Tiger: Af hverju vann ekki Federer? 27. desember 2006 14:15 Tiger Woods og Roger Federer eru ágætis vinir og hafa meðal annars boðið hvor öðrum á mót hvors annars. MYND/Getty Kylfingurinn Tiger Woods er steinhissa á að hann skuli hafa verið tekinn framyfir tenniskappann Roger Federer sem íþróttamaður ársins að mati AP fréttastofunnar. Kjör AP, sem þykir með þeim virtari í íþróttaheiminum, var gert opinbert í gær. Þetta var í fjórða skiptið sem Woods hreppir verðlaunin hjá AP en síðustu fjögur ár hefur hjólreiðagarpurinn Lance Armstrong orðið fyrir valinu. Í öðru sæti í ár var LaDainian Tomlinson, leikmaður San Diego í NFL-deildinni, en Roger Federer varð í þriðja sæti. Þeirri niðurröðun botnar Woods ekkert í. "Það sem hann hefur gert í tennis á þessu ári tel ég vera miklu merkilegra og betra en það sem ég afrekaði á árinu," sagði Tiger, en hann og Federer er vel til vina eftir að hafa unnið saman í auglýsingum á vegum Nike. "Hann hefur tapað hvað... fimm viðureignum á þremur árum, ekki satt? Það er ansi gott," sagði Woods og glotti. Federer hefur reyndar tapað aðeins fleiri leikjum en það, en þó ekki mikið fleirum. Á þessu ári tapaði hann fimm viðureignum, en vann hins vegar 92. Þar af bar hann sigur úr býtum á 12 af þeim mótum sem hann tók þátt í. Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingurinn Tiger Woods er steinhissa á að hann skuli hafa verið tekinn framyfir tenniskappann Roger Federer sem íþróttamaður ársins að mati AP fréttastofunnar. Kjör AP, sem þykir með þeim virtari í íþróttaheiminum, var gert opinbert í gær. Þetta var í fjórða skiptið sem Woods hreppir verðlaunin hjá AP en síðustu fjögur ár hefur hjólreiðagarpurinn Lance Armstrong orðið fyrir valinu. Í öðru sæti í ár var LaDainian Tomlinson, leikmaður San Diego í NFL-deildinni, en Roger Federer varð í þriðja sæti. Þeirri niðurröðun botnar Woods ekkert í. "Það sem hann hefur gert í tennis á þessu ári tel ég vera miklu merkilegra og betra en það sem ég afrekaði á árinu," sagði Tiger, en hann og Federer er vel til vina eftir að hafa unnið saman í auglýsingum á vegum Nike. "Hann hefur tapað hvað... fimm viðureignum á þremur árum, ekki satt? Það er ansi gott," sagði Woods og glotti. Federer hefur reyndar tapað aðeins fleiri leikjum en það, en þó ekki mikið fleirum. Á þessu ári tapaði hann fimm viðureignum, en vann hins vegar 92. Þar af bar hann sigur úr býtum á 12 af þeim mótum sem hann tók þátt í.
Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira