Rússnesk stjórnvöld neita aðild 20. nóvember 2006 18:13 Líðan rússneska njósnarans Alexanders Litvinenko fer hrakandi en eitrað var fyrir hann á veitingastað í Lundúnum á dögunum. Nánir vinir hans telja fullvíst að stjórnvöld í Moskvu hafi staðið á bak við tilræðið. Litvinenko liggur nú á milli heims og helju á gjörgæsludeild University College-sjúkrahússins í Lundúnum en þangað var hann fluttur í gærkvöldi eftir að líðan hans hrakaði enn frekar. Læknar segja aðeins helmingslíkur á að hann nái heilsu á ný. Þessi fyrrverandi KGB-maður sem á sínum tíma flýði til Bretlands var að rannsaka morðið á blaðakonunni Önnu Politkovskaju þegar honum var byrlað eitrið þallíum, líklega á japönskum sushi-stað í miðborg Lundúna. Bæði Politkovskaja og Litvinenko voru í hópi þeirra sem gagnrýnt hafa Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, og því hallast nánir vinir hans að því að rússneska leyniþjónustan hafi staðið á bak við tilræðið. Í þeim hópi er auðkýfingurinn Boris Berezovsky sem Litvinenko fletti á sínum tíma ofan af samsæri um að myrða eftir að hann komst í ónáð hjá Pútín. Talsmaður rússneskra stjórnvalda sagðist í dag ekki vilja tjá sig um þessar kenningar þar sem þær væru alger þvættingur. Þótt erfitt geti reynst að sanna nokkuð í þessum efnum er hitt víst að rússneska leyniþjónustan hefur í gegnum tíðina gripið til ýmissa óyndisúrræða, allt frá því að Leon Trotský var myrtur með ísöxi í Mexíkó 1940 þar til búlgarski blaðamaðurinn Georgi Markov var stunginn með eitraðri regnhlíf í Lundúnum 1978. Þá má ekki gleyma úkraínska forsetanum Viktor Jústjenkó en skömmu fyrir kosningarnar 2004 fékk hann heiftarlega díoxíneitrun sem sögð var á ábyrgð Kremlverja eða úkraínskra bandamanna þeirra. Erlent Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Líðan rússneska njósnarans Alexanders Litvinenko fer hrakandi en eitrað var fyrir hann á veitingastað í Lundúnum á dögunum. Nánir vinir hans telja fullvíst að stjórnvöld í Moskvu hafi staðið á bak við tilræðið. Litvinenko liggur nú á milli heims og helju á gjörgæsludeild University College-sjúkrahússins í Lundúnum en þangað var hann fluttur í gærkvöldi eftir að líðan hans hrakaði enn frekar. Læknar segja aðeins helmingslíkur á að hann nái heilsu á ný. Þessi fyrrverandi KGB-maður sem á sínum tíma flýði til Bretlands var að rannsaka morðið á blaðakonunni Önnu Politkovskaju þegar honum var byrlað eitrið þallíum, líklega á japönskum sushi-stað í miðborg Lundúna. Bæði Politkovskaja og Litvinenko voru í hópi þeirra sem gagnrýnt hafa Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, og því hallast nánir vinir hans að því að rússneska leyniþjónustan hafi staðið á bak við tilræðið. Í þeim hópi er auðkýfingurinn Boris Berezovsky sem Litvinenko fletti á sínum tíma ofan af samsæri um að myrða eftir að hann komst í ónáð hjá Pútín. Talsmaður rússneskra stjórnvalda sagðist í dag ekki vilja tjá sig um þessar kenningar þar sem þær væru alger þvættingur. Þótt erfitt geti reynst að sanna nokkuð í þessum efnum er hitt víst að rússneska leyniþjónustan hefur í gegnum tíðina gripið til ýmissa óyndisúrræða, allt frá því að Leon Trotský var myrtur með ísöxi í Mexíkó 1940 þar til búlgarski blaðamaðurinn Georgi Markov var stunginn með eitraðri regnhlíf í Lundúnum 1978. Þá má ekki gleyma úkraínska forsetanum Viktor Jústjenkó en skömmu fyrir kosningarnar 2004 fékk hann heiftarlega díoxíneitrun sem sögð var á ábyrgð Kremlverja eða úkraínskra bandamanna þeirra.
Erlent Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira