Er uppbygging ökunáms röng? 12. júlí 2007 06:00 Hvort röng uppbygging ökunáms sé orsök glannaaksturs unglinga er sjónarmið sem fleygt var fram í grein sem nýlega birtist í Fréttablaðinu. Sú hugsun var jafnframt sett fram að kostur fylgir að lækka ökuleyfisaldurinn því þá séu börnin ekki eins mótuð og taki því betur leiðbeiningum. Það kann að vera að margt megi betur fara í uppbyggingu og skipulagi ökunáms hér á Íslandi. Uppbygging ökunáms er ólík eftir löndum. Eins og fram kom í umræddri grein þá fá ungmenni í sumum ríkjum Bandaríkjanna ökuprófið fyrr en tíðkast hér á landi en þurfa að uppfylla ákveðin grundvallarskilyrði til þess að geta fengið full réttindi. Tilfinning mín er sú að umferðaröryggi á Íslandi standist illa samanburð við nágrannaþjóðir okkar. Vissulega má finna svæði þar sem umferðarmenning er vafasöm. Við akstur á erlendri grund minnist ég þess ekki að hafa upplifað tillitsleysi eða hættuástand. Slík reynsla er hins vegar ekki óalgeng hér á landi. Þótt eitthvað ákveðið ökunámskerfi hafi reynst vel úti í heimi er ekki þar með sagt að það reynist árangursríkt hér á landi. Einstök atriði sem gefið hafa góða raun annars staðar mætti skoða með það fyrir augum að taka upp í einhverri mynd. Sem dæmi nefnir greinarhöfundur að ungum ökumönnum leyfist ekki að hafa jafnaldra sína í bílnum aðra en fjölskyldumeðlimi fyrr en þeir hafa náð 21 árs aldri. Vandinn við þetta er sá að erfitt gæti reynst að framfylgja svona reglu. Ofsaakstur er ekki ökunáminu um að kenna eða uppbyggingu þess. Vandinn felst fyrst og fremst í viðhorfi ákveðins hóps ökumanna til annarra vegfarenda, skorti á virðingu, aga og dómgreindarleysi. Með það í huga að hegðun þessara ökumanna í umferðinni er hættuleg sjálfum þeim og öðrum og þá staðreynd að 17 ára ungmenni eiga talsvert í land með að ná fullum tilfinninga- og félagsþroska væri til bóta að hækka lágmarksaldur til ökuleyfis í 18 ár þegar einstaklingurinn verður jafnframt sjálfráða. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvort röng uppbygging ökunáms sé orsök glannaaksturs unglinga er sjónarmið sem fleygt var fram í grein sem nýlega birtist í Fréttablaðinu. Sú hugsun var jafnframt sett fram að kostur fylgir að lækka ökuleyfisaldurinn því þá séu börnin ekki eins mótuð og taki því betur leiðbeiningum. Það kann að vera að margt megi betur fara í uppbyggingu og skipulagi ökunáms hér á Íslandi. Uppbygging ökunáms er ólík eftir löndum. Eins og fram kom í umræddri grein þá fá ungmenni í sumum ríkjum Bandaríkjanna ökuprófið fyrr en tíðkast hér á landi en þurfa að uppfylla ákveðin grundvallarskilyrði til þess að geta fengið full réttindi. Tilfinning mín er sú að umferðaröryggi á Íslandi standist illa samanburð við nágrannaþjóðir okkar. Vissulega má finna svæði þar sem umferðarmenning er vafasöm. Við akstur á erlendri grund minnist ég þess ekki að hafa upplifað tillitsleysi eða hættuástand. Slík reynsla er hins vegar ekki óalgeng hér á landi. Þótt eitthvað ákveðið ökunámskerfi hafi reynst vel úti í heimi er ekki þar með sagt að það reynist árangursríkt hér á landi. Einstök atriði sem gefið hafa góða raun annars staðar mætti skoða með það fyrir augum að taka upp í einhverri mynd. Sem dæmi nefnir greinarhöfundur að ungum ökumönnum leyfist ekki að hafa jafnaldra sína í bílnum aðra en fjölskyldumeðlimi fyrr en þeir hafa náð 21 árs aldri. Vandinn við þetta er sá að erfitt gæti reynst að framfylgja svona reglu. Ofsaakstur er ekki ökunáminu um að kenna eða uppbyggingu þess. Vandinn felst fyrst og fremst í viðhorfi ákveðins hóps ökumanna til annarra vegfarenda, skorti á virðingu, aga og dómgreindarleysi. Með það í huga að hegðun þessara ökumanna í umferðinni er hættuleg sjálfum þeim og öðrum og þá staðreynd að 17 ára ungmenni eiga talsvert í land með að ná fullum tilfinninga- og félagsþroska væri til bóta að hækka lágmarksaldur til ökuleyfis í 18 ár þegar einstaklingurinn verður jafnframt sjálfráða. Höfundur er sálfræðingur.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun