Perlum kastað fyrir svín 4. ágúst 2007 05:00 Hvað skyldi ég vera búinn að fara oft austur yfir Þjórsá? Þúsund sinnum? Eða oftar? Ég fór þangað í sveitina í Landeyjarnar forðum daga og í Þórsmörk og alla leið í Öræfin, ég fór með Ingólfi á Hellu í kosningaleiðangra austur fyrir fjall. Í ferðalög fyrir íþróttahreyfinguna í Kirkjubæjarklaustur og Höfn og svo náttúrlega allar bílferðirnar og sumarbústaðaheimsóknirnar og þessar ferðir mínar eru óteljandi um Suðurlandsundirlendið eins og reyndar flestra annarra Íslendinga sunnan heiða. Svo ekki sé minnst á allar ferðirnar upp með Þjórsá í þau fögru útivistar- og gróðurlendi sem þar er að finna. En ef ég segi alveg eins og er, þá hef ég ekki oft tekið mér tíma til að skoða mig um í landslaginu, heldur ganað áfram á hundrað kílómetrum á klukkustund og einbeitt mér að keyrslunni eftir þjóðveginum, næsta bíl, næstu beygju, næstu lífshættu á þessum fjölfarna vegi. Ég er ekki einn á báti í þeim efnum. Við þeysum gegnum sveitirnar og framhjá náttúrunni og það er þá helst að fólk stöðvi við sjoppurnar til að bæta á sig pylsu og kók.Hvar er Urriðafoss?Og svo er líka saga á bak við hvern stein allt frá landsnámstíð og til vorra daga. Saga af fólki, lífskjörum og atburðum. Hvernig fóru ferðalangar yfir Þjórsá, þegar enginn var bíllinn eða brýrnar? Hvaða hlutverk lék þessi farartálmi í sögu þjóðarinnar? Og það var bara núna í vor sem ég spurði kunningja minn: hvar er Urriðafoss? Ímyndið ykkur, eftir allar þessar ferðir og eftir alla þessa löngu ævi, þurfti ég að spyrja af fávisku minni, hvar þessi foss væri, sem nú eru í umræðunni og snýst um það hvort Urriðafoss fær að lifa eða deyja. Mér segir svo hugur um að ég sé ekki einn um þessa fáfræði. Jafnvel þótt fossinn sé rétt neðan Þjórsárbrúar, í raun og veru í alfaraleið, þá blasir hann ekki við, hvað þá að hann sé þekktur áningarstaður. Milljónir bifreiða streyma þar framhjá ár hvert og farþegarnir láta sér fátt um finnast. Á hraðferð á annan áfangastað.Það er margt fallegt í henni Þjórsá, en þessi foss tekur öllu fram. Beljar fram af klettunum, iðandi af litadýrð og stórfengleik. Margbreytileg fegurð náttúrunnar, sem enginn mannlegur máttur gæti nokkru sinni skapað. Heillandi sýn sem dolfellur hverja þá manneskju sem hefur snefil af smekk og lotningu fyrir fegurð landsins og gersemum þess.Um þessa perlu er nú verið að höndla á teikniborðum verkfræðinga og í fundarsölum orkuframleiðenda. Urriðafoss er sem sagt fórnarkostnaður í þeirri áætlun að virkja Þjórsá neðri til að framleiða orku fyrir komandi álver. Eftir því sem ég fæ best skilið er gert ráð fyrir að reisa lón fyrir ofan fossana, sem veldur því að þeir hverfa og koma aldrei aftur.Hótel okkar er jörðinJú kannski er þörfin fyrir rafmagnið svona þýðingarmikil að menn fórni náttúrugersemum eins og að depla auga? Kannski dettur mönnum þetta í hug að því að Íslendingar vita fæstir um fossinn, þótt hann sé í alfaraleið? Kannski finnst einhverjum þetta réttlætan- legt af því að Einar Ben barðist fyrir þessu þegar hann stofnaði Titanfélagið? Þegar ég, sem nýkjörinn þingmaður lýsi yfir því að aldrei mun ég greiða atkvæði með þessu skemmdarverki, þá er mér bent á að málið sé ekki lengur í höndum Alþingis!! Rannsóknar- leyfið hefur verið afgreitt og er nú á valdi Landsvirkjunar og heimamanna. Og af mér detta allar dauðar lýs.Við lifum ekki á náttúruverndinni einni saman segja ábyrgir þungavigtarmenn í íslensku atvinnulífi. Það þarf að byggja álver, segja þeir og það þarf að útvega álverunum orku og síðan er ráðist á náttúrugersemi, af því það veit hvort sem er enginn um þau og nennir ekki að skoða þau! Og jafnvel þótt næstu kynslóðir skilji það að lokum að við eigum ekki landið og hótel okkar er jörðin, þá verður það of seint í rassinn gripið ef við eyðileggjum Urriðafoss til að geta selt Rio Tinto rafmagn fyrir slikk. Ég skora á ferðalanga að staldra við þegar ekið er yfir Þjórsárbrúna og skoða fossinn áður en við köstum þessari perlu okkar fyrir svín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun
Hvað skyldi ég vera búinn að fara oft austur yfir Þjórsá? Þúsund sinnum? Eða oftar? Ég fór þangað í sveitina í Landeyjarnar forðum daga og í Þórsmörk og alla leið í Öræfin, ég fór með Ingólfi á Hellu í kosningaleiðangra austur fyrir fjall. Í ferðalög fyrir íþróttahreyfinguna í Kirkjubæjarklaustur og Höfn og svo náttúrlega allar bílferðirnar og sumarbústaðaheimsóknirnar og þessar ferðir mínar eru óteljandi um Suðurlandsundirlendið eins og reyndar flestra annarra Íslendinga sunnan heiða. Svo ekki sé minnst á allar ferðirnar upp með Þjórsá í þau fögru útivistar- og gróðurlendi sem þar er að finna. En ef ég segi alveg eins og er, þá hef ég ekki oft tekið mér tíma til að skoða mig um í landslaginu, heldur ganað áfram á hundrað kílómetrum á klukkustund og einbeitt mér að keyrslunni eftir þjóðveginum, næsta bíl, næstu beygju, næstu lífshættu á þessum fjölfarna vegi. Ég er ekki einn á báti í þeim efnum. Við þeysum gegnum sveitirnar og framhjá náttúrunni og það er þá helst að fólk stöðvi við sjoppurnar til að bæta á sig pylsu og kók.Hvar er Urriðafoss?Og svo er líka saga á bak við hvern stein allt frá landsnámstíð og til vorra daga. Saga af fólki, lífskjörum og atburðum. Hvernig fóru ferðalangar yfir Þjórsá, þegar enginn var bíllinn eða brýrnar? Hvaða hlutverk lék þessi farartálmi í sögu þjóðarinnar? Og það var bara núna í vor sem ég spurði kunningja minn: hvar er Urriðafoss? Ímyndið ykkur, eftir allar þessar ferðir og eftir alla þessa löngu ævi, þurfti ég að spyrja af fávisku minni, hvar þessi foss væri, sem nú eru í umræðunni og snýst um það hvort Urriðafoss fær að lifa eða deyja. Mér segir svo hugur um að ég sé ekki einn um þessa fáfræði. Jafnvel þótt fossinn sé rétt neðan Þjórsárbrúar, í raun og veru í alfaraleið, þá blasir hann ekki við, hvað þá að hann sé þekktur áningarstaður. Milljónir bifreiða streyma þar framhjá ár hvert og farþegarnir láta sér fátt um finnast. Á hraðferð á annan áfangastað.Það er margt fallegt í henni Þjórsá, en þessi foss tekur öllu fram. Beljar fram af klettunum, iðandi af litadýrð og stórfengleik. Margbreytileg fegurð náttúrunnar, sem enginn mannlegur máttur gæti nokkru sinni skapað. Heillandi sýn sem dolfellur hverja þá manneskju sem hefur snefil af smekk og lotningu fyrir fegurð landsins og gersemum þess.Um þessa perlu er nú verið að höndla á teikniborðum verkfræðinga og í fundarsölum orkuframleiðenda. Urriðafoss er sem sagt fórnarkostnaður í þeirri áætlun að virkja Þjórsá neðri til að framleiða orku fyrir komandi álver. Eftir því sem ég fæ best skilið er gert ráð fyrir að reisa lón fyrir ofan fossana, sem veldur því að þeir hverfa og koma aldrei aftur.Hótel okkar er jörðinJú kannski er þörfin fyrir rafmagnið svona þýðingarmikil að menn fórni náttúrugersemum eins og að depla auga? Kannski dettur mönnum þetta í hug að því að Íslendingar vita fæstir um fossinn, þótt hann sé í alfaraleið? Kannski finnst einhverjum þetta réttlætan- legt af því að Einar Ben barðist fyrir þessu þegar hann stofnaði Titanfélagið? Þegar ég, sem nýkjörinn þingmaður lýsi yfir því að aldrei mun ég greiða atkvæði með þessu skemmdarverki, þá er mér bent á að málið sé ekki lengur í höndum Alþingis!! Rannsóknar- leyfið hefur verið afgreitt og er nú á valdi Landsvirkjunar og heimamanna. Og af mér detta allar dauðar lýs.Við lifum ekki á náttúruverndinni einni saman segja ábyrgir þungavigtarmenn í íslensku atvinnulífi. Það þarf að byggja álver, segja þeir og það þarf að útvega álverunum orku og síðan er ráðist á náttúrugersemi, af því það veit hvort sem er enginn um þau og nennir ekki að skoða þau! Og jafnvel þótt næstu kynslóðir skilji það að lokum að við eigum ekki landið og hótel okkar er jörðin, þá verður það of seint í rassinn gripið ef við eyðileggjum Urriðafoss til að geta selt Rio Tinto rafmagn fyrir slikk. Ég skora á ferðalanga að staldra við þegar ekið er yfir Þjórsárbrúna og skoða fossinn áður en við köstum þessari perlu okkar fyrir svín.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun