ráðunautar á öllum sviðum fjármála, stjórnunarfræða, markaðsfræða og slíkra greina, að ógleymdum niðurskurðinum sem er sérgrein margra. Oft birtast þeir hörkulegir á svip að beiðni einhvers hluthafa, heimta strax bókhaldið með þjósti meðan venjulegir starfsmenn fyrirtækisins sitja hnípnir eins og önd með unga þegar hún sér svartbak í nánd. Blaðamenn segja að í Frakklandi séu nú til ein 90 000 ráðgjafarfyrirtæki sem velti samtals 350 miljörðum evra, og er varla til nokkur sá geiri sem blómstrar jafn mikið. Og laun þessara ráðunauta eru ekki af skornum skammti: þau geta hæglegast verið 1500 evrur, 2000 evrur, 3000 evrur...á dag. Kannske eru til þeir menn sem láta sér fátt um finnast, en þá er þess að gæta að oft eru þetta viðbótarlaun eða einhvers konar vasapeningar. Það mun nú vera nokkur siður, að þegar einhverjir voldugir forstjórar hafa farið með allt í vaskinn og komið sér svo rækilega út úr húsum í sínum samsteypum og grúppum að ekki er annarra kosta völ en leysa þá út með gjöfum, fá þeim ríkuleg eftirlaun, biðlaun, viðbótarlaun og aukasporslur, þá setja þessir menn á fót ráðgjafarfyrirtæki með hæstu gjaldskrá. Og þeirra ráðgjöf er mikils metin - sem sýnir að rétt er að taka ýmsum orðum fjárhirðisins með fyrirvara - því þessir menn kunna öll handbrögð til að grípa aurinn og réttan fótaburð við að spretta úr sporunum. Svo vita fjölmiðlar um menn sem eru í kyrrþey ráðunautar hjá tveimur fyrirtækjum sem keppa á sama sviði og eiga í baráttu upp á líf og dauða, og þeir geta sett sína prísa hátt. Þetta sýnir, að jafnvel á okkar tímum er ástæða til bjartsýni, ef menn gæta þess bara að líta í rétta átt.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun