Að byggja upp þorskstofninn 21. júní 2007 02:00 Það er alltaf hollt að velta fyrir sér grundvallarforsendum ef hlutirnir virðast ekki virka. Ef það kviknar t.d. ekki á neinni ljósaperu í húsinu þá er skynsamlegt að kanna hvort öryggið sé farið eða athuga hvort rafmagnið hafi slegið út í stað þess að hamast á öllum rofum tímunum saman. Að sama skapi er skynsamlegt að ígrunda forsendur veiðiráðgjafar Hafró sem gefa skýrt til kynna að uppbyggingarstarf síðustu áratuga hafi alls ekki gengið upp. Það er stöðugt klifað á því að það sé nauðsynlegt að byggja upp hrygningarstofninn til þess að geta fengið meiri nýliðun og veitt þá meira seinna. Forsendur þessa hljóta annaðhvort að vera að því fleiri fiskar sem hrygna þeim mun hærri ættu lífslíkur seiða að vera eða að lífslíkur þorskseiða séu alltaf þær sömu og með því að fjölga hrygnum með minnkuðu veiðihlutfalli fáist meiri nýliðun. Hvort tveggja gengur í berhögg við viðtekna vistfræði þar sem lífslíkur seiða ættu miklu frekar að minnka en aukast þegar meiri mergð er á ferðinni og vandséð er að hægt sé að stækka stofn sem augljóslega skortir fæðu þar sem mælingar sýna að vöxtur er í sögulegu lágmarki. Það er rétt að hafa í huga að hver hængur og hrygna í hrygningarstofni í jafnvægi koma á legg að jafnaði 2 kynþroska fiskum af öllum þeim milljónum seiða sem parið framleiðir. Fyrir hrygningarstofn sem er að vaxa gífurlega hratt, eða um 50%, þá eru fiskarnir ekki fleiri en 3 sem parið skilar áfram. Stjórnvöld stjórna ekki einungis með því að ákveða leyfilegt heildarmagn sem veitt er heldur er markvisst verið að vernda smáfisk með því að loka veiðisvæðum ef mikið er um undirmálsfisk í veiði. Nú, á miðju ári, er búið að beita skyndilokunum sem aldrei fyrr sem bendir augljóslega til þess að mikið er um smáfisk og er það í hrópandi mótsögn við skýrslu Hafró um að þeir árgangar sem von er á inn í veiðina á næstu árum séu óvenju litlir. Lokun veiðisvæða og markviss friðun á smáfiski hlýtur að leiða til þess að sjómenn verða að sækja í stærri fisk til þess að ná því heildarmagni sem þeim er úthlutað. Auðvitað leiða þessar stjórnvaldsaðgerðir til þess að sótt er enn meira en ella í stóra hrygningarfiskinn sem stjórnvöld segjast vera að byggja upp til þess að fá meiri nýliðun. Það rekst því hvað á annars horn í „besta kvótakerfi í heimi". Ábyrg stjórnvöld hljóta að taka núverandi forsendur kvótakerfisins til gagngerar endurskoðunar og gaumgæfa rök þeirra sem hafa sett fram vel rökstudda gagnrýni á núverandi fiskveiðstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sigurjón Þórðarson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Það er alltaf hollt að velta fyrir sér grundvallarforsendum ef hlutirnir virðast ekki virka. Ef það kviknar t.d. ekki á neinni ljósaperu í húsinu þá er skynsamlegt að kanna hvort öryggið sé farið eða athuga hvort rafmagnið hafi slegið út í stað þess að hamast á öllum rofum tímunum saman. Að sama skapi er skynsamlegt að ígrunda forsendur veiðiráðgjafar Hafró sem gefa skýrt til kynna að uppbyggingarstarf síðustu áratuga hafi alls ekki gengið upp. Það er stöðugt klifað á því að það sé nauðsynlegt að byggja upp hrygningarstofninn til þess að geta fengið meiri nýliðun og veitt þá meira seinna. Forsendur þessa hljóta annaðhvort að vera að því fleiri fiskar sem hrygna þeim mun hærri ættu lífslíkur seiða að vera eða að lífslíkur þorskseiða séu alltaf þær sömu og með því að fjölga hrygnum með minnkuðu veiðihlutfalli fáist meiri nýliðun. Hvort tveggja gengur í berhögg við viðtekna vistfræði þar sem lífslíkur seiða ættu miklu frekar að minnka en aukast þegar meiri mergð er á ferðinni og vandséð er að hægt sé að stækka stofn sem augljóslega skortir fæðu þar sem mælingar sýna að vöxtur er í sögulegu lágmarki. Það er rétt að hafa í huga að hver hængur og hrygna í hrygningarstofni í jafnvægi koma á legg að jafnaði 2 kynþroska fiskum af öllum þeim milljónum seiða sem parið framleiðir. Fyrir hrygningarstofn sem er að vaxa gífurlega hratt, eða um 50%, þá eru fiskarnir ekki fleiri en 3 sem parið skilar áfram. Stjórnvöld stjórna ekki einungis með því að ákveða leyfilegt heildarmagn sem veitt er heldur er markvisst verið að vernda smáfisk með því að loka veiðisvæðum ef mikið er um undirmálsfisk í veiði. Nú, á miðju ári, er búið að beita skyndilokunum sem aldrei fyrr sem bendir augljóslega til þess að mikið er um smáfisk og er það í hrópandi mótsögn við skýrslu Hafró um að þeir árgangar sem von er á inn í veiðina á næstu árum séu óvenju litlir. Lokun veiðisvæða og markviss friðun á smáfiski hlýtur að leiða til þess að sjómenn verða að sækja í stærri fisk til þess að ná því heildarmagni sem þeim er úthlutað. Auðvitað leiða þessar stjórnvaldsaðgerðir til þess að sótt er enn meira en ella í stóra hrygningarfiskinn sem stjórnvöld segjast vera að byggja upp til þess að fá meiri nýliðun. Það rekst því hvað á annars horn í „besta kvótakerfi í heimi". Ábyrg stjórnvöld hljóta að taka núverandi forsendur kvótakerfisins til gagngerar endurskoðunar og gaumgæfa rök þeirra sem hafa sett fram vel rökstudda gagnrýni á núverandi fiskveiðstjórn.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun