Er Gamli sáttmáli enn í gildi? 8. mars 2007 05:00 Árið 1994 hringdi til mín sigri hrósandi vinur, harður andstæðingur EES og inngöngu í ESB, og tjáði mér að Norðmenn hefðu kosið fyrir okkur. Vísaði hann þar til þjóðaratkvæðagreiðslu Norðmanna um inngöngu í ESB. Mér hefur oft verið hugsað til þessara orða hans og þess skilnings að við gengjum aðeins inn í ESB ef Norðmenn gerðu það. Mér fannst þetta dálítið hjákátlegt hjá slíkum sjálfstæðissinna að segja í raun að Norðmenn réðu örlögum okkur í þessu sambandi en ekki við. En er það ekki rétt? Ég hef heyrt Halldór Ásgrímsson halda því fram og einnig að bæði Norðmenn og við Íslendingar munum ganga í Evrópusambandið áður en yfir lýkur. Það hefur stundum tíðkast að bera saman Gamla sáttmála (sem mér var kennt að fá sting í hjarta yfir í barnaskóla) og inngöngu í ESB. Reyndar hefur nýlega heyrst að hann hafi eiginlega ekki verið til, en það er aukaatriði, aðalatriðið er að hann hefur lengi verið túlkaður sem upphaf að áþján Íslendinga og sambærilegur við inngöngu í ESB. Um þetta hefur t.d. Ásgeir Jónsson ritað bráðskemmtilega grein í Tímarit Máls og menningar (okt. 2002), en það er dálítið kaldhæðnislegt í því sambandi að velta því þá fyrir sér að Norðmenn ákveði í raun hvort við Íslendingar göngum í ESB eða ekki. En fari svo að Norðmenn taki okkur með í farteski sínu inn í ESB verður að segja að sök þeirra sem barist hafa gegn þessari aðild undanfarin ár af alefli sé mikil. Þá fyrst komum við fram sem nýlenda, hjálenda sem ekki getur tekið sjálfstæða ákvörðun um hvort við förum þar inn eða ekki. Menn líta gjarnan á samtímann og framtíðina þegar verið að meta kosti þess og galla að ganga inn í ESB og er það vitanlega réttmætt upp að vissu marki, þótt auðvitað sé það langt frá því að vera einhlítt. Það er kannski gagnlegra að líta á liðinn tíma og bera saman við stöðuna eins og hún er núna. Þarf þá ekki að fara alla leið aftur til Gamla sáttmála heldur kannski aðeins til þess tíma er Norðmenn höfnuðu ESB, líka fyrir okkur. Hefðum við gengið inn í ESB árið 1995 t.d., má gera því skóna að við ættum núna fjölda reyndra og hátt settra embættismanna innan yfirstjórnar ESB og kannski hefði ekki þurft að skapa þann sendiherraher sem utanríkisráðuneytið hefur komið upp til að veita stjórnmálamönnum eftirlaunaða vinnu. Þessir sömu stjórnmálamenn hefðu kannski getað lokið störfum með því að gæta hagsmuna Íslands á vettvangi ESB. Við ættum kannski sjávarútvegsmálastjóra ESB fremur en Möltubúar. En mestu máli skiptir að það er víst að áhrif okkar innan ESB væru margföld á við það sem nú er. En hvað gerist ef við neyðumst til að ganga þarna inn á hæla Norðmanna með ónýta mynt og jafnvel efnahag í rúst eftir hrun á álmörkuðum? Verður samningsstaðan góð? Munum við fá sjávarútvegsmálastjórann eftir að hafa ögrað öðrum þjóðum með bjálfahætti í hvalveiðamálinu? Það er ólíklegt, mörg tækifærin sem buðust á þessu sviði eru glötuð og þeim mun fækka eftir því sem árunum líður og fleiri verða á fleti fyrir. Þá mun kannski koma sá dagur að við eltum Norðmenn inn í ESB með húfuna á milli handanna og fáum ekkert fyrir allt, fremur en „allt fyrir ekkert“. Höfundur er þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1994 hringdi til mín sigri hrósandi vinur, harður andstæðingur EES og inngöngu í ESB, og tjáði mér að Norðmenn hefðu kosið fyrir okkur. Vísaði hann þar til þjóðaratkvæðagreiðslu Norðmanna um inngöngu í ESB. Mér hefur oft verið hugsað til þessara orða hans og þess skilnings að við gengjum aðeins inn í ESB ef Norðmenn gerðu það. Mér fannst þetta dálítið hjákátlegt hjá slíkum sjálfstæðissinna að segja í raun að Norðmenn réðu örlögum okkur í þessu sambandi en ekki við. En er það ekki rétt? Ég hef heyrt Halldór Ásgrímsson halda því fram og einnig að bæði Norðmenn og við Íslendingar munum ganga í Evrópusambandið áður en yfir lýkur. Það hefur stundum tíðkast að bera saman Gamla sáttmála (sem mér var kennt að fá sting í hjarta yfir í barnaskóla) og inngöngu í ESB. Reyndar hefur nýlega heyrst að hann hafi eiginlega ekki verið til, en það er aukaatriði, aðalatriðið er að hann hefur lengi verið túlkaður sem upphaf að áþján Íslendinga og sambærilegur við inngöngu í ESB. Um þetta hefur t.d. Ásgeir Jónsson ritað bráðskemmtilega grein í Tímarit Máls og menningar (okt. 2002), en það er dálítið kaldhæðnislegt í því sambandi að velta því þá fyrir sér að Norðmenn ákveði í raun hvort við Íslendingar göngum í ESB eða ekki. En fari svo að Norðmenn taki okkur með í farteski sínu inn í ESB verður að segja að sök þeirra sem barist hafa gegn þessari aðild undanfarin ár af alefli sé mikil. Þá fyrst komum við fram sem nýlenda, hjálenda sem ekki getur tekið sjálfstæða ákvörðun um hvort við förum þar inn eða ekki. Menn líta gjarnan á samtímann og framtíðina þegar verið að meta kosti þess og galla að ganga inn í ESB og er það vitanlega réttmætt upp að vissu marki, þótt auðvitað sé það langt frá því að vera einhlítt. Það er kannski gagnlegra að líta á liðinn tíma og bera saman við stöðuna eins og hún er núna. Þarf þá ekki að fara alla leið aftur til Gamla sáttmála heldur kannski aðeins til þess tíma er Norðmenn höfnuðu ESB, líka fyrir okkur. Hefðum við gengið inn í ESB árið 1995 t.d., má gera því skóna að við ættum núna fjölda reyndra og hátt settra embættismanna innan yfirstjórnar ESB og kannski hefði ekki þurft að skapa þann sendiherraher sem utanríkisráðuneytið hefur komið upp til að veita stjórnmálamönnum eftirlaunaða vinnu. Þessir sömu stjórnmálamenn hefðu kannski getað lokið störfum með því að gæta hagsmuna Íslands á vettvangi ESB. Við ættum kannski sjávarútvegsmálastjóra ESB fremur en Möltubúar. En mestu máli skiptir að það er víst að áhrif okkar innan ESB væru margföld á við það sem nú er. En hvað gerist ef við neyðumst til að ganga þarna inn á hæla Norðmanna með ónýta mynt og jafnvel efnahag í rúst eftir hrun á álmörkuðum? Verður samningsstaðan góð? Munum við fá sjávarútvegsmálastjórann eftir að hafa ögrað öðrum þjóðum með bjálfahætti í hvalveiðamálinu? Það er ólíklegt, mörg tækifærin sem buðust á þessu sviði eru glötuð og þeim mun fækka eftir því sem árunum líður og fleiri verða á fleti fyrir. Þá mun kannski koma sá dagur að við eltum Norðmenn inn í ESB með húfuna á milli handanna og fáum ekkert fyrir allt, fremur en „allt fyrir ekkert“. Höfundur er þýðandi.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun